• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • 2021
  • Dreifingastaðir
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Dreifingastaðir
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Fyrir hverja byggir Sjálfstæðisflokkurinn?

Fyrir hverja byggir Sjálfstæðisflokkurinn?
ritstjorn
26/04/2022
Bergljót Kristinsdóttir er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Kópavogi undangengin 30 ár. Hvert hverfið af öðru var skipulagt frá grunni á mettíma. Hjallahverfi, Smárahverfi og Lindahverfi byggðust fyrir síðustu aldamót og síðan tóku við Sala-, Kóra-, Vatnsenda- og Þingahverfi fram til u.þ.b. 2018 með hrunvanda sem hægði á uppbyggingunni. Eftir það byggðust upp þéttingarreitir á Kópavogstúni, í Naustavör, á Glaðheimasvæðinu, í 201 Smára og nú síðast vestast á Kársnesi. Meðfram þessari uppbyggingu hafa stórar lóðir með úr sér gengnum litlum húsum gengið í endurnýjun lífdaga með nýjum og stærri byggingum.

Lítið óbrotið land er eftir

Þessu uppbyggingartímabili Kópavogs er að mestu lokið. Við eigum eftir óbrotið land í Glaðheimum, í Vatnsendahvarfi (þar sem útvarpsmöstrin voru) og Vatnsendahlíð ofan við svæði hestamannafélagsins Spretts og mögulega hluta af landi Vatnsenda þegar dómsmál um eignarrétt klárast. Að öðru leiti er um að ræða þéttingu byggðar á eldri svæðum. Uppland Kópavogs er að mestu lagt undir vatnsvernd og óráð að fara með byggð þangað.

Hver hefur stefna Sjálfstæðisflokksins verið í þessari uppbyggingu?

Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið nær óslitið við völd í Kópavogi frá árinu 1990. Á þeim tíma hafa verktakar hafa fengið úthlutað lóðum til uppbyggingar án kvaða um að ákveðið hlutfall íbúða sé eyrnamerkt fyrstu kaupendum sem geta fengið ívilnanir sem slíkir ef íbúðir eru nógu ódýrar. Engar lóðaúthlutanir hafa verið til óhagnaðardrifinna leigufélaga eða stúdentaíbúða og fjöldi íbúða í félagslega kerfinu hefur nánast staðið í stað í 2 ár. Önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa sýnt sóma sinn í að sinna þessum hópum og þá sérstaklega Reykjavík sem hefur ákveðið að fjórðungur allrar húsnæðisuppbyggingar verði á vegum óhagnaðardrifinna félaga.

Hvaða áhrif hefur þetta á íbúasamsetningu í Kópavogi?

Hlutfall íbúa 68 og eldri í Kópavogi er 12,95% á meðan sama hlutfall er 11,4% í Reykjavík og 11,65% á höfuðborgarsvæðinu öllu. Þetta segir okkur að þeir sem hafa nægar tekjur hafa gengið fyrir um íbúðakaup í Kópavogi. Unga fólkið hefur ekki efni á að búa í Kópavogi og þeir sem lægstar hafa tekjurnar en komast ekki inn í félagslega kerfið eiga enga möguleika í Kópavogi. Þetta er sárt að horfa upp á og enn sárara geta ekki haft áhrif á, þrátt fyrir að sitja í Bæjarstjórn Kópavogs. Þessu þurfum við að breyta. Samfylkingin í Kópavogi vill fara sömu leið og Reykjavík og taka sinn skerf af félagslegri húsnæðisuppbyggingu. Við þurfum að nýta það land sem við eigum eftir á sanngjarnari hátt. Við erum ekki öll í þeim sporum að geta valið okkur húsnæði. Stærstur hluti íbúa þarf að horfa í hverja krónu og því þurfum við sem samfélag að bjóða upp á mismunandi úrræði í húsnæðismálum fyrir alla.

EfnisorðBergljót KristinsdóttirefstKosningar 2022samfylkingin
Aðsent
26/04/2022
ritstjorn

EfnisorðBergljót KristinsdóttirefstKosningar 2022samfylkingin

Meira

  • Lesa meira
    Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár

    Leikfélag Kópavogs var stofnað árið 1957 og er því elsta menningarfélag í Kópavogi. Árið 2007 flutti leikfélagið...

    ritstjorn 12/05/2022
  • Lesa meira
    Forræðishyggja í 100 skrefum

    Allir flokkar sem bjóða fram þann 14. maí vilja gera vel fyrir samfélagið. Það bera auglýsingar þeirra...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Látum skynsemina ráða

    Kannanir hafa sýnt að stór hluti kjósenda gerir upp hug sinn síðustu daga fyrir kosningar. Nú þegar...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka

    Í auglýsingu vegna sölu eignanna í Fannborg frá því í ágúst 2017 segir:  „Kópavogsbær auglýsir eftir áhuga...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Áfram Kópavogur

    Kópavogur er eftirsóknarverður bær að búa í og þannig á það að vera áfram. Eitt af því...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Veljum Kópavog fyrir okkur öll

    Kosningarnar 14. maí snúast um hvernig samfélagi við viljum búa í. Hvort við veljum samfélag jöfnuðar og...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Þess vegna bjóðum við okkur fram

    Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Ég á mér draum

    Mig dreymir um að geta gengið útí búð á Kársnesinu. Hitt fólk á leiðinni, ekki bara sjá...

    ritstjorn 11/05/2022
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Sigvaldi Egill sækist eftir 2.-.3- sæti í prókjöri Sjálfstæðisflokksins
    Aðsent10/03/2022
  • Gerum gott samfélag enn betra
    Aðsent10/03/2022
  • Kæri bæjarbúi
    Aðsent10/03/2022
  • Útibú Landsbankans í Hamraborg 30 ára
    Fréttir10/03/2022
  • CrossFit XY flytur starfsemi sína í Kópavog
    Fyrirtæki23/06/2022
  • Málefnasáttmáli nýs meirihluta í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Nýr meirihluti í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri
    Fréttir27/05/2022
Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Ritstjóri: Auðun Georg Ólafsson Umbrot: Guðmundur Árnason Kópavogsblaðið slf, kt: 6205131800 Sími: 8993024 kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • CrossFit XY flytur starfsemi sína í Kópavog
    Fyrirtæki23/06/2022
  • Málefnasáttmáli nýs meirihluta í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Nýr meirihluti í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri
    Fréttir27/05/2022

Facebook

© 2022 Kópavogsblaðið slf.