Frábær árangur Blikastráka á Rey Cup.

Þrátt fyrir að vera allir á yngra ári komst A-lið Breiðabliks í fjórða flokki alla leið í úrslitaleikinn á Rey Cup sem fram fór nýverið.
Þrátt fyrir að vera allir á yngra ári komst A-lið Breiðabliks í fjórða flokki alla leið í úrslitaleikinn á Rey Cup sem fram fór nýverið.

4 flokkur Breiðabliksstráka á yngra ári (sem fæddir eru árið 2000) gerði gott mót á Ray Cup mótinu á dögunum. Eldra árið, 1999, voru erlendis til að taka þátt í Dana Cup. Tvö lið 4 flokks kepptu Rey Cup sem skráð voru til leiks í keppni A- og C-liða. Bæði lið stóðu sig gríðarlega vel í erfiðri keppni þar sem ekkert var gefið eftir. A-liðið tapaði ekki leik og vann sinn riðil með fullt hús stiga. Þeir léku svo við ÍBV í undanúrslitum og unnu 1-0 sem þýddi að þeir léku á Laugardalsvelli til úrslita A liða við Keflavík sem þeir gerðu jafntefli við í riðlakeppninni.

Athygli vakti að strákarnir skyldu ná í úrslit A liða í ljósi þess að þeir væru allir á yngra ári. Þeir börðust eins og ljón í úrslitaleiknum en voru nokkuð yfirspenntir yfir því að fá að spila á aðalleikvangi Laugardalsvallar og að komast í úrslit. Þeir töpuðu, naumlega, 1-0 fyrir Keflavík sem átti betri dag en samt sem áður er þetta frábær árangur hjá strákunum.

C-liðið stóð sig einnig vel og endaði í 3ja sæti í sínum riðli. Þeir spiluðu svo við Fylki um 5-6 sæti sem þeir töpuðu 2-0.

Að öllu leyti frábært Rey Cup mót hjá strákunum á yngra ári í fjórða flokki Breiðabliks.

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

_MG_3352
Bjorn Thoroddsen
Marteinn Sigurgeirsson
Kársnes
cycle
Rauði krossinn
Stefán Karl Stefánsson.
screen-shot-2016-09-16-at-11-54-54
Hvatningarverdlaun