Furugrund 3 – vöndum til verka

Ása Richardsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Ása Richardsdóttir, bæjarfulltrúi  Samfylkingarinnar.
Ása Richardsdóttir, bæjarfulltrúi
Samfylkingarinnar.

Á mánudagskvöldið síðasta hélt Samfylkingin í Kópavogi fjölmennan fund um þróun eldri hverfa í Kópavogi með sérstakri áherslu á Snælandshverfið.  Líkt og fólki er kunnugt hafa íbúar þess hverfis mótmælt kröfuglega tillögum að breytingum á húsnæðinu að Furugrund 3,sem áður hýsti hverfisverslun og sjoppu.

Fyrr um daginn hafði skipulagsnefnd hafnað erindi eiganda hússins um að breyta húsinu í 32 herbergja hótel og samþykkt að hefja samráð við íbúa hverfins og eiganda hússins. Það má því segja að Samfylkingin sé með puttann á púlsinum varðandi fundarefni.

Til fundarins á mánudagskvöld bauð Samfylkingin  jafnt eigendum hússins sem íbúum hverfisins  og fjölmenntu íbúar.  Þar voru þau Silja Traustadóttir og Jóhannes Þórðarson, arkitektar frá Glámu Kím, með stutt erindi og auk þess voru miklar umræður um næstu skref í málinu.  Íbúar sem töluðu virtust sammála um að mikilvægt sé, nú þegar hótelbyggingu hefur verið hafnað, að vanda til verka og kalla fram raunverlegt samtal og lausn, milli íbúa, bæjarins og eiganda um nýtingu hússins.

Samfylkingin hefur frá upphafi þessa máls, fyrir tæpum 3 árum, stutt, hvat til og lagt fram tillögur um samráð við íbúa og eigendur um nýtingu Furugrundar 3.  Er það von okkar Samfylkingarfólks að nú verði loks vandað til verka í þágu íbúa hverfisins og fundin verði lausn með eiganda hússins. Við erum sannarlega til í að ljá góðum lausnum lið.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar