Framtíðin björt hjá Blikastúlkum í knattspyrnu. Annar flokkur Íslandsmeistari og þriðji flokkur Bikarmeistari.

Annar flokkur kvenna hjá Breiðablik tók við Íslandsmeistarabikarnum á mánudagskvöld þegar liðið lagði ÍA að velli 5-0 á blautum Versalavelli. Stúlkurnar töpuðu aðeins þremur stigum í sumar og kláruðu mótið með tíu stiga forskoti á næsta lið. Í fjórtán leikjum skoruðu þær 62 mörk og fengu aðeins 13 mörk á sig. Ragnheiður Erla Garðarsdóttir skoraði fyrsta mark Blika í leiknum og Aldís Kara Lúðvíksdóttir bætti öðru marki við fyrir leikhlé. Í seinni hálfleik setti Elena Brynjarsdóttir tvennu og Ingibjörg Sigurðardóttir setti punktinn yfir i-ið með glæsilegu marki eftir hornspyrnu. Esther Rós Arnarsdóttir varð markahæst í A deild Íslandsmótsins í öðrum flokki með 17 mörk. .

Steinunn Sigurjónsdóttir fyrirliði veitti bikarnum móttöku í úrhellisrigningu.
Steinunn Sigurjónsdóttir fyrirliði veitti bikarnum móttöku í úrhellisrigningu.

Þriðji flokkur kvenna gefur öðrum flokknum hjá Breiðablik ekkert eftir hvað yfirburði á knattspyrnuvellinum varðar. Stelpurnar urðu bikarmeistarar með 5 – 0 sigri á Fjölni á Kópavogsvelli síðastliðinn laugardag. Yfirburðir Blikastúlkna voru þó nokkrir og staðan í hálfliek var 3-0. Framherjinn Arna Dís Arnþórsdóttir skoraði mark í sitt hvorum hálfleik og kantmennirnir Elena Brynjarsdóttir og Agla María Albertsdóttir komust einnig á blað með glæsilegum langskotum. Fjórða mark Blika var sjálfsmark Fjölnisstúlkna eftir aukaspyrnu. Blikar urðu þar með bikarmeistarar þriðja árið í röð og keppa í undanúrslitum á Íslandsmótinu á fimmtudag.

Boltinn á leið í sammarrann í sigri blikastelpna í bikarúrslitaleik gegn Fjölni í þriðja flokki.
Boltinn á leið í sammarrann í sigri Blikastelpna í bikarúrslitaleik gegn Fjölni í þriðja flokki.

 

Þjálfarar stelpnanna, bæði í þriðja og öðrum flokkum, eru þau Theódór Sveinjónsson og Kristrún Lilja Daðadóttir.
Þjálfarar stelpnanna, bæði í þriðja og öðrum flokkum, eru þau Theódór Sveinjónsson og Kristrún Lilja Daðadóttir.

Framtíðin er greinilega mjög björt hjá Breiðablik í kvennaknattspyrnunni því margar af þessum stelpum eru eflaust farnar að knýja á dyr meistaraflokksins.

Myndirnar frá sigurleikjum stelpnanna úr öðrum og þriðja flokkum eru fengnar frá breidablik.is en þar má líka sjá fleiri myndir:

17

3. flokkur blikastúlkna fagna Bikarmeistaratitli í einni kös.
3. flokkur blikastúlkna fagna Bikarmeistaratitli í einni kös.
3jiflokkur
Bikarmeistarar í þriðja flokki kvenna í ár.

18 16 14 13 10 9 8 7 6 5 3 2

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér