Framtíðin er í Kópavogi

Kristinn Dagur Gissurarson formaður Skipulagsnefndar skipar 4. sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hann hefur stýrt skipulagsnefnd Kópavogs frá því nýr meirihluti tók við 2012. Áður sat hann í nefndinni.
Kristinn Dagur Gissurarson formaður Skipulagsnefndar skipar 4. sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hann hefur stýrt skipulagsnefnd Kópavogs frá því nýr meirihluti tók við 2012. Áður sat hann í nefndinni.

Nýtt aðalskipulag – þróunarsvæði

Nýtt Aðalskipulag Kópavogs lítur nú dagsins ljós. Það var samþykkt af bæjarstjórn þann 26. nóvember 2013 og staðfest af Skipulagsstofnun 24. febrúar 2014.

Stefna sú sem birtist í Aðalskipulagi Kópavogs 2012 – 2024 byggir á þeirri framtíðarsýn að auka, eins og kostur er, lífsgæði íbúa í víðum skilningi án þess að ganga um of á nátturuna og nánasta umhverfi. Aðalstefið er þétting byggðar sem er ekki aðeins hagkvæm heldur bráðnauðsynleg þar sem landrými er orðið takmarkað þegar horft er til lengri framtíðar. Horft skal til þéttingar þar sem stoðkerfi er fyrir, lagnir, götur, skólar og önnur þjónusta sem bæjarbúar þarfnast. Nokkur svæði eru tilgreind í hinu nýja aðalskipulagi Kópavogs sem þróunarsvæði og er fjallað um nokkur þeirra hér neðar. Greiðar samgöngur eru lykilatriði hvort sem um er að ræða akvegi eða stígakerfi fyrir gangandi og hjólandi. Brú yfir Fossvog er komin inn á aðalskipulag og gefur færi á möguleikum á nýjungum í hönnun íbúðasvæða á Kársnesinu ásamt að tengja Kópavog við Vatnsmýrina og reyndar miðbæ Reykjavíkur þar sem íbúar geta ferðast á vistvænan hátt.

ny byggd
Myndin sýnir dæmi um viðmið fyrir nýja byggð á Kársnesi, í Glaðheimum og víðar.

Lifandi plagg
Óhjákvæmilegt er að einhverjar breytingar verði á skipulaginu á skipulagstímanum enda er framtíðin óráðin gáta þó við leitumst við að skipuleggja hana eftir því sem við best getum. Aðalskipulagið er því lifandi áætlun en ekki meitluð í stein.

Samvinna að leiðarljósi við íbúa
Við gerð aðalskipulagsins var leitast við að íbúar bæjarfélagsins gætu tekið virkan þátt, komið með hugmyndir og ábendingar. Annars vegar var það gert með stofnun hverfaráða þar sem þátttakendur voru valdir með tilviljunarkenndu úrtaki samkvæmt þjóðskrá og hins vegar með opnun sérstakrar síðu á vefsvæði bæjarins þar sem bæjarbúar gátu fylgst með gerð aðalskipulagsins, séð öll gögn er tengdust því og sent inn athugasemdir. Einnig voru haldnir sérstakir kynningarfundir þar sem íbúum gafst kostur á því að kynna sér málin og leggja orð í belg. Mikil eindrægni hefur ríkt í skipulagsnefnd við gerð þessa aðalskipulags þó skiptar skoðanir hafi eðlilega verið um einstaka þætti eða útfærslur í skipulaginu. Vil ég nota tækifærið og þakka nefndarmönnum fyrir framlag sitt, hugsun, framtíðarsýn, þekkingu og frábært samstarf. Einnig þakka ég öðrum er komið hafa að mótun skipulagsins og sérstaklega starfsmönnum Umhverfissviðs með Birgir H. Sigurðsson, skipulagsstjóra, í broddi fylkingar, fyrir þeirra framlag. Þar er ekki í kot vísað hvað varðar reynslu, þekkingu og hæfni til stórra verka. Það er trú mín og vissa að Aðalskipulag Kópavogs 2012 – 2024 muni varða leiðina til heilladrjúgrar framtíðar fyrir íbúa bæjarfélagsins.

Þróunarsvæði í Kópavogi
Kópavogur hefur vaxið mjög hratt á liðnum árum og til fróðleiks þá hefur íbúatalan tvöfaldast frá árinu 1988, úr 15.582 íbúum í 31.726 í lok árs 2013. Reiknað er með því að íbúar bæjarfélagsins verði á bilinu 37 til 40 þúsund í lok skipulagstímabilsins árið 2024 eftir því hvaða fólksfjölgunarspá er miðað við. Allmörg þróunarsvæði eru sett fram í Aðalskipulagi Kópavogs 2012 -2014. Auk þeirra sem hér er fjallað um er Auðbrekkusvæðið að Nýbýlavegi komið í hugmyndavinnslu.

Glaðheima- og Smárasvæði
Samkvæmt skipulaginu eru áætlaðar um 1000 íbúðir á öllu svæðinu. Nú þegar er búið að deiliskipuleggja um 300 íbúða byggð austast á Glaðheimasvæðinu næst Lindunum. Þar verður ein þéttasta byggð á Íslandi en um leið mjög mannlífsvæn. Á næstu tveimur myndum hér að neðan má sjá byggingarreitinn, annars vegar séð frá Bæjarlind og hins vegar frá Arnarnesvegi. Nú standa á þessu svæði Áhaldahús Kópavogs og Reiðskemma, áður í eigu Hestamannafélagsins Gusts. Dæmi um útþenslu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er að árið 1985 voru 54 íbúar á hektara en árið 2012 voru þeir 35 á hektara. Nauðsynlegt er að snúa þeirri þróun við.

2

3

Ofan við Smáralindina er fyrirhuguð 500 íbúðabyggð og þar býr sama hugsun að baki og á Glaðheimasvæðinu. Á myndinni hér að neðan má sjá hugmyndir lóðareigenda um skipulag byggðar á svæðinu. Óhætt er að segja að þessar hugmyndir lofi góðu um framhaldið og séu í samræmi við markmið skipulagsnefndar og umhverfissviðs Kópavogsbæjar.

4

Þá verða einnig kannaðir möguleikar á því að sökkva Reykjanesbrautinni til þess að svæðið geti orðið ein heild með þjónustu og afþreyingu í hæsta gæðaflokki. Í það minnsta þarf að gera ráð fyrir þeim möguleika einhvern tíma í framtíðinni. Væntingar eru til þess að í þessari byggð verði litlar sem stórar íbúðir þar sem fólk á öllum aldri, einstaklingar jafnt sem barnafólk, unir sér í góðu umhverfi. Vert er að geta þess að þjóðin er að eldast og þarf að taka mið af þvi í hönnun byggðakjarna.
Unnið er að sérstökum skipulagsskilmálum á svæðinu til að tryggja að yfirbragð byggðarinnar og umhverfi samræmist nýjum miðborgarkjarna / svæðiskjarna höfuðborgarsvæðisins.

Perlan vestast í Kópavogi

Kársnesið

Kársnesið, í kring um gömlu höfnina, er eitt þeirra svæða sem spennandi verður að þróa svo úr verði aðlaðandi byggð á frábærum stað. Þar er fyrirhugað að byggja um 550 íbúðir á næstu árum. Á myndinni hér að ofan má sjá dæmi um hugsanlegt skipulag vestast á Kársnesinu. Brúin yfir Fossvog er lykilatriði til þess að gefa okkur, íbúunum, færi á vistvænum samgönguháttum.

Hægt er að skoða Aðalskipulag Kópavogs 2012 – 2014 á vef bæjarins kopavogur.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

arnargr-104×120
2014-04-04-10.09.54-299×347
Séð yfir hluta Vatnsenda.
file-3
Heilsuskóli Tanya
Gladheimar
karen 2014 3
Jónas, tennishöllin í Kópavogii
Ólafur Þór Gunnarsson er öldrunarlæknir og skipar 2. sætið á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi.