Sögufélag Kópavogs efnir til fræðslu og upprifjunargöngu um Hvammana, ef veður verður skaplegt,
n.k. fimmtudag þann 10 júlí. Gangan hefst við lækjarósinn neðan Hlíðarhvamms kl. 18:00.
Gengið verður austur Fífuhvamm sem áður hét Fífuhvammsvegur, að Reynihvammi,upp Reynihvamm að Víðihvammi upp Eskihvamm og vestur Birkihvamm svo endar göngutúrinn í Hlíðargarði.
Leiðsögumenn verða Guðlaugur R. Guðmundsson og Kristinn Jóhannesson.
Gangan er opin öllum sem áhuga hafa.
Gjallarhornið verður komið úr viðgerð svo allir ættu að heyra það sem sagt er.
Auðvelt er að gerast félagi í Sögufélaginu á slóðinni www.vogur.is en þar er flipi sem heitir “nýskráning.” Félagar fá sendan tölvupóst með viðburðum sem eru á döfinni en auk þess er Sögufélagið með virka síðu á Facebook þar sem nálgast má ýmsan fróðleik um sögu Kópavogs.
En semsagt, mæting við lækjarósinn neðan Hlíðarhvamms kl. 18:00, n.k fimmtudag, 10. júlí.