Framkvæmdaráð sækir um frestun á framkvæmd útboðs líkamsræktarstöðva í sundlaugum Kópavogs

Samningur bæjarins við Gym heilsu rennur út í mars 2015.  Frestun á framkvæmd útboðsins mun því væntanlega tryggja Gym heilsu afkomu í lengri tíma.
Samningur bæjarins við Gym heilsu rennur út í mars 2015. Frestun á framkvæmd útboðsins mun því væntanlega tryggja Gym heilsu afkomu í lengri tíma.

Framkvæmdaráð Kópavogsbæjar samþykkti á fundi sínum í morgun að fara þess á leit við samkeppnisyfirvöld að framkvæmd útboðs á líkamsræktaraðstöðu í sundlaugum í  Kópavogi yrði frestað um ótilgreindan tíma, samkvæmt heimildum Kópavogsfrétta.

Tvisvar sinnum hefur verið farið í útboð vegna líkamsræktaraðstöðu í sundlaugum Kópavogs án niðurstöðu. Framkvæmdaráð sækir um þessa frestun nú þar sem bærinn „hafi ekki markað sér stefnu í lýðheilsumálum,“ eins og það er orðað, að því er heimildir Kópavogsfrétta herma.

Samningur bæjarins við Gym heilsu rennur út í mars 2015.  Frestun á framkvæmd útboðsins mun því væntanlega tryggja Gym heilsu afkomu í lengri tíma.

Undirskriftarsöfnun gegn breyttu rekstrarfyrirkomulagi líkamsræktarstöðvana fór í gang í bænum þegar kvisaðist út að World Class hefði boðið betur en Gym heilsa í útboðinu. Á morgun klukkan 10:30 verða þrjú þúsund undirskriftir bæjarbúa afhentar bæjarstjóra, Ármanni Kr. Ólafssyni, fyrir utan bæjarskrifstofurnar að Fannborg.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn