„Forsenda þverpólitískrar nefndar í bænum um húsnæðismál virðist brostin,“ segir formaður bæjarráðs.

Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs.
Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs.
Mynd: Fréttablaðið/Stefán Karlsson.

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í gærkvöldi að kaupa nú þegar 30-40 íbúðir í bænum og byggja tvær blokkir til að mæta neyðarvanda þeirra sem þurfa á félagslegum úrræðum að halda í húsnæðismálum. Tillagan var borin upp af minnihlutanum og náði í gegn með stuðningi Gunnars Birgissonar, fyrrverandi bæjarstjóra, gegn atkvæðum meirihlutans. Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs segir þetta furðumál. „Tillaga kom fram í byrjun fundar og því óundirbúið mál, engin greinargerð, ekkert mat. Bæjarstjóri óskaði eftir frestun á málinu til þess að fá mat félagsmálaráðs og fjármála-og hagsýslustjóra á tillögunni en menn sinntu því engu og kusu á móti þeirri tillögu. Það er afskaplega furðulegt að menn vilji ekki sjá verðmiðann á tillögunni. Þeir sem töldu sig geta sýnt fram á betri fjármálastjórnun en aðrir fyrir nokkrum misserum og lögðu til niðurskurð í mennta- og félagslega geiranum, demba sér nú blint í fjárfestingu án umhugsunar og eru svo að klóra í bakkann með því að nefna til sögunnar einhverja samstarfsaðila sem enginn hefur umboð til að nefna.“

Rannveig segir að fyrir áramót hafi þverpólitísk nefnd allra flokka hafið störf meðal annars til að finna lausnir á neyðarvanda í félagslega húsnæðiskerfinu, en ekki síður að fá heildarniðurstöðu fyrir húsnæðismarkað í Kópavogi. Einnig átti að skoða lausnir ríkisstjórnarinnar þar sem liggja margar spurningar um hvernig  gera á fólki kleift að eiga eða leigja húsnæði. Fyrir nefndinni hafi legið svipuð tillaga sem Gunnar Birgisson lagði fram fyrir áramót og bæjarstjórn samþykkti til afgreiðslu fyrrgreindrar nefndar.

„Góður andi var í nefndinni og verið var að vinna gögn fyrir okkur sem átti að leggja fram í þessum mánuði. Þetta hefur verið í anda þess sem ég hef kallað „nýja pólitíkin,“ þar sem flokkar eiga heilbrigt samstarf um velferð íbúanna. Nú er svo komið að nokkrir flokkar hafa rofið þetta samstarf með því að kljúfa hluta málsins frá og farið sína eigin leið í lýðskruminu rétt fyrir kosningar. Þetta veit ekki á gott. Forsenda samstarfs í þessari nefnd virðist brostin,“ segir Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,