Framboðslisti Vinstri grænna í Kópavogi var lagður fram og samþykktur á félagsfundi í kvöld. Ólafur Þór Gunnarsson, læknir leiðir listann, Ásta Kristín Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi er í öðru sæti og Anna Sigríður Hafliðadóttir, markaðssérfræðingur í þriðja.
Sérstakur gestur VG í Kópavogi á félagsfundi í kvöld var Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra og varaformaður VG og ávarpaði hann frambjóðendur og aðra gesti.
Listi VG í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningar 2022 er eftirfarandi:
- Ólafur Þór Gunnarsson, læknir
- Ásta Kristín Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi og formaður VG í Kópavogi
- Anna Sigríður Hafliðadóttir, markaðssérfræðingur
- Ársæll Már Arnarsson, prófessor
- Ásbjörn Þ. Björgvinsson, ferðamálafrömuður
- Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri
- Arnór Ingi Egilsson, ráðgjafi og stundakennari
- Védís Einarsdóttir, iðjuþjálfi
- Amid Derayat, fiskifræðingur
- Þóra Elfa Björnsson, framhaldsskólakennari
- Gísli Ólafsson, uppeldis- og menntunarfræðingur
- Kristín Njálsdóttir, framkvæmdastjóri fræðslusjóða verkafólks
- Sigursteinn Másson, fjölmiðlamaður
- Vala Steingrímsdóttir, háskólanemi
- Helgi Máni Sigurðsson, sagnfræðingur
- Kristín Einarsdóttir, lífeindafræðingur
- Aldís Aðalbjarnardóttir, kennari og leiðsögumaður
- Þórir Steingrímsson, leikari og rannsóknarlögreglumaður
- Hreggviður Norðdahl, jarðfræðingur
- Margrét Pálína Guðmundsdóttir, kennari
- Þuríður Backman, hjúkrunarfræðingur og fyrrv. alþingismaður
- Ragnar Arnalds, rithöfundur og fyrrv. alþingismaður