• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Mannlíf

Kópavogsheilsan: Fúsleiki til að hreyfa sig á réttum forsendum.

Kópavogsheilsan: Fúsleiki til að hreyfa sig á réttum forsendum.
ritstjorn
20/08/2013
Sigga Karls, heilsuráðgjafi.

Sigga Karls, heilsuráðgjafi.

Ég hitti konu í sundi um daginn sem sagði mér að hún gæti orðið ekkert hreyft sig vegna gigtar og stirðleika. Hún væri orðin bakveik og alltof þung og einu skiptin sem henni liði vel væri í sundi. Hún hvíslaði því að mér að ef hún hefði hreyft sig sem ung kona, þá sæti hún ekki í heita pottinum nokkra klukkutíma á dag. Hún var um sextugt.

Hún kvaddi mig og fór upp úr. Ég fann til með henni þegar hún reyndi að koma sér inn í klefa og athafna sig þar.

Ég dæmi hana ekki. Hún dæmir sig örugglega verst sjálf. Ég er ekki hér á þessari jörð til að dæma aðra. En ég get lært af henni.

Mig langar til að geta reimað skóna mína sjálf ef Guð gefur mér sextíu ár. Mig langar líka að geta haldið á barnabörnunum mínum, ef ég mun eignast svoleiðis engla. 🙂

En þá þarf ég að hreyfa mig. En á réttum forsendum!

Þar komum við að fimmta boðorðinu mínu. Mér þykir vænt um það boðorð. Hreyfðu þig… EN á RÉTTUM forsendum!

Þegar ég var íturvaxin snót, (mér finnst það fallegra orð en feit) fyrir nokkrum árum síðan, hreyfði ég mig á röngum forsendum. Mig langaði til að verða mjó. Ég hreyfði mig á hnefanum, svona eins og alkahólistinn hættir að drekka á hnefanum. Hreyfði mig til þess eins að einn daginn myndi ég vakna voða mjó og komast í bikiníið sem ég sá auglýst í HogM bæklingnum. Ég keypti mér kort í ræktina og ætlaði svo sannarlega að ná tökum á þessu núna. Af fullum huga. Ég fór í nokkrar vikur, klukkutíma á dag, og ég segi það satt, mér fannst þetta leiðinlegasti klukkutími dagsins. Eina sem komst að, var það að ég yrði að hreyfa mig, annars yrði ég ekki mjó.

Í dag hreyfi ég mig af allt öðrum forsendum. Mig langar að geta skeint mig eftir klósettferðir á efri árunum. Eða klætt mig í sokka.

Ég á kort í ræktina. En ég brýt sjálfa mig ekki niður ef ég mæti ekki. Ég hef ekki mætt í allt sumar og það er bara allt í lagi. Ég finn að ef ég tek ekki göngutúra eða geri æfingarnar mínar ekki í nokkra daga, þá fer mér að líða illa í skrokknum. Og fæ innri þörf fyrir að hreyfa mig og liðka. Mér finnst gaman í göngutúrum. Mér finnst ágætt að synda. Mér finnst líka fínt að sprikla í ræktinni. Það var ekki einu sinni  þannig. Því ég hreyfði mig ekki á réttum forsendum.

Um leið og ég fer að pressa á sjálfa mig um að verða eins og Jennifer Aniston og brjóta mig niður fyrir að hreyfa mig ekki, þá finn ég að leiðinlegasti klukkutími dagsins er í ræktinni. Ég er löt að eðlisfari.

Fúsleikinn til að vilja hreyfa mig, verður að vera sprottin að innan. Ekki frá hnefanum. Eða frá tískublöðunum, netinu eða af því það hefur einhver annar misst 30 kg í Vikunni.

Heilbrigði finnst mér svo smart orð. Að vera heil á líkama og sál. Keyra sig ekki út eða hreyfa sig ekki neitt. Hinn gullni meðalvegurinn er svo mikilvægur. Njóta hreyfingarinnar og finna þá hreyfingu sem mér finnst skemmtileg. Hreyfa sig á réttum forsendum!

Mig langar í lokin að þakka innilega fyrir öll fallegu orðin og hrósin sem þið gefið mér og fyrirspurnirnar. Ég nýt þess virkilega að lesa pósta frá ykkur. Mér finnst þið dásamleg.

Enn og aftur óska ég ykkur að nýta daginn vel og hugsa um sjálfan ykkur fyrst og fremst. Vera góð við ykkur og skvettið smá húmor inn í daginn. Dagurinn kemur nefnilega ekki aftur.

Kærleikur til ykkar allra.

Ykkar Sigga

Heilbrigð heilsuráðgjöf Siggu er hér á Facebook.

Efnisorð
Mannlíf
20/08/2013
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Holdris, Blóðmör og Ælupestó í Molanum

    Á dögunum komu nokkar ungar og upprennandi hljómsveitir fram á tónleikum í Molanum Ungmennahúsi Kópavogs. Reglulega eru...

    ritstjorn 05/12/2019
  • Lesa meira
    Slakað og skapað í Gerðarsafni

    Slakað og skapað er vikulegur dagskrárliður sem slegið hefur í gegn á Gerðarsafni í nóvember. Hönnuðurinn og jógakennarinn...

    ritstjorn 29/11/2019
  • Lesa meira
    Hátíðarhöld í Kópavogi í tilefni 30 ára afmælis Barnasáttmála SÞ

    Haldið verður upp á 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með pompi og prakt í Kópavogi miðvikudaginn...

    ritstjorn 19/11/2019
  • Lesa meira
    50 ár hjá BYKO

    Það heyrir til tíðinda þegar fólk nær háum starfsaldri, sérstaklega þegar starfað hefur verið óslitið hjá sama...

    Auðun Georg Ólafsson 29/08/2019
  • Lesa meira
    Leikskólar í Kópavogi í máli og myndum

    Myndbönd sem kynna starf og áherslur allra leikskólanna í Kópavogi eru nú aðgengileg á vefsíðu Kópavogsbæjar. Í þeim segja...

    ritstjorn 30/06/2019
  • Lesa meira
    Byggðin í Kópavogsdalnum: sandgryfjurnar, frystihús, lakkrís, ástir og örlög

    Vorfundar Sögufélags Kópavogs er beðið með mikilli eftirvæntingu enda alltaf um gríðarlega skemmtilegan viðburð að ræða. Takið...

    ritstjorn 30/04/2019
  • Lesa meira
    Barnamenningarhátíð í Kópavogi

    Afar vel tókst til við Barnamenningarhátíð í Kópavogi sem fram fór vikuna 8.-13.apríl. Fjölmargir leik- og grunnskólahópar...

    ritstjorn 14/04/2019
  • Lesa meira
    Söfnuðu fyrir Stígamót

    Guðrún Jónsdóttir frá Stígamótum tók nýverið við 100.000 króna styrk frá femínistanefnd Menntaskólans í Kópavogi. Á jafnréttisdögum...

    ritstjorn 13/04/2019
  • Lesa meira
    Norrænt Rapp og Hip Hop veisla í Salnum

    Það kvað við nýjan tón í Salnum laugardaginn 19. janúar þegar danskir, sænskir og íslenskir rapp og...

    Auðun Georg Ólafsson 06/04/2019
  • Lesa meira
    Dagskrá fyrir krakka í vetrarfríi

    Vetrarfrí er í grunnskólum Kópavogs í næstu viku, 25.-26. febrúar. Hvað gera bændur þá? Menningarhúsin í Kópavogi...

    ritstjorn 19/02/2019
  • Lesa meira
    Lesið fyrir hunda

    Enn eru nokkur laus pláss á Lesið fyrir hunda laugardaginn 2. febrúar í Bókasafni Kópavogs. „Dóttir mín...

    ritstjorn 28/01/2019
  • Lesa meira
    Jammað í Molanum

    Molinn er Ungmenna- og menningarhús fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára, þar sem þeim gefst færi...

    ritstjorn 15/01/2019
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • 50 ár hjá BYKO
    Fréttir29/08/2019
  • Kópavogsbúi og Þingeyingur greina ljósmynir úr sögu Kópavogs
    Fréttir21/09/2019
  • Einstök innsýn í innra líf manneskju í geðrofi
    Menning21/08/2019
  • Vináttuganga í Kópavogi
    Fréttir14/11/2019
  • Holdris, Blóðmör og Ælupestó í Molanum
    Mannlíf05/12/2019
  • Slakað og skapað í Gerðarsafni
    Mannlíf29/11/2019
  • Hátíðarhöld í Kópavogi í tilefni 30 ára afmælis Barnasáttmála SÞ
    Á döfinni19/11/2019
  • Pláneta A: Börn ræða umhverfis- og loftslagsmál
    Fréttir16/11/2019

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Holdris, Blóðmör og Ælupestó í Molanum
    Mannlíf05/12/2019
  • Slakað og skapað í Gerðarsafni
    Mannlíf29/11/2019
  • Hátíðarhöld í Kópavogi í tilefni 30 ára afmælis Barnasáttmála SÞ
    Á döfinni19/11/2019
  • Pláneta A: Börn ræða umhverfis- og loftslagsmál
    Fréttir16/11/2019

Facebook

© 2019 Kópavogsblaðið slf.