Fuglar fá orðið í Náttúrufræðistofu

Laugardaginn 3. mars kl. 13 – 15 fer fram myndasögusmiðja með Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur í Náttúrufræðistofu. Fuglar fá orðið kallast smiðjan en þátttakendur teikna fugla Náttúrufræðistofu og nota ímyndunaraflið til að ljá þeim orð í munn eða nýta sér staðreyndir um fuglana til að bæta texta inn á myndirnar. Viðburðurinn er liður í Fjölskyldustundum Menningarhúsanna í Kópavogi sem fara fram á hverjum laugardegi.

Menning á miðvikudögum í Gerðarsafni og á Bókasafni Kópavogs
Miðvikudaginn 28. febrúar kl. 12:15 verður boðin hádegisleiðsögn um sýningu á verkum Barböru Árnason í Gerðarsafni og sýninguna Áhrifavaldar æskunnar – íslenskar barnabækur fyrr og nú á Bókasafni Kópavogs. Sýningarnar eru liður í viðburðaröðinni Barnabókin í 100 ár sem verður á aðalsafni Bókasafns Kópavogs í febrúar. Menning á miðvikudögum er á dagskrá í hádeginu í hverri viku og fer ýmist fram í Gerðarsafni, Salnum, Náttúrufræðistofu og Bókasafni Kópavogs, allir velkomnir og  aðgangur ókeypis.

 

Listamannaspjall Gerðarsafni
Sunnudaginn 4. mars kl. 15 fer fram listamannaspjall með Eirúnu Sigurðardóttur, Unu Margréti Árnadóttur og Erni Alexander Ámundasyni í Gerðarsafni. Listamennirnir munu ræða verk sín á sýningunni Líkamleiki og vinna þau öll með gjörninga í verkum sínum. Listamannaspjallið er hluti af viðburðadagskrá Ljósmyndahátíðar Íslands 2018. Aðgangur á safnið gildir á viðburðinn.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,