Framkvæmdir hafnar við fyrsta áfanga 201 Smára

Theodóra S. Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, Ingvi Jónasson, framkvæmdastjóri Klasa, og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, tóku fyrstu skóflustunguna að 201 Smára.

Fyrsta skóflustunga í verkefninu 201 Smára var tekin á dögunum. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, og Theodóra S. Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, ásamt Ingva Jónassyni, framkvæmdastjóra Klasa tóku fyrstu skóflustunguna að fyrsta áfanga uppbyggingarinnar. Um er að ræða fyrsta áfanga 620 íbúða byggðar sem mun rísa í Smáranum, sunnan Smáralindar. Byggðin hefur fengið nafnið 201 Smári. Í fyrsta áfanga verða byggðar 57 íbúðir sem eru 2ja til 4ra herbergja. Aðalhönnuður er Arkís og samið hefur verið við ÍAV um verktöku. Miðað er við að framkvæmdum við þennan áfanga ljúki í árslok 2018 en að hafist verði handa við næsta áfanga verkefnis strax næsta haust.

„Nú er að hefjast nýr kafli í uppbyggingu á Smáralindarsvæðinu sem er einkar ánægjulegt. Væntanlegir íbúar munu njóta þess að búa á frábærum stað miðsvæðis í hverfi þar sem öll þjónusta er til staðar, skólar og verslun,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.

„Við erum afar ánægð að hefja nú framkvæmdir við þetta spennandi og glæsilega hverfi. Hugmyndafræðin að baki 201 Smára byggir á nútímalegri nálgun skipulags, uppbyggingar og hönnunar sem ekki hefur verið boðið upp á áður hér á landi. Almenningi hefur m.a. gefist tækifæri á að hafa áhrif á hönnun og útfærslu hverfisins með aðstoð gagnvirks vefsvæðis og var þátttaka mjög mikil,“ segir Ingvi Jónasson, framkvæmdastjóri Klasa.

Einnig gafst íbúum kostur á að taka þátt í nafnasamkeppni um heiti gatna og torgs á svæðinu. Niðurstaðan þar verður kynnt á næstu vikum og þá verða veitt verðlaun bæði í samkeppni um heiti gatna og dregið úr heppnum einstaklingi sem hlýtur verðlaun fyrir að hafa tekið þátt í leik á 201.is.

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á