Framhaldsskólanemar fjölmenna í sund

Framhaldsskólanemar í kennaraverkfalli fjölmenna í sund sem aldrei fyrr.
Framhaldsskólanemar í kennaraverkfalli fjölmenna í sund sem aldrei fyrr.

Á fjórða hundrað framhaldsskólanema hafa notfært sér það að ókeypis er í sundlaugar Kópavogs á meðan á verkfalli kennara stendur, að því er fram kemur á vef Kópavogs. Þá hafa þó nokkrir fengið sér bókasafnsskírteini á Bókasafni Kópavogs sem einnig er ókeypis fyrir framhaldsskólanema í verkfalli.

Nemendur hafa líka nýtt sér miða og afslætti á tónleika í Salnum. Þá er, eins og alltaf, ókeypis fyrir framhaldskólanema í Gerðarsafn en sýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands lauk síðustu helgi. Næsta sýning verður opnuð 12. apríl, það er útskriftarsýning meistaranema í myndlist og hönnun við LHÍ. Ókeypis verður inn á þá sýningu.

Bæjarráð Kópavogs samþykkti 20. febrúar að nemendur framhaldsskóla fengju frítt í sund, ókeypis bókasafnsskírteini og afslátt á tiltekna tónleika. Bæjarráð hvatti auk þess nemendur til þess að nýta sér ókeypis aðgang að Gerðarsafni og að öðrum söfnum í Kópavogi.

Með framtakinu vill Kópavogsbær kynna ungu fólki listir, menningu, og aðra þá afþreyingu sem í boði er í Kópavogi en um leið stuðla að fræðslu og virkni framhaldsskólanema á meðan á verkfalli stendur, að því er kemur fram á vef bæjarins.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn