Fimmtudagskvöldið, 8. maí klukkan 19:00 efnir Sögufélagið til fræðslu og skemmtigöngu um Melgerði, Suðurbraut, Borgarholtsbraut frá Suðurbraut að Stelluróló niður opna svæðið (Listatún)og yfir í Vallargerði.
Safnast verður saman á bílastæðinu sem er á horni Urðarbrautar og Vallargerðis. Nokkrir valinkunnir sem ólust upp á þessu
svæði munu leiða gönguna og segja frá hverjir bjuggu hvar og eins gætu flogið sögur af prakkarastrikum.
Þessi ganga er framlag Sögufélagsins til Kópavogsdaga sem standa frá 8.-11. maí. Á laugardaginn, 10. maí kl. 14:00, verður svo skemmtileg uppákoma sem heitir því frumlega nafni: „Kyrrstöðuganga“ í Héraðsskjalasafninu en þar ætlar Gunnar Marel Hinriksson, skjalavörður, að ganga um sögu Kópavogs í máli og myndum.
Myndirnar hér að neðan eru frá síðustu fræðslugöngu umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs og Sögufélagsins frá því í fyrrasumar þar sem gengið var um Snælandsland og vestanverðan Fossvogsdal: