• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • 2021
  • Dreifingastaðir
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Dreifingastaðir
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Forræðishyggja í 100 skrefum

Forræðishyggja í 100 skrefum
ritstjorn
11/05/2022
Theodóra S. Þorsteinsdóttir,
oddviti Viðreisnar í Kópavogi

Allir flokkar sem bjóða fram þann 14. maí vilja gera vel fyrir samfélagið. Það bera auglýsingar þeirra með sér. Sumir flokkar auglýsa 100 aðgerðir. Aðrir leggja fram skýra framtíðarsýn og markmið. Undanfarin ár hefur verið sátt um breytingar á vinnubrögðum innan bæjarstjórnar Kópavogsbæjar þannig að nú vinnum við með starfsfólki bæjarins að því að móta stefnu, setja markmið, skilgreina verkefni sem varða leiðina að þeim og mæla svo árangur þeirra. Á þeim forsendum er fjárhagsáætlun unnin og Kópavogur hefur tekið forystu sem framsækið sveitarfélag sem vinnur í sátt að betri árangri.

Viðreisn hefur stutt þau vinnubrögð dyggilega og átt frumkvæði að þeim. Þess vegna lofum við ekki 100 aðgerðum. Við ætlum ekki að lofa snjall-ljósastaurum 2018 og gáfnaljósum 2022 sem eru í raun sömu staurarnir sem ekki var staðið við. Við viljum upp úr gömlu pólitíkinni og innleiða hin nýju góðu vinnubrögð við skipulagsmál líka. Við viljum hverfa frá gömlu vinnubrögðunum þar sem óspennandi fjölbýlishús eru sett niður í óþökk og ósætti við íbúa, yfir í að skapa samfélag þar sem verslun og þjónusta blómstrar í miðjum íbúahverfum. Þar sem byggð og vistvænar samgöngur móta umhverfið okkar. Þar sem hugað er að loftgæðum og hljóðvist. Þar sem græn torg, mannlíf og menning blómstra. Þar sem skipulag stuðlar að aukinni hreyfingu og útivist með meiri samveru og lýðheilsu. Það er hlutverk okkar að hlusta á væntingar og óskir íbúa og svara þeim í skipulagsáætlunum.

Nú þegar stórfelld úthlutun á lóðum og mikil skipulagsvinna er framundan hjá Kópavogsbæ þá viljum við ekki byrja á að ákveða fyrir íbúana hvað þeir þurfa með 100 aðgerðum. Við viljum byrja á því að setja skýrar reglur um úthlutun, tryggja samráð og samvinnu við íbúa, tryggja jafnræði, gagnsæi og almannahagsmuni. Þannig höldum við áfram umbótavinnu við stjórnun og rekstur bæjarins og verðum áfram með framsæknustu sveitarfélögum landsins.

EfnisorðefstKosningar 2022Theodóra S. Þorsteinsdóttirviðreisn
Aðsent
11/05/2022
ritstjorn

EfnisorðefstKosningar 2022Theodóra S. Þorsteinsdóttirviðreisn

Meira

  • Lesa meira
    Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár

    Leikfélag Kópavogs var stofnað árið 1957 og er því elsta menningarfélag í Kópavogi. Árið 2007 flutti leikfélagið...

    ritstjorn 12/05/2022
  • Lesa meira
    Látum skynsemina ráða

    Kannanir hafa sýnt að stór hluti kjósenda gerir upp hug sinn síðustu daga fyrir kosningar. Nú þegar...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka

    Í auglýsingu vegna sölu eignanna í Fannborg frá því í ágúst 2017 segir:  „Kópavogsbær auglýsir eftir áhuga...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Áfram Kópavogur

    Kópavogur er eftirsóknarverður bær að búa í og þannig á það að vera áfram. Eitt af því...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Veljum Kópavog fyrir okkur öll

    Kosningarnar 14. maí snúast um hvernig samfélagi við viljum búa í. Hvort við veljum samfélag jöfnuðar og...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Þess vegna bjóðum við okkur fram

    Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Ég á mér draum

    Mig dreymir um að geta gengið útí búð á Kársnesinu. Hitt fólk á leiðinni, ekki bara sjá...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Skiptir reynsla máli?

    Í Kópavogi ólst ég upp og hef alið upp mín börn. Fæðingarár mitt 1974 voru íbúar rúmlega...

    ritstjorn 11/05/2022
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Sigvaldi Egill sækist eftir 2.-.3- sæti í prókjöri Sjálfstæðisflokksins
    Aðsent10/03/2022
  • Gerum gott samfélag enn betra
    Aðsent10/03/2022
  • Kæri bæjarbúi
    Aðsent10/03/2022
  • Útibú Landsbankans í Hamraborg 30 ára
    Fréttir10/03/2022
  • CrossFit XY flytur starfsemi sína í Kópavog
    Fyrirtæki23/06/2022
  • Málefnasáttmáli nýs meirihluta í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Nýr meirihluti í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri
    Fréttir27/05/2022
Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Ritstjóri: Auðun Georg Ólafsson Umbrot: Guðmundur Árnason Kópavogsblaðið slf, kt: 6205131800 Sími: 8993024 kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • CrossFit XY flytur starfsemi sína í Kópavog
    Fyrirtæki23/06/2022
  • Málefnasáttmáli nýs meirihluta í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Nýr meirihluti í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri
    Fréttir27/05/2022

Facebook

© 2022 Kópavogsblaðið slf.