Fyrir hverja byggir Sjálfstæðisflokkurinn?

Bergljót Kristinsdóttir er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Kópavogi undangengin 30 ár. Hvert hverfið af öðru var skipulagt frá grunni á mettíma. Hjallahverfi, Smárahverfi og Lindahverfi byggðust fyrir síðustu aldamót og síðan tóku við Sala-, Kóra-, Vatnsenda- og Þingahverfi fram til u.þ.b. 2018 með hrunvanda sem hægði á uppbyggingunni. Eftir það byggðust upp þéttingarreitir á Kópavogstúni, í Naustavör, á Glaðheimasvæðinu, í 201 Smára og nú síðast vestast á Kársnesi. Meðfram þessari uppbyggingu hafa stórar lóðir með úr sér gengnum litlum húsum gengið í endurnýjun lífdaga með nýjum og stærri byggingum.

Lítið óbrotið land er eftir

Þessu uppbyggingartímabili Kópavogs er að mestu lokið. Við eigum eftir óbrotið land í Glaðheimum, í Vatnsendahvarfi (þar sem útvarpsmöstrin voru) og Vatnsendahlíð ofan við svæði hestamannafélagsins Spretts og mögulega hluta af landi Vatnsenda þegar dómsmál um eignarrétt klárast. Að öðru leiti er um að ræða þéttingu byggðar á eldri svæðum. Uppland Kópavogs er að mestu lagt undir vatnsvernd og óráð að fara með byggð þangað.

Hver hefur stefna Sjálfstæðisflokksins verið í þessari uppbyggingu?

Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið nær óslitið við völd í Kópavogi frá árinu 1990. Á þeim tíma hafa verktakar hafa fengið úthlutað lóðum til uppbyggingar án kvaða um að ákveðið hlutfall íbúða sé eyrnamerkt fyrstu kaupendum sem geta fengið ívilnanir sem slíkir ef íbúðir eru nógu ódýrar. Engar lóðaúthlutanir hafa verið til óhagnaðardrifinna leigufélaga eða stúdentaíbúða og fjöldi íbúða í félagslega kerfinu hefur nánast staðið í stað í 2 ár. Önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa sýnt sóma sinn í að sinna þessum hópum og þá sérstaklega Reykjavík sem hefur ákveðið að fjórðungur allrar húsnæðisuppbyggingar verði á vegum óhagnaðardrifinna félaga.

Hvaða áhrif hefur þetta á íbúasamsetningu í Kópavogi?

Hlutfall íbúa 68 og eldri í Kópavogi er 12,95% á meðan sama hlutfall er 11,4% í Reykjavík og 11,65% á höfuðborgarsvæðinu öllu. Þetta segir okkur að þeir sem hafa nægar tekjur hafa gengið fyrir um íbúðakaup í Kópavogi. Unga fólkið hefur ekki efni á að búa í Kópavogi og þeir sem lægstar hafa tekjurnar en komast ekki inn í félagslega kerfið eiga enga möguleika í Kópavogi. Þetta er sárt að horfa upp á og enn sárara geta ekki haft áhrif á, þrátt fyrir að sitja í Bæjarstjórn Kópavogs. Þessu þurfum við að breyta. Samfylkingin í Kópavogi vill fara sömu leið og Reykjavík og taka sinn skerf af félagslegri húsnæðisuppbyggingu. Við þurfum að nýta það land sem við eigum eftir á sanngjarnari hátt. Við erum ekki öll í þeim sporum að geta valið okkur húsnæði. Stærstur hluti íbúa þarf að horfa í hverja krónu og því þurfum við sem samfélag að bjóða upp á mismunandi úrræði í húsnæðismálum fyrir alla.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

3-13
WP_20150609_20_29_48_Raw
Kópavogur
alfurinn
Héraðsskjalasafn Kópavogs
2013-09-18-1797
Lestrarganga í Kópavogi
hnetsmjor_1
Sumarverkefni_1