Það verður spretthlaup á bæjarskrifstofurnar i dag því frestur til að skila framboðslistum til yfirkjörstjórnar rennur út á hádegi. Enn eiga nokkrir flokkar eftir að skila inn listum til yfirkjörstjórnar, samkvæmt heimildum Kópavogsfrétta. Óljóst er með framboð Pírata í bænum og mögulegt samstarf þeirra við Dögun, þegar þetta er ritað.
Sveitarstjórnarmenn sem hyggjast skorast undan endurkjöri skulu tilkynna þá ákvörðun til yfirkjörstjórnar fyrir lok framboðsfrests, að því er segir í frétt á vef Innanríkisráðuneytisins.