Formlegar viðræður hafnar í Kópavogi

Orri Vignir Hlöðversson, oddviti Framsóknarflokksins og Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi hafa rætt saman síðustu daga og farið yfir áherslur flokkanna. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu Ásdísar Kristjánsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins og Orra Vignis Hlöðverssonar, oddvita Framsóknarflokksins.

„Samhljómur er milli flokkanna um verkefni næstu ára og var því ákveðið í dag að hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta.  Framundan er vinna við að skrifa málefnasamning, móta áherslur og skilgreina verkefni næstu ára. Við gerum okkur væntingar um að vinnan muni ganga hratt og örugglega fyrir sig,“ segir í tilkynningu oddvita Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem