Óhætt er að segja að deilan um lagningu Fossvogsbrautar þvert í gegnum Fossvogsdalinn sé eitt stærsta deilumál á milli Reykjavíkur og Kópavogs á síðari árum. Kristján Guðmundsson, sem var bæjarstjóri Kópavogs á árinum 1982 til 1990, man vel eftir málinu.

Áætlað var að um 20 þúsund bílar myndu keyra eftir Fossvogsbrautinni á hverjum sólarhring. Um leið og byggð fór að þéttast í Mörkinni var hugmyndin að leggja brautina meira inn á landsvæði Kópavogs, við gríðarleg mótmæli íbúa. Þessu man Kristján vel eftir. Við báðum hann um að rifja þetta upp – rétt á meðan hann fékk sér pylsu eftir fræðslugöngutúr Sögufélagsins um Fossvogsdalinn.