• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Framsæknar tillögur í hugmyndasamkeppni um Kársnes

Framsæknar tillögur í hugmyndasamkeppni um Kársnes
ritstjorn
03/02/2016

Sundlaug og sjósundsaðstaða í Fossvoginum miðjum, flotbrú milli sveitarfélaga, söfn, yfirbyggður almenningsgarður og lífleg blöndun byggðar eru meðal þess sem lagt er til í tillögum í alþjóðlegri hugmyndasamkeppni um Kársnes, „Kársnes – sjálfbær líftaug.“

Kópavogsbær var valinn til þátttöku í keppninni Nordic Built Cities Challenge á síðasta ári. Keppninni var hleypt af stokkunum síðastliðið haust og hafa fjórar tillögur verið valdar til áframhaldandi þátttöku í keppninni. Auk Kársness í Kópavogi voru fimm önnur þéttbýlissvæði á Norðurlöndum valin til þátttöku í Nordic Built Cities Challenge. Samkeppnin hefur það sem meginmarkmið að efla nýsköpun og samkeppnishæfni Norðurlandanna á sviði sjálfbærni í byggðu umhverfi.

 Tillögurnar fjórar, Sólborg, Spot on, Evolve Kársnes og Harbouring life, eiga það sammerkt að vilja efla samfélagið á Kársnesi, nýta einstaka staðsetningu þess og mögulegar tengingar við Vatnsmýrina í Reykjavík, styrkja útivistarsvæði og koma með umhverfisvænar lausnir í mannvistar- og samgöngumálum.

Proposals-5

„Það er mjög spennandi að þátttakan í þessari keppni hafi skilað svona áhugaverðum og framsæknum tillögum. Mikil gerjun er í skipulagsmálum Kársness og í undirbúningi vinna við gerð deiliskipulags fyrir hafnarsvæðið og næsta nágrenni þess. Stefnt er að því að niðurstaða úr Kársnesskeppninni verði innlegg í þá vinnu,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri.

Auk Kársness voru valin til þátttöku í Nordic Built Cities Challenge: Sege Park í Malmö, Tryggve Lies Plass í Osló, Hans Tavsens Park og Korsgade í Kaupmannahöfn, Runavík í Færeyjum og Kera iðnaðarhverfið í Espoo í Finnlandi. Áskoranir á svæðunum eru af ýmsum toga, frá aðlögun að loftslagsbreytingum til vistvænna samgangna og endurnýtingar efnis úr bæjarrýminu, en eiga það sameiginlegt að vera mikilvægar  á Norðurlöndunum og á heimsvísu.

Þór Sigfússon, formaður dómnefndar.

Þór Sigfússon, formaður dómnefndar.

Skipuð var dómnefnd á hverjum stað. Íslensku dómnefndina skipa Guðný Björk Eydal, Hrafnkell Proppé, Karl Benediktsson, Þór Sigfússon og Þóra Kjarval. Alls bárust 19 tillögur í samkeppnina um Kársnes. Tillögurnar eru undir nafnleynd sem ekki verður aflétt fyrr en að lokinni keppni síðar á þessu ári. Kópavogsbær sér um framkvæmd fyrri hluta keppninnar og mun hin íslenska dómnefnd velja eina tillögu sem send verður í lokahluta keppninnar. Í honum etja kappi sigurtillögur frá hverju hinna Norðurlandanna. Þess má geta að af hálfu Nordic Built Cities er lögð áhersla á að hugmyndir í keppninni leiði til nýjunga í vöru eða þjónustu sem mætti mögulega nota til útflutnings frá Norðurlöndunum og að þær verði raungerðar innan fárra ára.

Nánari upplýsingar á vefsíðu Kópvogs www.kopavogur.is/nbcc

Upplýsingar um Nordic Built Cities Challenge:

http://nordicbuiltcities.org/thechallenge/

Efnisorðefst á baugihönnunkársnesskipulag
Fréttir
03/02/2016
ritstjorn

Efnisorðefst á baugihönnunkársnesskipulag

Meira

  • Lesa meira
    Ný sundlaug í Fossvogsdal

    Dagur B. Eggertsson borgastjóri Reykjavíkur og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, leggja til að samþykkt verði að...

    ritstjorn 11/03/2021
  • Lesa meira
    Nýsköpunarsetur í Kópavogi fær nafnið SKÓP

    Markaðsstofa Kópavogs opnar á næstu dögum nýsköpunarsetur í Kópavogi í samstarfi við Kópavogsbæ og atvinnulífið í bænum,...

    ritstjorn 10/03/2021
  • Lesa meira
    Álmu í Álfhólsskóla, Hjalla, lokað vegna myglu

    Einni álmu Álfhólsskóla var lokað frá og með fimmtudeginum 4.mars s.l vegna myglu sem greindist í þaki...

    ritstjorn 10/03/2021
  • Lesa meira
    Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

    Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Tendrað á jólastjörnu

    Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatorgi á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember s.l. Tendrað var á jólatré...

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Miðbær Kópavogs tekur stakkaskiptum

    550 íbúðir verða á Hamraborgarsvæðinu samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi sem samþykkt hafa verið...

    ritstjorn 02/12/2020
  • Lesa meira
    64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi

    Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi var samþykktur í Bæjarstjórn Kópavogs þann 24. nóvember s.l,...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Geðræktarhús í Kópavogi

    Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, 10. október s.l, kynnti Kópavogsbær að Hressingarhælið í Kópavogi verði nýtt í...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Leiðarljós að viðhalda óskertu skólastarfi

    Áhrif Covid á leik- og grunnskóla í Kópavogi í haust eru af ýmsum toga. Áhersla er lögð...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær í samstarf við íþróttafélög um námskeið fyrir eldri borgara

    Nýju verkefni, Virkni og vellíðan, verður hleypt formlega af stokkunum á morgun, 1.október, en það er hluti...

    ritstjorn 30/09/2020
  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Birkifræjum sáð í landi Kópavogs

    Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16....

    ritstjorn 24/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Ný sundlaug í Fossvogsdal
    Fréttir11/03/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • Vortónleikar Skólahljómsveitar Kópavogs
    Mannlíf05/04/2021
  • Bæjarfulltrúar uppi á borðum
    Aðsent10/03/2021
  • Pétur Örn tekur við af Sigurjóni sem formaður HK
    Íþróttir05/04/2021
  • Bjart fram undan, hefjum störf
    Aðsent05/04/2021
  • Sundlaug óskast… í Reykjavík
    Aðsent05/04/2021
  • Lækningajurtir, matjurtir og myglusveppir
    Mannlíf05/04/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Pétur Örn tekur við af Sigurjóni sem formaður HK
    Íþróttir05/04/2021
  • Bjart fram undan, hefjum störf
    Aðsent05/04/2021
  • Sundlaug óskast… í Reykjavík
    Aðsent05/04/2021
  • Lækningajurtir, matjurtir og myglusveppir
    Mannlíf05/04/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.