Framsókn stillir upp lista: Formenn allra framsóknarfélaga í Kópavogi sækjast eftir forystusæti

Formenn þriggja framsóknarfélaga í Kópavogi ætla allir að bjóða sig fram í efsta sæti lista Framsflokksins í næstu sveitarstjórnarkosningum. Þetta eru þau Sigurjón Jónsson, formaður ungra framsóknarmanna í Kópavogi, Una María Óskarsdóttir, formaður Freyju – félags framsóknarkvenna, og Kristinn Dagur Gissurarson, formaður Framsóknarfélags Kópavogs.

Eins og kunnugt er ætlar Ómar Stefánsson, sem leitt hefur listann, að taka sér hlé frá stjórnmálum til 2018 og gefur því ekki kost á sér.

framsókn

Á fundi Framsóknarflokksins i Kópavogi í gær var ákveðið hvernig ætti að stilla upp á lista í vor. Ákveðið var, með miklum meirihluta, að hverfa frá prófkjöri en nota þess í stað uppstillingu.

Þetta verður gert með þeim hætti að stjórnir framsóknarfélagana munu eiga tvo fulltrúa hver í sex manna uppstillinganefnd.

Einar Kristján Jónsson, fyrrverandi formaður fulltrúarráðs Framsóknarflokksins í Kópavogi, tekur stöðu á Facebook og segir að fundurinn í gær hafi verið einn sá vitlausasti sem hann hafi setið.

„Var í kvöld á einum vitlausasta fundi sem ég hef sótt um ævina. Það var fundur hjá Fulltrúaráði framsóknarfélaganna í Kópavogi. Á þennan fund voru mættir formenn félaganna í Kópavogi og vinir þeirra. (Þeir sitja í stjórn ráðsins) Þar var samþykkt tillaga stjórnar að hafa uppstillingu á lista flokksins í vor. Á þessum fundi gáfu þessir formenn kost á sér í forystusætið fyrir flokkinn. Jafnframt var ákveðið að félögin tilnefndu fulltrúa í uppstillinganefnd. Lýðræði?“

Einar bætir svo þessu við á Facebook:

„Sérstaklega að sömu aðilar velja fulltrúa í fulltrúaráðið, leggja fram tillögu um uppstillingu, skipa uppstillinganefnd og gefa svo kost á sér í framboð. Sitja allan hringinn við borðið.“

Alexander Arnarson, sem situr í stjórn Framsóknarfélags Kópavogs lagði fram tillögu um prófkjör sem var felld á fundinum.  „Mikill meirihluti fundarmanna vildi uppstillinganefnd og því var mín tillaga felld.“  Aðspurður um orð Einars Kristjáns segir hann að allir formenn framsóknarfélaganna í Kópavogi þurfi að sjálfsöðu að víkja úr stjórnum félaganna á meðan þau gefa kost á sér í efsta sætið. Það sé þó eðlilegt að spurningar vakni.  „Ég skora á frambærilega Framsóknarmenn í Kópavogi að gefa kost á sér til forystu,” segir Alexander Arnarson, sem situr í stjórn Framsóknarfélags Kópavogs.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

untitled (82 of 103)
Asdis-1
Karlakor
Efstu-3
Kveko_Perlurogpilsaþytur_2014_3
GKG
Ashildur Bragadóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs.
radgjof
kirkjanposter_05-002