Frábær árangur á Evrópumótinu í áhaldafimleikum

Íslensku landsliðin í áhaldafimleikum karla og kvenna kepptu á Norður Evrópumóti í Írlandi nýverið. Í liðakeppninni á laugardeginum náði kvennaliðið frábærum árangri og lenti í þriðja sæti. Úrslit á áhöldum voru á sunnudeginum og átti Ísland sex keppendur sem höfðu öðlast þátttökurétt.

Norma Dögg Róbertsdóttir úr Gerplu og Irina Sazonova úr Ármanni náðu þeim frábæra árangri að sigra sitt áhaldið hvor. Norma Dögg á stökki með einkunn-ina 13,762 og Irina á tvíslá með einkunnina 13,325. Ísland átti svo annað sætið á stökkinu líka en hún Sigríður Hrönn úr Gerplu var hársbreidd á eftir Normu Dögg með einkunnina 13,712. Irina stóð sig einnig vel á gólfinu og lenti í 3. sæti með einkunnina 13,1. Eyþór Örn Baldursson úr Gerplu náði frábærum árangri á stökki og lenti í þriðja sæti með einkunnina 13,225.

Norma Dögg Róbertsdóttir keppti einnig á gólfi og Martin Bjarni úr Gerplu keppti til úrslita á stökki þar sem hann var einu sæti frá verðlaunapalli. Árangur Martins Bjarna verður að teljast mjög góður þegar litið er til þess að hann er aðeins 14 ára gamall og var að keppa í fyrsta sinn með fullorðins landsliði Íslands.

nem2

nem

NEM_Hopura

IMG_3245

IMG_3241

NEM_Hopura

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar