Annar flokkur kvenna hjá Breiðablik tók við Íslandsmeistarabikarnum á mánudagskvöld þegar liðið lagði ÍA að velli 5-0 á blautum Versalavelli. Stúlkurnar töpuðu aðeins þremur stigum í sumar og kláruðu mótið með tíu stiga forskoti á næsta lið. Í fjórtán leikjum skoruðu þær 62 mörk og fengu aðeins 13 mörk á sig. Ragnheiður Erla Garðarsdóttir skoraði fyrsta mark Blika í leiknum og Aldís Kara Lúðvíksdóttir bætti öðru marki við fyrir leikhlé. Í seinni hálfleik setti Elena Brynjarsdóttir tvennu og Ingibjörg Sigurðardóttir setti punktinn yfir i-ið með glæsilegu marki eftir hornspyrnu. Esther Rós Arnarsdóttir varð markahæst í A deild Íslandsmótsins í öðrum flokki með 17 mörk. .
Þriðji flokkur kvenna gefur öðrum flokknum hjá Breiðablik ekkert eftir hvað yfirburði á knattspyrnuvellinum varðar. Stelpurnar urðu bikarmeistarar með 5 – 0 sigri á Fjölni á Kópavogsvelli síðastliðinn laugardag. Yfirburðir Blikastúlkna voru þó nokkrir og staðan í hálfliek var 3-0. Framherjinn Arna Dís Arnþórsdóttir skoraði mark í sitt hvorum hálfleik og kantmennirnir Elena Brynjarsdóttir og Agla María Albertsdóttir komust einnig á blað með glæsilegum langskotum. Fjórða mark Blika var sjálfsmark Fjölnisstúlkna eftir aukaspyrnu. Blikar urðu þar með bikarmeistarar þriðja árið í röð og keppa í undanúrslitum á Íslandsmótinu á fimmtudag.
Framtíðin er greinilega mjög björt hjá Breiðablik í kvennaknattspyrnunni því margar af þessum stelpum eru eflaust farnar að knýja á dyr meistaraflokksins.
Myndirnar frá sigurleikjum stelpnanna úr öðrum og þriðja flokkum eru fengnar frá breidablik.is en þar má líka sjá fleiri myndir: