Framtíð skipulags

Pétur Ólafsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Pétur Ólafsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Undanfarin misseri hefur talsvert verið ritað um framtíð höfuðborgarsvæðisins. Mikið af góðum hugmyndum um bættar samgöngur, stórfellda þéttingu byggðar og aukna áhersla á samstarf sveitarfélaga hafa komið fram víðsvegar að úr samfélaginu.

Það eru stóru línurnar í framtíðarskipulagi höfuðborgarinnar sem nú telur um 200.000 manns eða tæpan þriðjung allra íbúa landsins. Það er afar mikilvægt að samstaða náist um framtíðarskipulag höfuðborgarsvæðisins. Það eru hinsvegar minni mál sem skipta oft meira máli fyrir íbúa svæðisins.

Að búa til hverfi og staði
Allstaðar í heiminum eru yfirvöld að reyna að ná utan skipulagningu svæða þar sem almenningur getur notað. Markaðir, miðbæir, torg, kampusar, verslunargötur og almenningsíþróttavellir eru aðeins brot af því verkefni. Hvort sem það er í Alexandríu, Glasgow, Helsinki, Síberíu eða San Antonio er grasrót þessara borga og bæja að vinna með yfirvöldum að skipulagningu. Með gamla laginu komu skipanir frá skipulagsdeildum um að hér skyldi vera torg og að hér skyldi vera markaður eða listamannahverfi. Með því móti sköpuðust deilur milli íbúa og yfirvalda enda vill fólk helst ekki láta segja sér hverskonar manneskjur búi á hverskonar stöðum.

Gallaðar aðferðir
Á fyrstu tíu árum aldarinnar í Kópavogi voru oft háðar miklar orrustur um skipulagningu hverfa. Stjórnmálamenn mættu íbúum af hörku og svo þegar nær dró kosningum var einhverskonar málamiðlun náð. Þótt stríðsátök fortíðar virðast sem betur fer í lágmarki þá ríkir aðferð málamiðlana enn þann dag í dag sem er í raun litlu skárri. Alltaf er verið að reyna að ná einhverskonar mætumst-á-miðri-leið lausn þannig að hvorugur aðili hámarkar sig. Það er á þeim forsendum sem ný aðferðafræði við skipulagningu almannarýmis er að verða til þar sem grasrót og bæjaryfirvöld vinna saman frá byrjun að skipulagningu nærumhverfisins.

Hlíðargarður og Stúdentagarður
Nú þegar eru nokkur svæði í bænum sem hentugt væri að fá grasrót að borðinu. Nónhæðin hefur verið bitbein lengi vel og togast þar á nokkur sjónarmið, meðal annars um byggð, litla byggð eða alls enga byggð. Kársnesið er annar staður þar sem bæjaryfirvöld hafa yfirleitt talað fyrir meiri uppbyggingu og íbúar Kársness, minni umferð. Enn eitt dæmið og e.t.v. minna eru nýstofnuð hollvinasamtök Hlíðargarðs sem er lítill almenningsgarður í Hvömmunum. Þarna eru þrjú dauðafæri sem koma til hugar þar sem hagsmunir bæjaryfirvalda liggja beinlínis í nánu samstarfi við íbúa í bænum.

Saman en ekki í sitthvoru lagi
Fyrri tvö dæmin eru vissulega stærri en að mínu mati á ekkert svæði að vera of lítið til að ekki sé hægt að fá góða hugmynd fyrir það. Allt frá því að planta berjatrjám í Hlíðargarði með uppskeruhátíð í lok sumars í það að skipuleggja stúdentagarða á Kársnesi með tengingu við háskólasamfélagið í Reykjavík. Ekkert er of lítið og ekkert er of stórt. Allar góðar hugmyndir verða að fá meðferð inn í bæjarkerfinu þar sem hugarfarsbreyting til hugmynda verður að eiga sér stað.

Nærumhverfið mikilvægast
Auðvitað verða íbúar að fá að taka þátt í samfélaginu á sínum forsendum og stór hluti þeirra einfaldlega vill taka þátt og að hlustað sé á þá. Það er mikil orkusóun að láta skattgreiðandi íbúa djöflast í skipulagshugmyndum ef þær eru ekki einu sinni skoðaðar. Heimabærinn er okkur öllum mikilvægur. Hvers vegna er ekki reynt að horfa til framtíðarinnar saman – frekar en með hefðbundnum, gamaldags tregðulögmálum stjórnmála og grasrótar?

-Pétur Ólafsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn