Fuglar fá orðið í Náttúrufræðistofu

Laugardaginn 3. mars kl. 13 – 15 fer fram myndasögusmiðja með Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur í Náttúrufræðistofu. Fuglar fá orðið kallast smiðjan en þátttakendur teikna fugla Náttúrufræðistofu og nota ímyndunaraflið til að ljá þeim orð í munn eða nýta sér staðreyndir um fuglana til að bæta texta inn á myndirnar. Viðburðurinn er liður í Fjölskyldustundum Menningarhúsanna í Kópavogi sem fara fram á hverjum laugardegi.

Menning á miðvikudögum í Gerðarsafni og á Bókasafni Kópavogs
Miðvikudaginn 28. febrúar kl. 12:15 verður boðin hádegisleiðsögn um sýningu á verkum Barböru Árnason í Gerðarsafni og sýninguna Áhrifavaldar æskunnar – íslenskar barnabækur fyrr og nú á Bókasafni Kópavogs. Sýningarnar eru liður í viðburðaröðinni Barnabókin í 100 ár sem verður á aðalsafni Bókasafns Kópavogs í febrúar. Menning á miðvikudögum er á dagskrá í hádeginu í hverri viku og fer ýmist fram í Gerðarsafni, Salnum, Náttúrufræðistofu og Bókasafni Kópavogs, allir velkomnir og  aðgangur ókeypis.

 

Listamannaspjall Gerðarsafni
Sunnudaginn 4. mars kl. 15 fer fram listamannaspjall með Eirúnu Sigurðardóttur, Unu Margréti Árnadóttur og Erni Alexander Ámundasyni í Gerðarsafni. Listamennirnir munu ræða verk sín á sýningunni Líkamleiki og vinna þau öll með gjörninga í verkum sínum. Listamannaspjallið er hluti af viðburðadagskrá Ljósmyndahátíðar Íslands 2018. Aðgangur á safnið gildir á viðburðinn.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar