Framsóknarmenn undrast vinnubrögð Sjálfstæðismanna. Voru með handsalað loforð um viðræður.

Handsalað loforð var á milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um að hefja meirihlutaviðræður, samkvæmt heimildum Kópavogsfrétta.
Handsalað loforð var á milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um að hefja meirihlutaviðræður, samkvæmt heimildum Kópavogsfrétta.

Framsóknarmenn í Kópavogi undrast framvindu mála hjá Sjálfstæðisflokknum varðandi meirihlutamyndun í bæjarstjórn. Nú hefur það verið að staðfest að Sjálfstæðisflokkur og Björt framtíð ætla að setjast niður og hefja málefnavinnu um myndun nýs meirihluta.

Það kemur framsóknarmönnum í opna skjöldu, sem Kópavogsfréttir hefur rætt við í dag, því þeir töldu loforð vera í gildi á milli oddvita Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þeirra Ármanns Kr. Ólafssonar og Birkis Jóns Jónssonar. Þeir höfðu handsalað að þessir tveir flokkar myndu fyrst byrja að tala saman um myndun meirihluta, ef atkvæðin myndu raðast þannig að þeir yrðu í aðstöðu til að mynda meirihluta. Þær viðræður fóru hins vegar aldrei í gang og telja framsóknarmenn í Kópavogi sig nú svikna.

Flokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, hafa um áratugaskeið farið með völdin í Kópavogi og störfuðu saman í síðasta meirihluta.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér