Frábær árangur Blikastráka á Rey Cup.

Þrátt fyrir að vera allir á yngra ári komst A-lið Breiðabliks í fjórða flokki alla leið í úrslitaleikinn á Rey Cup sem fram fór nýverið.
Þrátt fyrir að vera allir á yngra ári komst A-lið Breiðabliks í fjórða flokki alla leið í úrslitaleikinn á Rey Cup sem fram fór nýverið.

4 flokkur Breiðabliksstráka á yngra ári (sem fæddir eru árið 2000) gerði gott mót á Ray Cup mótinu á dögunum. Eldra árið, 1999, voru erlendis til að taka þátt í Dana Cup. Tvö lið 4 flokks kepptu Rey Cup sem skráð voru til leiks í keppni A- og C-liða. Bæði lið stóðu sig gríðarlega vel í erfiðri keppni þar sem ekkert var gefið eftir. A-liðið tapaði ekki leik og vann sinn riðil með fullt hús stiga. Þeir léku svo við ÍBV í undanúrslitum og unnu 1-0 sem þýddi að þeir léku á Laugardalsvelli til úrslita A liða við Keflavík sem þeir gerðu jafntefli við í riðlakeppninni.

Athygli vakti að strákarnir skyldu ná í úrslit A liða í ljósi þess að þeir væru allir á yngra ári. Þeir börðust eins og ljón í úrslitaleiknum en voru nokkuð yfirspenntir yfir því að fá að spila á aðalleikvangi Laugardalsvallar og að komast í úrslit. Þeir töpuðu, naumlega, 1-0 fyrir Keflavík sem átti betri dag en samt sem áður er þetta frábær árangur hjá strákunum.

C-liðið stóð sig einnig vel og endaði í 3ja sæti í sínum riðli. Þeir spiluðu svo við Fylki um 5-6 sæti sem þeir töpuðu 2-0.

Að öllu leyti frábært Rey Cup mót hjá strákunum á yngra ári í fjórða flokki Breiðabliks.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem