
Samfylkingarinnar.
Á mánudagskvöldið síðasta hélt Samfylkingin í Kópavogi fjölmennan fund um þróun eldri hverfa í Kópavogi með sérstakri áherslu á Snælandshverfið. Líkt og fólki er kunnugt hafa íbúar þess hverfis mótmælt kröfuglega tillögum að breytingum á húsnæðinu að Furugrund 3,sem áður hýsti hverfisverslun og sjoppu.
Fyrr um daginn hafði skipulagsnefnd hafnað erindi eiganda hússins um að breyta húsinu í 32 herbergja hótel og samþykkt að hefja samráð við íbúa hverfins og eiganda hússins. Það má því segja að Samfylkingin sé með puttann á púlsinum varðandi fundarefni.
Til fundarins á mánudagskvöld bauð Samfylkingin jafnt eigendum hússins sem íbúum hverfisins og fjölmenntu íbúar. Þar voru þau Silja Traustadóttir og Jóhannes Þórðarson, arkitektar frá Glámu Kím, með stutt erindi og auk þess voru miklar umræður um næstu skref í málinu. Íbúar sem töluðu virtust sammála um að mikilvægt sé, nú þegar hótelbyggingu hefur verið hafnað, að vanda til verka og kalla fram raunverlegt samtal og lausn, milli íbúa, bæjarins og eiganda um nýtingu hússins.
Samfylkingin hefur frá upphafi þessa máls, fyrir tæpum 3 árum, stutt, hvat til og lagt fram tillögur um samráð við íbúa og eigendur um nýtingu Furugrundar 3. Er það von okkar Samfylkingarfólks að nú verði loks vandað til verka í þágu íbúa hverfisins og fundin verði lausn með eiganda hússins. Við erum sannarlega til í að ljá góðum lausnum lið.