Framhaldsskólanemar fjölmenna í sund

Framhaldsskólanemar í kennaraverkfalli fjölmenna í sund sem aldrei fyrr.
Framhaldsskólanemar í kennaraverkfalli fjölmenna í sund sem aldrei fyrr.
Framhaldsskólanemar í kennaraverkfalli fjölmenna í sund sem aldrei fyrr.

Á fjórða hundrað framhaldsskólanema hafa notfært sér það að ókeypis er í sundlaugar Kópavogs á meðan á verkfalli kennara stendur, að því er fram kemur á vef Kópavogs. Þá hafa þó nokkrir fengið sér bókasafnsskírteini á Bókasafni Kópavogs sem einnig er ókeypis fyrir framhaldsskólanema í verkfalli.

Nemendur hafa líka nýtt sér miða og afslætti á tónleika í Salnum. Þá er, eins og alltaf, ókeypis fyrir framhaldskólanema í Gerðarsafn en sýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands lauk síðustu helgi. Næsta sýning verður opnuð 12. apríl, það er útskriftarsýning meistaranema í myndlist og hönnun við LHÍ. Ókeypis verður inn á þá sýningu.

Bæjarráð Kópavogs samþykkti 20. febrúar að nemendur framhaldsskóla fengju frítt í sund, ókeypis bókasafnsskírteini og afslátt á tiltekna tónleika. Bæjarráð hvatti auk þess nemendur til þess að nýta sér ókeypis aðgang að Gerðarsafni og að öðrum söfnum í Kópavogi.

Með framtakinu vill Kópavogsbær kynna ungu fólki listir, menningu, og aðra þá afþreyingu sem í boði er í Kópavogi en um leið stuðla að fræðslu og virkni framhaldsskólanema á meðan á verkfalli stendur, að því er kemur fram á vef bæjarins.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,