Framúrskarandi árangur og gróska hjá DÍK

Hin árlega Lotto danskeppni fór nýlega fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Fjöldi para frá Dansíþróttafélagi Kópavogs tók þátt. Þá sýndi stór hópur barna listir sínar á gólfinu við dúndrandi lófaklapp þeirra sem í stúkunni sátu. Keppendur Dansíþróttafélags vann til fjölda verðlauna í öllum flokkum keppninnar, bæði með grunnaðferð og frjálsri. Þá unnu pör félagsins það frækilega afrek að vinna 6 af 10 mögulegum gullverðlaunum í meistaraflokkunum. Nýkrýndir norður-Evrópumeistarar; Elvar Gapunay og Sara Lind Guðnadótt-ir sigruðu í flokki Unglinga I, bæði í ballroom og suður-amerískum dönsum. Í ballroom dönsum í flokki ungmenna sigruðu Birkir Örn Karlsson og Rakel Matthíasdóttir. Í ballroom dönsum í flokki fullorðinna sigruðu Þorkell Jónsson og Denise Margrét Yaghi. Í suður-amerískum dönsum í flokki fullorðinna sigruðu Höskuldur Þór Jónsson og Margrét Hörn Jóhannsdóttir, sem eru nýkomin heim af heimsmeistaramóti ungmenna í suður-amerískum dönsum, sem fram fór í Moskvu, þar sem þau höfnuðu í 30. sæti. Þess er skemmst að minnast að Dansíþróttafélag Kópavogs vann stigakeppnina á UMSK mótinu sem fram fór fyrr í mánuðinum og því ljóst að þarna er á ferðinni framúrskarandi hópur íslenskra dansíþróttamanna. Hóp-ur sem er landi, þjóð og bæjarfélagi til sóma, hér heima sem erlendis.

UMSK03 UMSK01 UMSK07 UMSK06

 

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

kfrettir_200x200
Stefán Karl Stefánsson
nem2014
Kronikan
Salurinn
Pétur Hrafn Sigurðsson.
Rigning á Símamótinu
Menningarhús Kópavogs