Framhaldsskólanemar fjölmenna í sund

Framhaldsskólanemar í kennaraverkfalli fjölmenna í sund sem aldrei fyrr.
Framhaldsskólanemar í kennaraverkfalli fjölmenna í sund sem aldrei fyrr.

Á fjórða hundrað framhaldsskólanema hafa notfært sér það að ókeypis er í sundlaugar Kópavogs á meðan á verkfalli kennara stendur, að því er fram kemur á vef Kópavogs. Þá hafa þó nokkrir fengið sér bókasafnsskírteini á Bókasafni Kópavogs sem einnig er ókeypis fyrir framhaldsskólanema í verkfalli.

Nemendur hafa líka nýtt sér miða og afslætti á tónleika í Salnum. Þá er, eins og alltaf, ókeypis fyrir framhaldskólanema í Gerðarsafn en sýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands lauk síðustu helgi. Næsta sýning verður opnuð 12. apríl, það er útskriftarsýning meistaranema í myndlist og hönnun við LHÍ. Ókeypis verður inn á þá sýningu.

Bæjarráð Kópavogs samþykkti 20. febrúar að nemendur framhaldsskóla fengju frítt í sund, ókeypis bókasafnsskírteini og afslátt á tiltekna tónleika. Bæjarráð hvatti auk þess nemendur til þess að nýta sér ókeypis aðgang að Gerðarsafni og að öðrum söfnum í Kópavogi.

Með framtakinu vill Kópavogsbær kynna ungu fólki listir, menningu, og aðra þá afþreyingu sem í boði er í Kópavogi en um leið stuðla að fræðslu og virkni framhaldsskólanema á meðan á verkfalli stendur, að því er kemur fram á vef bæjarins.

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

Bjorn Thoroddsen
Pétur Hrafn Sigurðsson
vatn
Salalaug_vefur
Gengið gegn einelti
alfurinn
Söluturninn á Kársnesi
sund
v2video