Fræðsluganga Sögufélagsins

Fræðslugöngur Sögufélagsins eru gríðarlega skemmtilegar fyrir unga sem aldna. Þessi mynd var tekin í göngu félagsmanna um vesturbæinn í vor. Mynd: Marteinn Sigurgeirsson.

Sögufélag Kópavogs efnir til fræðslu og upprifjunargöngu um Hvammana, ef veður verður skaplegt,
n.k. fimmtudag þann 10 júlí. Gangan hefst við lækjarósinn neðan Hlíðarhvamms kl. 18:00.

Fræðslugöngur Sögufélagsins eru gríðarlega skemmtilegar fyrir unga sem aldna. Þessi mynd var tekin í göngu félagsmanna um vesturbæinn í vor. Mynd: Marteinn Sigurgeirsson.
Fræðslugöngur Sögufélagsins eru gríðarlega skemmtilegar fyrir unga sem aldna. Þessi mynd var tekin í göngu um Vesturbæinn í vor. Mynd: Marteinn Sigurgeirsson.

Gengið verður austur Fífuhvamm sem áður hét Fífuhvammsvegur, að Reynihvammi,upp Reynihvamm að Víðihvammi upp Eskihvamm og vestur Birkihvamm svo endar göngutúrinn í Hlíðargarði.

Leiðsögumenn verða Guðlaugur R. Guðmundsson og Kristinn Jóhannesson.

Gangan er opin öllum sem áhuga hafa.

Gjallarhornið verður komið úr viðgerð svo allir ættu að heyra það sem sagt er.

Það er búið að gera við gjallarhornið svo allir geta heyrt í Þórði Guðmundssyni, formanni Sögufélagsins,  og fleirum sem hafa frá áhugaverðu að segja.
Það er búið að gera við gjallarhornið svo allir geta heyrt í Þórði Guðmundssyni, formanni Sögufélagsins, og fleirum sem hafa frá áhugaverðu að segja. Mynd: Marteinn Sigurgeirsson.

Auðvelt er að gerast félagi í Sögufélaginu á slóðinni www.vogur.is en þar er flipi sem heitir “nýskráning.” Félagar fá sendan tölvupóst með viðburðum sem eru á döfinni en auk þess er Sögufélagið með virka síðu á Facebook þar sem nálgast má ýmsan fróðleik um sögu Kópavogs. 

En semsagt, mæting við lækjarósinn neðan Hlíðarhvamms kl. 18:00, n.k fimmtudag, 10. júlí.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar