Forseti bæjarstjórnar Kópavogs: „Fyrir neðan allar hellur að Gunnar I. Birgisson taki sig út úr samstarfi meirihlutaflokkanna.“

Meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Y-lista í bæjarstjórn Kópavogs hékk á bláþræði í gærkvöldi eftir að Gunnar I. Birgisson klauf meirihlutann með stuðningi sínum við tillögu minnihlutaflokkanna í húsnæðismálum og Aðalsteinn Jónsson, samflokksmaður Gunnars í Sjálfstæðisflokknum, sat hjá við afgreiðslu málsins. Á fundi flokksfélaga Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í gærkvöldi var ákveðið að halda meirihlutasamstarfinu áfram.

Margrét Björnsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs.
Margrét Björnsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs.

„Ég er fyrst og fremst þakklát oddvitum núverandi meirihlutaflokka að slíta ekki meirihlutasamstarfinu við þessar aðstæður. Það væri ekki neinum til góðs að slíta þessu núna rétt fyrir prófkjör og kosningar. Það væri ekki farsælt fyrir bæjarfélagið,“ segir Margrét Björnsdóttir, forseti bæjarstjórnar sem skipar þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, á eftir Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra, og Gunnari I. Birgissyni. Hún býður sig nú fram í annað sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.

Getið þið í meirihlutanum áfram starfað með Gunnari eftir þetta?
„Það eru lög og reglur í landinu. Gunnar er lögkjörinn og ekkert hægt að gera í því, það er ekki hægt að reka hann úr bæjarstjórn.“

Hverjir fylgja Gunnari að málum í Sjálfstæðisflokknum?
„Það eru nokkrir sem hafa fylgt honum lengi en mér heyrist nú á mönnum að hann sé að hrekja frá sér fylgi enda er hann ekki í framboði. Fólk í bænum er líka orðið langþreytt á endalausum deilum sem koma úr ranni Gunnars. Margir bæjarbúar sem ég hef hitt á förnum vegi hafa sagt að loksins sé komin ró og friður í bæjarstjórn Kópavogs. Bæjarbúar kæra sig ekkert um ósætti í bæjarstjórn og neikvæðar upphrópanir í ljósvakamiðlum. Þetta mál núna er fyrst og fremst leiðinlegur blettur á annars frábæru meirihlutasamstarfi sem hefur gengið mjög vel.“

Er þessi tillaga sem samþykkt var í bæjarstjórn lögleysa?
„Þetta er lögleysa í þeim skilningi að það er verið að taka fram fyrir hendurnar á þverpólitískri nefnd allra flokka sem er að vinna að lausn þessa máls. Þegar svona viðamikið mál er tekið fyrir í bæjarstjórn fer það fyrst í gegnum nefnd, svo í gegnum bæjarráð og þaðan í bæjarstjórn, til að tryggja faglega umfjöllun. Þetta er líka á skjön við verklag og hefðir í bæjarstjórn þar sem alltaf er orðið við frestun þegar farið er fram á það, til að afla frekari upplýsinga og gagna sé þess óskað. Þetta er í fyrsta sinn sem ekki er orðið við frestun frá því ég man eftir sem segir allt sem segja þarf. Það er verið að troða þessari tillögu í gegn. Þessi tillaga er ekki inni í fjárhagsáætlun Kópavogs næstu þriggja ára og mér þætti gaman að heyra hvar Gunnar og þeir flokkar sem stóðu að þessu ætla að skera niður í útgjöldum á móti þessu því það er ekki til króna fyrir þessum framkvæmdum. Ætla þau að skera niður í skólastarfi eða íþróttum? Peningarnir eru ekki til.“

Treystir þú Gunnari Birgissyni eftir þetta?
„Auðvitað ekki eftir þessa uppákomu. Það er fyrir neðan allar hellur að einn taki sig svona út úr samstarfinu án þess að ræða við félaga sína áður. Annað hvort er fólk i samstarfi eða ekki,“ segir Margrét Björnsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,