Fyrir hvað stendur íslenskt samfélag?

Sema Erla Serdar, formaður  Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Sema Erla Serdar, formaður
Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir mörgum áskorunum í dag. Byggja þarf upp heilbrigðiskerfið, gera þarf húsnæðismarkaðinn aðgengilegri, taka þarf á málefnum ungs fólks og barnafjölskyldna sem og málum öryrkja og aldraðara. Spurt er um siðferði stjórnmálamanna, aðgerðarleysi stjórnvalda og velferðina í samfélaginu.

Áskoranirnar eru fleiri. Á sama tíma og barist er fyrir frekari jöfnuði og velferð í samfélaginu verður vart við vaxandi fordóma og þjóðernisrembing í íslensku samfélagi og uppgang afla sem standa fyrir skoðanir sem fela í sér mismunun vegna uppruna, þjóðernis, trúar, menningar eða annarra þátta sem einkenna líf og lífsstíl einstaklinga. Sú þróun er áhyggjuefni.

Íslensku samfélagi stafar ekki ógn af innflytjendum, fjölmenningu eða trúarbrögðum. Íslensku samfélagi stafar ógn af öflum sem telja sig yfir aðra hafna vegna þjóðernis, kynþáttar, litarhafts, trúarbragða, menningar eða annarra slíkra þátta og leggja þannig undirstöður þess sem gera samfélög heilbrigð og góð eru í hættu. Á umrótartímum eins og þeim sem við stöndum núna frammi fyrir er þörf fyrir sterkan jafnaðarmannaflokk á Íslandi. Grunngildi jafnaðarstefnunnar sem kveða á um frelsi, jafnrétti og samstöðu hafa sjaldan átt meira erindi við Íslendinga en í dag.

Helsta verkefnið framundan er að endurmóta íslenskt samfélag í anda hugsjóna jafnaðarmanna, samfélag þar sem grundvallar lífsgæði almennings eru tryggð, þar sem fólk getur lifað mannsæmandi lífi og grunnstoðirnar eru í lagi og réttlæti, velferð og mannréttindi eru tryggð. Áskorunum fylgja líka tækifæri og tækifærið er núna.

Fátt ræður fremur örlögum um framtíð okkar og komandi kynslóða en hvernig staðið er að uppbyggingu í samfélaginu. Það samfélag sem við byggjum á ekki að vera samfélag sem elur á þjóðernisrembingi og ótta við nágrannann heldur samfélag sem byggist á umburðarlyndi, samstöðu og jöfnuði.

„Það ber að viðurkenna, að hver maður sé jafnborinn til virðingar og réttinda, er eigi verði af honum tekin, og er þetta undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum. Hafi mannréttindi verið fyrir borð borin og lítilsvirt, hefur slíkt í för með sér siðlausar athafnir, er ofboðið hafa samvisku mannkynsins, enda hefur því verið yfir lýst, að æðsta markmið almennings um heim allan sé að skapa veröld, þar sem menn fái notið málfrelsis, trúfrelsis og óttaleysis um einkalíf og afkomu.“

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn