Kosningakaffi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi er að Bæjarlind 2. Frambjóðendur metast um hver kom með besta meðlætið á kaffihlaðborðið. Heyrst hefur að Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri hafi komið sterkur inn með nýbakaðar pönnslur.
Kosningakaffið stendur til 18:30 og klukkan 21:30 hefst kosningavaka Sjálfstæðisflokksins á sama stað.