Frumsýning á Elskhuganum eftir Pinter. Aðeins 5 sýningar

Leikfélag Kópavogs frumsýnir leikritið Elskhugann eftir Harold Pinter, sunnudaginn 26. okt. kl. 20.00.

Harold Pinter er eitt af áhrifamestu leikskáldum samtímans og hlaut meðal annars Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2005. Eins og mörg verka hans er Elskhuginn margslungið verk. Það fjallar um samband hjóna sem lifa óvenjulegu hjónabandi svo ekki sé meira sagt og hefur af sumum verið lýst sem dramatískri kómedíu.

Leikstjóri er Örn Alexandersson og Arnfinnur Daníelsson og Anna Margrét Pálsdóttir leika. Aðeins verða 5 sýningar á leikritinu sem sýnt er í Leikhúsinu, Funalind 2. Aðrir sem taka þátt i uppsetningunni eru Sigrún Tryggvadóttir aðstoðarleikstjóri, Skúli Rúnar Hilmarsson hannar lýsingu, Þorleifur Eggertsson sér um leikmynd og Hörður Sigurðarson um hljóð.

Hægt er að panta miða með því að senda póst á midasala@kopleik.is eða hringja í síma 554-1985. Sýningin tekur rúma klukkustund í flutningi og miðaverð er 2.000 kr. Nánar er hægt að fræðast um sýninguna á vef félagsins www.kopleik.is.

Leikstjóri er Örn Alexandersson og Arnfinnur Daníelsson og Anna Margrét Pálsdóttir leika.
Leikstjóri er Örn Alexandersson og Arnfinnur Daníelsson og Anna Margrét Pálsdóttir leika.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að