
Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs og Sögufélag Kópavogs standa fyrir síðsumarsgöngu miðvikudaginn 17. september næstkomandi í tilefni degi íslenskrar náttúru.
Lagt verður af stað kl. 17:00 frá bílastæðunum við Fagralund, íþróttasvæði HK. Gengið verður um austanverðan Fossvogsdal.
Gangan er fræðsluganga og verður umfjöllunarefnið meðal annars nýbýlin og söguskiltin um þau, dalurinn og gróðurinn.
Leiðsögumenn verða Friðrik Baldursson og Gunnar Marel Hinriksson og áætlað að gangan taki um tvær klukkustundir.
Að lokinni göngu verður þátttakendum boðið upp á grillaðar pylsur og gos.
Þetta er gott tækifæri fyrir Kópavogsbúa til að kynna sér bæinn sinn og sögu hans.
Allir hjartanlega velkomnir!