Fundu ástina í lyftunni í Perlunni

Aðalheiður E. Ásmundsdóttir og Rúnar Gregory Muccio fundu ástina í lyftunni í Perlunni.
Fimmtudaginn 30. ágúst opnar ljósmyndasýning A & R Photos, sem ber heitið HK blak – Gleði. Ljósmyndasýningin er haldin í Smáralindinni og stendur frá 30. ágúst til 4. september.
Ljósmyndasýningin er einstök sinnar tegundar þar sem þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem haldin er sérstök ljósmyndasýning þar sem eingöngu eru myndir af íþróttafólki sem spilar blak. Blakíþróttin á sér ekki langa sögu á Íslandi og hefur verið stunduð hér í nokkra áratugi.
Tilgangur sýningarinar er m.a. að sýna hvernig hægt er að tvinna saman menningu og íþróttir í hinu listræna formi ljósmyndar, að kynna þá gleði sem ríkir í blakíþróttinni og jafnframt að sýna bæjarbúum, gestum og gangandi, hversu magnað íþróttafólkið er sem stundar blak í HK.
Ljósmyndasýningin samanstendur af myndum af leikmönnum HK í meistaraflokki karla og kvenna í blaki. Litirnir rauður og hvítur eru allsráðandi í myndunum ásamt bæði brosandi og einbeittu íþróttafólki.
Ljósmyndirnar ná að fanga þá einstöku gleði og tilfinningar sem koma fram í leik og önnur mögnuð augnablik. Persónuleiki leikmannanna birtist svo í líkamsstöðu, andlitsdráttum og augntilliti. Leikgleði leikmannanna skilar sér út til áhorfendanna þegar hverju skoruðu stigi er fagnað með áhrifamiklum hætti.

Kynntust í lyftunni

Aðalheiður E. Ásmundsdóttir og Rúnar Gregory Muccio, eru bæði áhugaljósmyndarar og hafa fengist við ljósmyndun í sínum frítíma í fjölda mörg ár. Áhugasvið þeirra í ljósmyndun nær víða og hafa þau til dæmis ljósmyndað fjölmargar íþróttagreinar, íslenska náttúru, viðburði, svo fátt eitt sé nefnt.
Það er skemmtilegt frá því að segja að á opnunardegi ljósmyndasýningarinnar, 30. ágúst, eru nákvæmlega 4 ár síðan þau hittust fyrir tilviljun í lyftunni í Perlunni. Þau voru hvort í sínu lagi á leiðinni í kaffihitting á vegum Fókus, sem er félag áhugaljósmyndara, og lentu saman í lyftunni á leiðinni upp. Eitthvað small saman í lyftunni þennan örlagaríka dag og þau hafa vart litið hvort af öðru síðan þá og núna, fjórum árum seinna, fagna þau tímamótunum með þessari ljósmyndasýningu í Smáralindinni.
Aðalheiður E. Ásmundsdóttir og Rúnar Gregory Muccio fundu ástina í lyftunni í Perlunni.
Ljósmyndasýningin er á fyrstu hæð í Smáralindinni fyrir framan Lyfju og Söru, rétt hjá H&M.
Allir eru hjartanlega velkomnir á sýninguna. Alla og Rúnar verða á svæðinu frá kl. 18-20.
Ljósmyndasýningin er styrkt af Kópavogsbæ.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar