Fyrir okkur öll

Kæri kjósandi:

Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Enn biðjum við þig að íhuga framtíðina og þá sérstaklega að horfa til næstu fjögurra ára. Það er svo margt jákvætt við að fá að búa á Íslandi. Hins vegar gleymum við stundum því sem ekki þykir sjálfsagt mál annarsstaðar. Það að fá að búa við frelsi, frið og aðgang að hreinu vatni er líklega það sem þökkum alltof sjaldan fyrir, þar sem að heimur víða harðnandi fer. Eftir kjaftshöggið, sem kallað er „hrunið“ hafa Íslendingar enn og aftur sannað að hindranir eru ekki fyrirstaða, heldur bara orð. Við höfum á skömmum tíma náð frábærum árangri hvað varðar efnhagslegan stöðugleika og lækkun erlendra skulda.

Reynt er að persónugera stjórnmálaumræðu í dag til þess að hinn almenni kjósandi leiði hugann ekki að því hversu góður árangur hefur þó náðst undanfarin ár. Í dag er kappkostað við að eyða fjárhagslegum ávinningi styrkrar efnahagsstjórnar í formi mikilla loforða. Í upplýstu samfélagi er því afar nauðsynlegt að kjósendur kynni sér bæði kostnað og þær aðferðir sem mismundandi flokkar munu nota til að afla fjárs (skattheimta) til þess að uppfylla kosningarloforðin sem nú eru sett fram.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf talað fyrir því að hófleg skattheimta sé lykillinn að betri innheimtu þess opinbera. Málflutningur okkar er á þann veg að ef skattur er sanngjarn eru meiri líkur á aukinni og gagnsærri fjárfestingu sem skilar sér strax út í atvinnulífið með tilheyrandi betri hagsæld fyrir allt samfélagið.

Aukinn kaupmáttur allra þegna er markmið sem við getum verið sammála um að hafi náðst undanfarin ár. Til þess að viðhalda honum þarf atvinnulífið að treysta á stöðugleika stjórnmálamanna í erfiðum málum. Við viljum hafa örugga atvinnuvegi og halda sanngjörnum hluta launa okkar eftir ásamt því að leggja okkar að mörkum til samfélagslegrar velferðar.

Það er öllum ljóst að styrkja þarf ýmsa innviði íslensks samfélags. Sjáflstæðisflokknum er best treystandi til þess að sjá til þess að fjármögnun kosningaloforða verði ekki til þess að sliga greiðslugetu einstaklinga og fyrirtækja. Aukin velmegun skilar sér í aukinni velferð, fyrir okkur öll.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn