Fræðsluganga um Melgerði, Suðurbraut, Borgarholtsbraut og Vallargerði

Fræðslu- og skemmtigöngur Sögufélagsins eru alltaf vel sóttar.
Fræðslu- og skemmtigöngur Sögufélagsins eru alltaf vel sóttar.

Fimmtudagskvöldið, 8. maí klukkan 19:00 efnir Sögufélagið til fræðslu og skemmtigöngu um Melgerði, Suðurbraut, Borgarholtsbraut frá Suðurbraut að Stelluróló niður opna svæðið (Listatún)og yfir í Vallargerði.

Safnast verður saman á bílastæðinu sem er á horni Urðarbrautar og Vallargerðis. Nokkrir valinkunnir sem ólust upp á þessu
svæði munu leiða gönguna og segja frá hverjir bjuggu hvar og eins gætu flogið sögur af prakkarastrikum.

Þessi ganga er framlag Sögufélagsins til Kópavogsdaga sem standa frá 8.-11. maí. Á laugardaginn, 10. maí kl. 14:00, verður svo skemmtileg uppákoma sem heitir því frumlega nafni:  „Kyrrstöðuganga“ í Héraðsskjalasafninu en þar ætlar Gunnar Marel Hinriksson, skjalavörður, að ganga um sögu Kópavogs í máli og myndum.

Myndirnar hér að neðan eru frá síðustu fræðslugöngu umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs og Sögufélagsins frá því í fyrrasumar þar sem gengið var um Snælandsland og vestanverðan Fossvogsdal:

2013-09-05-1716 2013-09-05-1720 2013-09-05-1722 2013-09-05-1723 2013-09-05-1729 2013-09-05-1733 2013-09-05-1736

Svona leit Fossvogurinn einu sinni út. Séð yfir Lund og upp á Digranesháls. Mynd: Héraðsskjalasafn Kópavogs.
Svona leit Fossvogurinn einu sinni út. Séð yfir Lund og upp á Digranesháls. Mynd: Héraðsskjalasafn Kópavogs.

2013-09-05-1742 2013-09-05-1745 2013-09-05-1749

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem