Frítt í sund

Frítt verður í sund fram að átján ára afmælisdegi en undanfarin ár aðgangur í sund verið án endurgjalds fyrir yngri en 10 ára.
Frítt verður í sund fram að 18 ára afmælisdegi en undanfarin ár hefur aðgangur í sund verið án endurgjalds fyrir yngri en 10 ára.

Yngri en átján ára fá frítt í sund í Kópavogi frá og með áramótum 2018/19. Ákvörðunin var samþykkt af bæjarstjórn Kópavogs í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2019. Frítt verður í sund fram að átján ára afmælisdegi en undanfarin ár hefur aðgangur í sund verið án endurgjalds fyrir yngri en 10 ára. Þá er sund fyrir eldri borgara án endurgjalds.

 „Okkur er sönn ánægja að bjóða átján ára og yngri frítt í sund, það fellur vel að áherslum bæjarins á fjölskyldu- og lýðheilsumál,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs í tilkynningu. 

Í Kópavogi eru tvær sundlaugar sem opnar eru almenningi, Sundlaug Kópavogs og Salalaug. Þær eru báðar með vinsælustu laugum landsins, en samanlagður heimsóknarfjöldi hefur verið um 900 þúsund á ári undanfarin ár.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

lus
Bjarni, Kristján og Jónas
Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir
WP_20150326_10_54_43_Raw
Kársnesormurinn
Ása Richards
vodafone_310x400
Upplestur
logo