Framhaldsskólanemar fjölmenna í sund

Framhaldsskólanemar í kennaraverkfalli fjölmenna í sund sem aldrei fyrr.
Framhaldsskólanemar í kennaraverkfalli fjölmenna í sund sem aldrei fyrr.

Á fjórða hundrað framhaldsskólanema hafa notfært sér það að ókeypis er í sundlaugar Kópavogs á meðan á verkfalli kennara stendur, að því er fram kemur á vef Kópavogs. Þá hafa þó nokkrir fengið sér bókasafnsskírteini á Bókasafni Kópavogs sem einnig er ókeypis fyrir framhaldsskólanema í verkfalli.

Nemendur hafa líka nýtt sér miða og afslætti á tónleika í Salnum. Þá er, eins og alltaf, ókeypis fyrir framhaldskólanema í Gerðarsafn en sýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands lauk síðustu helgi. Næsta sýning verður opnuð 12. apríl, það er útskriftarsýning meistaranema í myndlist og hönnun við LHÍ. Ókeypis verður inn á þá sýningu.

Bæjarráð Kópavogs samþykkti 20. febrúar að nemendur framhaldsskóla fengju frítt í sund, ókeypis bókasafnsskírteini og afslátt á tiltekna tónleika. Bæjarráð hvatti auk þess nemendur til þess að nýta sér ókeypis aðgang að Gerðarsafni og að öðrum söfnum í Kópavogi.

Með framtakinu vill Kópavogsbær kynna ungu fólki listir, menningu, og aðra þá afþreyingu sem í boði er í Kópavogi en um leið stuðla að fræðslu og virkni framhaldsskólanema á meðan á verkfalli stendur, að því er kemur fram á vef bæjarins.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér