Framúrskarandi skólastarf verðlaunað

Fimm verkefni hlutu viðurkenningu skólanefndar Kópavogs, Kópinn, fyrir framúrskarandi starf í grunnskólum bæjarins. Forritunarvika í Hörðuvallaskóla, Útileikhús í Kópavogsskóla, Betri samskipti, betri líðan, betri árangur í Kársnesskóla, Frá haga til maga í Waldorfskólanum Lækjarbotnum og loks Snjallsímanotkun nemenda í dönskunámi í Kópavogsskóla.

Viðurkenningarnar voru afhentar við hátíðlega viðhöfn í Salnum í Kópavogi að viðstöddum Margréti Friðriksdóttur formanni skólanefndar Kópavogs og forseta bæjarstjórnar og Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra Kópavogs.

Skólanefnd Kópavogs auglýsti eftir tilnefningum til verðlaunanna fyrr í vor. Auglýst var eftir verkefnum sem stuðla að nýbreytni og framþróun innan skólanna, nýjungum í skólastarfi eða þróunarverkefnum sem fela í sér umbætur eða leiða til framfara í skólastarfi. Matsnefnd skipuð af skólanefnd valdi svo verkefnin.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar