Framkvæmdaráð sækir um frestun á framkvæmd útboðs líkamsræktarstöðva í sundlaugum Kópavogs

Samningur bæjarins við Gym heilsu rennur út í mars 2015. Frestun á framkvæmd útboðsins mun því væntanlega tryggja Gym heilsu afkomu í lengri tíma.
Samningur bæjarins við Gym heilsu rennur út í mars 2015.  Frestun á framkvæmd útboðsins mun því væntanlega tryggja Gym heilsu afkomu í lengri tíma.
Samningur bæjarins við Gym heilsu rennur út í mars 2015. Frestun á framkvæmd útboðsins mun því væntanlega tryggja Gym heilsu afkomu í lengri tíma.

Framkvæmdaráð Kópavogsbæjar samþykkti á fundi sínum í morgun að fara þess á leit við samkeppnisyfirvöld að framkvæmd útboðs á líkamsræktaraðstöðu í sundlaugum í  Kópavogi yrði frestað um ótilgreindan tíma, samkvæmt heimildum Kópavogsfrétta.

Tvisvar sinnum hefur verið farið í útboð vegna líkamsræktaraðstöðu í sundlaugum Kópavogs án niðurstöðu. Framkvæmdaráð sækir um þessa frestun nú þar sem bærinn „hafi ekki markað sér stefnu í lýðheilsumálum,“ eins og það er orðað, að því er heimildir Kópavogsfrétta herma.

Samningur bæjarins við Gym heilsu rennur út í mars 2015.  Frestun á framkvæmd útboðsins mun því væntanlega tryggja Gym heilsu afkomu í lengri tíma.

Undirskriftarsöfnun gegn breyttu rekstrarfyrirkomulagi líkamsræktarstöðvana fór í gang í bænum þegar kvisaðist út að World Class hefði boðið betur en Gym heilsa í útboðinu. Á morgun klukkan 10:30 verða þrjú þúsund undirskriftir bæjarbúa afhentar bæjarstjóra, Ármanni Kr. Ólafssyni, fyrir utan bæjarskrifstofurnar að Fannborg.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar