Fræðsluganga um Fossvoginn

10313987_10203249716717630_371840868013572304_n
Fræðslugöngur Sögufélagsins eru gríðarlega skemmtilegar fyrir unga sem aldna. Þessi mynd var tekin í göngu um vesturbæinn í vor. Myndir: Marteinn Sigurgeirsson.

Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs og Sögufélag Kópavogs standa fyrir síðsumarsgöngu miðvikudaginn 17. september næstkomandi í tilefni degi íslenskrar náttúru.
Lagt verður af stað kl. 17:00 frá bílastæðunum við Fagralund, íþróttasvæði HK. Gengið verður um austanverðan Fossvogsdal.

Gangan er fræðsluganga og verður umfjöllunarefnið meðal annars nýbýlin og söguskiltin um þau, dalurinn og gróðurinn.
Leiðsögumenn verða Friðrik Baldursson og Gunnar Marel Hinriksson og áætlað að gangan taki um tvær klukkustundir.

Að lokinni göngu verður þátttakendum boðið upp á grillaðar pylsur og gos.

Þetta er gott tækifæri fyrir Kópavogsbúa til að kynna sér bæinn sinn og sögu hans.

Allir hjartanlega velkomnir!

10153014_10203249718037663_7454525168371029454_n 10303755_10203249718237668_1066520775237869324_n

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn