Frábær árangur Blikastráka á Rey Cup.

Þrátt fyrir að vera allir á yngra ári komst A-lið Breiðabliks í fjórða flokki alla leið í úrslitaleikinn á Rey Cup sem fram fór nýverið.
Þrátt fyrir að vera allir á yngra ári komst A-lið Breiðabliks í fjórða flokki alla leið í úrslitaleikinn á Rey Cup sem fram fór nýverið.

4 flokkur Breiðabliksstráka á yngra ári (sem fæddir eru árið 2000) gerði gott mót á Ray Cup mótinu á dögunum. Eldra árið, 1999, voru erlendis til að taka þátt í Dana Cup. Tvö lið 4 flokks kepptu Rey Cup sem skráð voru til leiks í keppni A- og C-liða. Bæði lið stóðu sig gríðarlega vel í erfiðri keppni þar sem ekkert var gefið eftir. A-liðið tapaði ekki leik og vann sinn riðil með fullt hús stiga. Þeir léku svo við ÍBV í undanúrslitum og unnu 1-0 sem þýddi að þeir léku á Laugardalsvelli til úrslita A liða við Keflavík sem þeir gerðu jafntefli við í riðlakeppninni.

Athygli vakti að strákarnir skyldu ná í úrslit A liða í ljósi þess að þeir væru allir á yngra ári. Þeir börðust eins og ljón í úrslitaleiknum en voru nokkuð yfirspenntir yfir því að fá að spila á aðalleikvangi Laugardalsvallar og að komast í úrslit. Þeir töpuðu, naumlega, 1-0 fyrir Keflavík sem átti betri dag en samt sem áður er þetta frábær árangur hjá strákunum.

C-liðið stóð sig einnig vel og endaði í 3ja sæti í sínum riðli. Þeir spiluðu svo við Fylki um 5-6 sæti sem þeir töpuðu 2-0.

Að öllu leyti frábært Rey Cup mót hjá strákunum á yngra ári í fjórða flokki Breiðabliks.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn