Fundu ástina í lyftunni í Perlunni

Fimmtudaginn 30. ágúst opnar ljósmyndasýning A & R Photos, sem ber heitið HK blak – Gleði. Ljósmyndasýningin er haldin í Smáralindinni og stendur frá 30. ágúst til 4. september.
Ljósmyndasýningin er einstök sinnar tegundar þar sem þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem haldin er sérstök ljósmyndasýning þar sem eingöngu eru myndir af íþróttafólki sem spilar blak. Blakíþróttin á sér ekki langa sögu á Íslandi og hefur verið stunduð hér í nokkra áratugi.
Tilgangur sýningarinar er m.a. að sýna hvernig hægt er að tvinna saman menningu og íþróttir í hinu listræna formi ljósmyndar, að kynna þá gleði sem ríkir í blakíþróttinni og jafnframt að sýna bæjarbúum, gestum og gangandi, hversu magnað íþróttafólkið er sem stundar blak í HK.
Ljósmyndasýningin samanstendur af myndum af leikmönnum HK í meistaraflokki karla og kvenna í blaki. Litirnir rauður og hvítur eru allsráðandi í myndunum ásamt bæði brosandi og einbeittu íþróttafólki.
Ljósmyndirnar ná að fanga þá einstöku gleði og tilfinningar sem koma fram í leik og önnur mögnuð augnablik. Persónuleiki leikmannanna birtist svo í líkamsstöðu, andlitsdráttum og augntilliti. Leikgleði leikmannanna skilar sér út til áhorfendanna þegar hverju skoruðu stigi er fagnað með áhrifamiklum hætti.

Kynntust í lyftunni

Aðalheiður E. Ásmundsdóttir og Rúnar Gregory Muccio, eru bæði áhugaljósmyndarar og hafa fengist við ljósmyndun í sínum frítíma í fjölda mörg ár. Áhugasvið þeirra í ljósmyndun nær víða og hafa þau til dæmis ljósmyndað fjölmargar íþróttagreinar, íslenska náttúru, viðburði, svo fátt eitt sé nefnt.
Það er skemmtilegt frá því að segja að á opnunardegi ljósmyndasýningarinnar, 30. ágúst, eru nákvæmlega 4 ár síðan þau hittust fyrir tilviljun í lyftunni í Perlunni. Þau voru hvort í sínu lagi á leiðinni í kaffihitting á vegum Fókus, sem er félag áhugaljósmyndara, og lentu saman í lyftunni á leiðinni upp. Eitthvað small saman í lyftunni þennan örlagaríka dag og þau hafa vart litið hvort af öðru síðan þá og núna, fjórum árum seinna, fagna þau tímamótunum með þessari ljósmyndasýningu í Smáralindinni.
Aðalheiður E. Ásmundsdóttir og Rúnar Gregory Muccio fundu ástina í lyftunni í Perlunni.
Ljósmyndasýningin er á fyrstu hæð í Smáralindinni fyrir framan Lyfju og Söru, rétt hjá H&M.
Allir eru hjartanlega velkomnir á sýninguna. Alla og Rúnar verða á svæðinu frá kl. 18-20.
Ljósmyndasýningin er styrkt af Kópavogsbæ.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór