Framtíðin björt hjá Blikastúlkum í knattspyrnu. Annar flokkur Íslandsmeistari og þriðji flokkur Bikarmeistari.

Annar flokkur kvenna hjá Breiðablik tók við Íslandsmeistarabikarnum á mánudagskvöld þegar liðið lagði ÍA að velli 5-0 á blautum Versalavelli. Stúlkurnar töpuðu aðeins þremur stigum í sumar og kláruðu mótið með tíu stiga forskoti á næsta lið. Í fjórtán leikjum skoruðu þær 62 mörk og fengu aðeins 13 mörk á sig. Ragnheiður Erla Garðarsdóttir skoraði fyrsta mark Blika í leiknum og Aldís Kara Lúðvíksdóttir bætti öðru marki við fyrir leikhlé. Í seinni hálfleik setti Elena Brynjarsdóttir tvennu og Ingibjörg Sigurðardóttir setti punktinn yfir i-ið með glæsilegu marki eftir hornspyrnu. Esther Rós Arnarsdóttir varð markahæst í A deild Íslandsmótsins í öðrum flokki með 17 mörk. .

Steinunn Sigurjónsdóttir fyrirliði veitti bikarnum móttöku í úrhellisrigningu.
Steinunn Sigurjónsdóttir fyrirliði veitti bikarnum móttöku í úrhellisrigningu.

Þriðji flokkur kvenna gefur öðrum flokknum hjá Breiðablik ekkert eftir hvað yfirburði á knattspyrnuvellinum varðar. Stelpurnar urðu bikarmeistarar með 5 – 0 sigri á Fjölni á Kópavogsvelli síðastliðinn laugardag. Yfirburðir Blikastúlkna voru þó nokkrir og staðan í hálfliek var 3-0. Framherjinn Arna Dís Arnþórsdóttir skoraði mark í sitt hvorum hálfleik og kantmennirnir Elena Brynjarsdóttir og Agla María Albertsdóttir komust einnig á blað með glæsilegum langskotum. Fjórða mark Blika var sjálfsmark Fjölnisstúlkna eftir aukaspyrnu. Blikar urðu þar með bikarmeistarar þriðja árið í röð og keppa í undanúrslitum á Íslandsmótinu á fimmtudag.

Boltinn á leið í sammarrann í sigri blikastelpna í bikarúrslitaleik gegn Fjölni í þriðja flokki.
Boltinn á leið í sammarrann í sigri Blikastelpna í bikarúrslitaleik gegn Fjölni í þriðja flokki.

 

Þjálfarar stelpnanna, bæði í þriðja og öðrum flokkum, eru þau Theódór Sveinjónsson og Kristrún Lilja Daðadóttir.
Þjálfarar stelpnanna, bæði í þriðja og öðrum flokkum, eru þau Theódór Sveinjónsson og Kristrún Lilja Daðadóttir.

Framtíðin er greinilega mjög björt hjá Breiðablik í kvennaknattspyrnunni því margar af þessum stelpum eru eflaust farnar að knýja á dyr meistaraflokksins.

Myndirnar frá sigurleikjum stelpnanna úr öðrum og þriðja flokkum eru fengnar frá breidablik.is en þar má líka sjá fleiri myndir:

17

3. flokkur blikastúlkna fagna Bikarmeistaratitli í einni kös.
3. flokkur blikastúlkna fagna Bikarmeistaratitli í einni kös.
3jiflokkur
Bikarmeistarar í þriðja flokki kvenna í ár.

18 16 14 13 10 9 8 7 6 5 3 2

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að