Framsóknarmenn undrast vinnubrögð Sjálfstæðismanna. Voru með handsalað loforð um viðræður.

Handsalað loforð var á milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um að hefja meirihlutaviðræður, samkvæmt heimildum Kópavogsfrétta.
Handsalað loforð var á milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um að hefja meirihlutaviðræður, samkvæmt heimildum Kópavogsfrétta.

Framsóknarmenn í Kópavogi undrast framvindu mála hjá Sjálfstæðisflokknum varðandi meirihlutamyndun í bæjarstjórn. Nú hefur það verið að staðfest að Sjálfstæðisflokkur og Björt framtíð ætla að setjast niður og hefja málefnavinnu um myndun nýs meirihluta.

Það kemur framsóknarmönnum í opna skjöldu, sem Kópavogsfréttir hefur rætt við í dag, því þeir töldu loforð vera í gildi á milli oddvita Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þeirra Ármanns Kr. Ólafssonar og Birkis Jóns Jónssonar. Þeir höfðu handsalað að þessir tveir flokkar myndu fyrst byrja að tala saman um myndun meirihluta, ef atkvæðin myndu raðast þannig að þeir yrðu í aðstöðu til að mynda meirihluta. Þær viðræður fóru hins vegar aldrei í gang og telja framsóknarmenn í Kópavogi sig nú svikna.

Flokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, hafa um áratugaskeið farið með völdin í Kópavogi og störfuðu saman í síðasta meirihluta.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn