Fræðsluganga Sögufélagsins

Sögufélag Kópavogs efnir til fræðslu og upprifjunargöngu um Hvammana, ef veður verður skaplegt,
n.k. fimmtudag þann 10 júlí. Gangan hefst við lækjarósinn neðan Hlíðarhvamms kl. 18:00.

Fræðslugöngur Sögufélagsins eru gríðarlega skemmtilegar fyrir unga sem aldna. Þessi mynd var tekin í göngu félagsmanna um vesturbæinn í vor. Mynd: Marteinn Sigurgeirsson.
Fræðslugöngur Sögufélagsins eru gríðarlega skemmtilegar fyrir unga sem aldna. Þessi mynd var tekin í göngu um Vesturbæinn í vor. Mynd: Marteinn Sigurgeirsson.

Gengið verður austur Fífuhvamm sem áður hét Fífuhvammsvegur, að Reynihvammi,upp Reynihvamm að Víðihvammi upp Eskihvamm og vestur Birkihvamm svo endar göngutúrinn í Hlíðargarði.

Leiðsögumenn verða Guðlaugur R. Guðmundsson og Kristinn Jóhannesson.

Gangan er opin öllum sem áhuga hafa.

Gjallarhornið verður komið úr viðgerð svo allir ættu að heyra það sem sagt er.

Það er búið að gera við gjallarhornið svo allir geta heyrt í Þórði Guðmundssyni, formanni Sögufélagsins,  og fleirum sem hafa frá áhugaverðu að segja.
Það er búið að gera við gjallarhornið svo allir geta heyrt í Þórði Guðmundssyni, formanni Sögufélagsins, og fleirum sem hafa frá áhugaverðu að segja. Mynd: Marteinn Sigurgeirsson.

Auðvelt er að gerast félagi í Sögufélaginu á slóðinni www.vogur.is en þar er flipi sem heitir “nýskráning.” Félagar fá sendan tölvupóst með viðburðum sem eru á döfinni en auk þess er Sögufélagið með virka síðu á Facebook þar sem nálgast má ýmsan fróðleik um sögu Kópavogs. 

En semsagt, mæting við lækjarósinn neðan Hlíðarhvamms kl. 18:00, n.k fimmtudag, 10. júlí.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn