Fræðsluganga um Fossvoginn

10313987_10203249716717630_371840868013572304_n
Fræðslugöngur Sögufélagsins eru gríðarlega skemmtilegar fyrir unga sem aldna. Þessi mynd var tekin í göngu um vesturbæinn í vor. Myndir: Marteinn Sigurgeirsson.

Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs og Sögufélag Kópavogs standa fyrir síðsumarsgöngu miðvikudaginn 17. september næstkomandi í tilefni degi íslenskrar náttúru.
Lagt verður af stað kl. 17:00 frá bílastæðunum við Fagralund, íþróttasvæði HK. Gengið verður um austanverðan Fossvogsdal.

Gangan er fræðsluganga og verður umfjöllunarefnið meðal annars nýbýlin og söguskiltin um þau, dalurinn og gróðurinn.
Leiðsögumenn verða Friðrik Baldursson og Gunnar Marel Hinriksson og áætlað að gangan taki um tvær klukkustundir.

Að lokinni göngu verður þátttakendum boðið upp á grillaðar pylsur og gos.

Þetta er gott tækifæri fyrir Kópavogsbúa til að kynna sér bæinn sinn og sögu hans.

Allir hjartanlega velkomnir!

10153014_10203249718037663_7454525168371029454_n 10303755_10203249718237668_1066520775237869324_n

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar