Framsóknarmenn undrast vinnubrögð Sjálfstæðismanna. Voru með handsalað loforð um viðræður.

Handsalað loforð var á milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um að hefja meirihlutaviðræður, samkvæmt heimildum Kópavogsfrétta.
Handsalað loforð var á milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um að hefja meirihlutaviðræður, samkvæmt heimildum Kópavogsfrétta.

Framsóknarmenn í Kópavogi undrast framvindu mála hjá Sjálfstæðisflokknum varðandi meirihlutamyndun í bæjarstjórn. Nú hefur það verið að staðfest að Sjálfstæðisflokkur og Björt framtíð ætla að setjast niður og hefja málefnavinnu um myndun nýs meirihluta.

Það kemur framsóknarmönnum í opna skjöldu, sem Kópavogsfréttir hefur rætt við í dag, því þeir töldu loforð vera í gildi á milli oddvita Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þeirra Ármanns Kr. Ólafssonar og Birkis Jóns Jónssonar. Þeir höfðu handsalað að þessir tveir flokkar myndu fyrst byrja að tala saman um myndun meirihluta, ef atkvæðin myndu raðast þannig að þeir yrðu í aðstöðu til að mynda meirihluta. Þær viðræður fóru hins vegar aldrei í gang og telja framsóknarmenn í Kópavogi sig nú svikna.

Flokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, hafa um áratugaskeið farið með völdin í Kópavogi og störfuðu saman í síðasta meirihluta.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

lk_newlogolarge
Kopavogsbladid_060923
Ása Richards
Plokkað í Kópavogi
Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi
B-6-eftir-PK-arkitektar
Andrés Pétursson
Aino Freyja Jarvela, forstöðumaður Salarins. Ljósmynd: Geir Ólafsson.
Spjaldtölvur_harpa1