Fræðsluganga um Melgerði, Suðurbraut, Borgarholtsbraut og Vallargerði

Fræðslu- og skemmtigöngur Sögufélagsins eru alltaf vel sóttar.
Fræðslu- og skemmtigöngur Sögufélagsins eru alltaf vel sóttar.

Fimmtudagskvöldið, 8. maí klukkan 19:00 efnir Sögufélagið til fræðslu og skemmtigöngu um Melgerði, Suðurbraut, Borgarholtsbraut frá Suðurbraut að Stelluróló niður opna svæðið (Listatún)og yfir í Vallargerði.

Safnast verður saman á bílastæðinu sem er á horni Urðarbrautar og Vallargerðis. Nokkrir valinkunnir sem ólust upp á þessu
svæði munu leiða gönguna og segja frá hverjir bjuggu hvar og eins gætu flogið sögur af prakkarastrikum.

Þessi ganga er framlag Sögufélagsins til Kópavogsdaga sem standa frá 8.-11. maí. Á laugardaginn, 10. maí kl. 14:00, verður svo skemmtileg uppákoma sem heitir því frumlega nafni:  „Kyrrstöðuganga“ í Héraðsskjalasafninu en þar ætlar Gunnar Marel Hinriksson, skjalavörður, að ganga um sögu Kópavogs í máli og myndum.

Myndirnar hér að neðan eru frá síðustu fræðslugöngu umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs og Sögufélagsins frá því í fyrrasumar þar sem gengið var um Snælandsland og vestanverðan Fossvogsdal:

2013-09-05-1716 2013-09-05-1720 2013-09-05-1722 2013-09-05-1723 2013-09-05-1729 2013-09-05-1733 2013-09-05-1736

Svona leit Fossvogurinn einu sinni út. Séð yfir Lund og upp á Digranesháls. Mynd: Héraðsskjalasafn Kópavogs.
Svona leit Fossvogurinn einu sinni út. Séð yfir Lund og upp á Digranesháls. Mynd: Héraðsskjalasafn Kópavogs.

2013-09-05-1742 2013-09-05-1745 2013-09-05-1749

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér