Fræðsluganga um Fossvoginn

10313987_10203249716717630_371840868013572304_n
Fræðslugöngur Sögufélagsins eru gríðarlega skemmtilegar fyrir unga sem aldna. Þessi mynd var tekin í göngu um vesturbæinn í vor. Myndir: Marteinn Sigurgeirsson.

Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs og Sögufélag Kópavogs standa fyrir síðsumarsgöngu miðvikudaginn 17. september næstkomandi í tilefni degi íslenskrar náttúru.
Lagt verður af stað kl. 17:00 frá bílastæðunum við Fagralund, íþróttasvæði HK. Gengið verður um austanverðan Fossvogsdal.

Gangan er fræðsluganga og verður umfjöllunarefnið meðal annars nýbýlin og söguskiltin um þau, dalurinn og gróðurinn.
Leiðsögumenn verða Friðrik Baldursson og Gunnar Marel Hinriksson og áætlað að gangan taki um tvær klukkustundir.

Að lokinni göngu verður þátttakendum boðið upp á grillaðar pylsur og gos.

Þetta er gott tækifæri fyrir Kópavogsbúa til að kynna sér bæinn sinn og sögu hans.

Allir hjartanlega velkomnir!

10153014_10203249718037663_7454525168371029454_n 10303755_10203249718237668_1066520775237869324_n

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér