Fræðsluganga Sögufélagsins

Sögufélag Kópavogs efnir til fræðslu og upprifjunargöngu um Hvammana, ef veður verður skaplegt,
n.k. fimmtudag þann 10 júlí. Gangan hefst við lækjarósinn neðan Hlíðarhvamms kl. 18:00.

Fræðslugöngur Sögufélagsins eru gríðarlega skemmtilegar fyrir unga sem aldna. Þessi mynd var tekin í göngu félagsmanna um vesturbæinn í vor. Mynd: Marteinn Sigurgeirsson.
Fræðslugöngur Sögufélagsins eru gríðarlega skemmtilegar fyrir unga sem aldna. Þessi mynd var tekin í göngu um Vesturbæinn í vor. Mynd: Marteinn Sigurgeirsson.

Gengið verður austur Fífuhvamm sem áður hét Fífuhvammsvegur, að Reynihvammi,upp Reynihvamm að Víðihvammi upp Eskihvamm og vestur Birkihvamm svo endar göngutúrinn í Hlíðargarði.

Leiðsögumenn verða Guðlaugur R. Guðmundsson og Kristinn Jóhannesson.

Gangan er opin öllum sem áhuga hafa.

Gjallarhornið verður komið úr viðgerð svo allir ættu að heyra það sem sagt er.

Það er búið að gera við gjallarhornið svo allir geta heyrt í Þórði Guðmundssyni, formanni Sögufélagsins,  og fleirum sem hafa frá áhugaverðu að segja.
Það er búið að gera við gjallarhornið svo allir geta heyrt í Þórði Guðmundssyni, formanni Sögufélagsins, og fleirum sem hafa frá áhugaverðu að segja. Mynd: Marteinn Sigurgeirsson.

Auðvelt er að gerast félagi í Sögufélaginu á slóðinni www.vogur.is en þar er flipi sem heitir “nýskráning.” Félagar fá sendan tölvupóst með viðburðum sem eru á döfinni en auk þess er Sögufélagið með virka síðu á Facebook þar sem nálgast má ýmsan fróðleik um sögu Kópavogs. 

En semsagt, mæting við lækjarósinn neðan Hlíðarhvamms kl. 18:00, n.k fimmtudag, 10. júlí.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar