Fræðsluganga Sögufélagsins

Sögufélag Kópavogs efnir til fræðslu og upprifjunargöngu um Hvammana, ef veður verður skaplegt,
n.k. fimmtudag þann 10 júlí. Gangan hefst við lækjarósinn neðan Hlíðarhvamms kl. 18:00.

Fræðslugöngur Sögufélagsins eru gríðarlega skemmtilegar fyrir unga sem aldna. Þessi mynd var tekin í göngu félagsmanna um vesturbæinn í vor. Mynd: Marteinn Sigurgeirsson.
Fræðslugöngur Sögufélagsins eru gríðarlega skemmtilegar fyrir unga sem aldna. Þessi mynd var tekin í göngu um Vesturbæinn í vor. Mynd: Marteinn Sigurgeirsson.

Gengið verður austur Fífuhvamm sem áður hét Fífuhvammsvegur, að Reynihvammi,upp Reynihvamm að Víðihvammi upp Eskihvamm og vestur Birkihvamm svo endar göngutúrinn í Hlíðargarði.

Leiðsögumenn verða Guðlaugur R. Guðmundsson og Kristinn Jóhannesson.

Gangan er opin öllum sem áhuga hafa.

Gjallarhornið verður komið úr viðgerð svo allir ættu að heyra það sem sagt er.

Það er búið að gera við gjallarhornið svo allir geta heyrt í Þórði Guðmundssyni, formanni Sögufélagsins,  og fleirum sem hafa frá áhugaverðu að segja.
Það er búið að gera við gjallarhornið svo allir geta heyrt í Þórði Guðmundssyni, formanni Sögufélagsins, og fleirum sem hafa frá áhugaverðu að segja. Mynd: Marteinn Sigurgeirsson.

Auðvelt er að gerast félagi í Sögufélaginu á slóðinni www.vogur.is en þar er flipi sem heitir “nýskráning.” Félagar fá sendan tölvupóst með viðburðum sem eru á döfinni en auk þess er Sögufélagið með virka síðu á Facebook þar sem nálgast má ýmsan fróðleik um sögu Kópavogs. 

En semsagt, mæting við lækjarósinn neðan Hlíðarhvamms kl. 18:00, n.k fimmtudag, 10. júlí.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér