Framúrskarandi árangur og gróska hjá DÍK

Hin árlega Lotto danskeppni fór nýlega fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Fjöldi para frá Dansíþróttafélagi Kópavogs tók þátt. Þá sýndi stór hópur barna listir sínar á gólfinu við dúndrandi lófaklapp þeirra sem í stúkunni sátu. Keppendur Dansíþróttafélags vann til fjölda verðlauna í öllum flokkum keppninnar, bæði með grunnaðferð og frjálsri. Þá unnu pör félagsins það frækilega afrek að vinna 6 af 10 mögulegum gullverðlaunum í meistaraflokkunum. Nýkrýndir norður-Evrópumeistarar; Elvar Gapunay og Sara Lind Guðnadótt-ir sigruðu í flokki Unglinga I, bæði í ballroom og suður-amerískum dönsum. Í ballroom dönsum í flokki ungmenna sigruðu Birkir Örn Karlsson og Rakel Matthíasdóttir. Í ballroom dönsum í flokki fullorðinna sigruðu Þorkell Jónsson og Denise Margrét Yaghi. Í suður-amerískum dönsum í flokki fullorðinna sigruðu Höskuldur Þór Jónsson og Margrét Hörn Jóhannsdóttir, sem eru nýkomin heim af heimsmeistaramóti ungmenna í suður-amerískum dönsum, sem fram fór í Moskvu, þar sem þau höfnuðu í 30. sæti. Þess er skemmst að minnast að Dansíþróttafélag Kópavogs vann stigakeppnina á UMSK mótinu sem fram fór fyrr í mánuðinum og því ljóst að þarna er á ferðinni framúrskarandi hópur íslenskra dansíþróttamanna. Hóp-ur sem er landi, þjóð og bæjarfélagi til sóma, hér heima sem erlendis.

UMSK03 UMSK01 UMSK07 UMSK06

 

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn