Fyrirtæki í Kópavogi innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Ellefu fyrirtæki í Kópavogi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um innleiðingu  Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun inn í sína starfsemi. Markaðsstofa Kópavogs heldur utan um verkefnið í samvinnu við Kópavogsbæ, sem hefur unnið að innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Fyrirtækin sem hafa skrifað undir eru Íslandsbanki, Reginn, Sky Lagoon, Prófító bókhaldshús, BYKO, Festi, Valka, Mannvit, Tryggingastofnun, Hótel Kríunes og Brunabótafélag Íslands, eignarhaldsfélag. 

„Það er ánægjulegt að finna þennan mikla áhuga hjá fyrirtækjum í Kópavogi á því að stuðla að sjálfbærri þróun sem er inntak Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Verkefninu var formlega hleypt af stokkunum á fundi Kópavogsbæjar í dag sem haldinn var í tilefni útgáfu skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um þátttöku Kópavogsbæjar í alþjóðlegu verkefni OECD um innleiðingu Heimsmarkmiðanna hjá sveitarfélögum og þróun mælikvarða því tengdu. 

Samstarf um innleiðingu Heimsmarkmiðanna hjá fyrirtækjum er einn afrakstur þátttöku bæjarins í verkefninu. Rýnihópur fyrirtækja undir handleiðslu Markaðsstofunnar forgangsraðaði þeim átta heimsmarkmiðum sem valin voru í verkefnið.   

„Markaðsstofa Kópavogs hvetur fyrirtæki og stofnanir í bænum til að innleiða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í stefnu sína og daglegan rekstur og sýna þannig samfélagslega ábyrgð í verki.,“ segir Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs. 

Nánar má um verkefnið

Upptaka af fundinum er aðgengileg á vef Kópavogsbæjar

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar