Framúrskarandi árangur og gróska hjá DÍK

Hin árlega Lotto danskeppni fór nýlega fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Fjöldi para frá Dansíþróttafélagi Kópavogs tók þátt. Þá sýndi stór hópur barna listir sínar á gólfinu við dúndrandi lófaklapp þeirra sem í stúkunni sátu. Keppendur Dansíþróttafélags vann til fjölda verðlauna í öllum flokkum keppninnar, bæði með grunnaðferð og frjálsri. Þá unnu pör félagsins það frækilega afrek að vinna 6 af 10 mögulegum gullverðlaunum í meistaraflokkunum. Nýkrýndir norður-Evrópumeistarar; Elvar Gapunay og Sara Lind Guðnadótt-ir sigruðu í flokki Unglinga I, bæði í ballroom og suður-amerískum dönsum. Í ballroom dönsum í flokki ungmenna sigruðu Birkir Örn Karlsson og Rakel Matthíasdóttir. Í ballroom dönsum í flokki fullorðinna sigruðu Þorkell Jónsson og Denise Margrét Yaghi. Í suður-amerískum dönsum í flokki fullorðinna sigruðu Höskuldur Þór Jónsson og Margrét Hörn Jóhannsdóttir, sem eru nýkomin heim af heimsmeistaramóti ungmenna í suður-amerískum dönsum, sem fram fór í Moskvu, þar sem þau höfnuðu í 30. sæti. Þess er skemmst að minnast að Dansíþróttafélag Kópavogs vann stigakeppnina á UMSK mótinu sem fram fór fyrr í mánuðinum og því ljóst að þarna er á ferðinni framúrskarandi hópur íslenskra dansíþróttamanna. Hóp-ur sem er landi, þjóð og bæjarfélagi til sóma, hér heima sem erlendis.

UMSK03 UMSK01 UMSK07 UMSK06

 

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar