Fræðsluganga um Melgerði, Suðurbraut, Borgarholtsbraut og Vallargerði

Fræðslu- og skemmtigöngur Sögufélagsins eru alltaf vel sóttar.
Fræðslu- og skemmtigöngur Sögufélagsins eru alltaf vel sóttar.

Fimmtudagskvöldið, 8. maí klukkan 19:00 efnir Sögufélagið til fræðslu og skemmtigöngu um Melgerði, Suðurbraut, Borgarholtsbraut frá Suðurbraut að Stelluróló niður opna svæðið (Listatún)og yfir í Vallargerði.

Safnast verður saman á bílastæðinu sem er á horni Urðarbrautar og Vallargerðis. Nokkrir valinkunnir sem ólust upp á þessu
svæði munu leiða gönguna og segja frá hverjir bjuggu hvar og eins gætu flogið sögur af prakkarastrikum.

Þessi ganga er framlag Sögufélagsins til Kópavogsdaga sem standa frá 8.-11. maí. Á laugardaginn, 10. maí kl. 14:00, verður svo skemmtileg uppákoma sem heitir því frumlega nafni:  „Kyrrstöðuganga“ í Héraðsskjalasafninu en þar ætlar Gunnar Marel Hinriksson, skjalavörður, að ganga um sögu Kópavogs í máli og myndum.

Myndirnar hér að neðan eru frá síðustu fræðslugöngu umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs og Sögufélagsins frá því í fyrrasumar þar sem gengið var um Snælandsland og vestanverðan Fossvogsdal:

2013-09-05-1716 2013-09-05-1720 2013-09-05-1722 2013-09-05-1723 2013-09-05-1729 2013-09-05-1733 2013-09-05-1736

Svona leit Fossvogurinn einu sinni út. Séð yfir Lund og upp á Digranesháls. Mynd: Héraðsskjalasafn Kópavogs.
Svona leit Fossvogurinn einu sinni út. Séð yfir Lund og upp á Digranesháls. Mynd: Héraðsskjalasafn Kópavogs.

2013-09-05-1742 2013-09-05-1745 2013-09-05-1749

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar