Framkvæmdaráð sækir um frestun á framkvæmd útboðs líkamsræktarstöðva í sundlaugum Kópavogs

Samningur bæjarins við Gym heilsu rennur út í mars 2015.  Frestun á framkvæmd útboðsins mun því væntanlega tryggja Gym heilsu afkomu í lengri tíma.
Samningur bæjarins við Gym heilsu rennur út í mars 2015. Frestun á framkvæmd útboðsins mun því væntanlega tryggja Gym heilsu afkomu í lengri tíma.

Framkvæmdaráð Kópavogsbæjar samþykkti á fundi sínum í morgun að fara þess á leit við samkeppnisyfirvöld að framkvæmd útboðs á líkamsræktaraðstöðu í sundlaugum í  Kópavogi yrði frestað um ótilgreindan tíma, samkvæmt heimildum Kópavogsfrétta.

Tvisvar sinnum hefur verið farið í útboð vegna líkamsræktaraðstöðu í sundlaugum Kópavogs án niðurstöðu. Framkvæmdaráð sækir um þessa frestun nú þar sem bærinn „hafi ekki markað sér stefnu í lýðheilsumálum,“ eins og það er orðað, að því er heimildir Kópavogsfrétta herma.

Samningur bæjarins við Gym heilsu rennur út í mars 2015.  Frestun á framkvæmd útboðsins mun því væntanlega tryggja Gym heilsu afkomu í lengri tíma.

Undirskriftarsöfnun gegn breyttu rekstrarfyrirkomulagi líkamsræktarstöðvana fór í gang í bænum þegar kvisaðist út að World Class hefði boðið betur en Gym heilsa í útboðinu. Á morgun klukkan 10:30 verða þrjú þúsund undirskriftir bæjarbúa afhentar bæjarstjóra, Ármanni Kr. Ólafssyni, fyrir utan bæjarskrifstofurnar að Fannborg.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér