Fyrsti fundur bæjarstjórnar og bæjarráðs

Ný bæjarstjórn í Kópavogi er tekin til starfa.
Ný bæjarstjórn í Kópavogi er tekin til starfa. Á myndinni eru frá vinstri Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Margrét Friðriksdóttir, Sverrir Óskarsson, Karen E. Halldórsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Ása Richardsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Pétur Hrafn Sigurðsson, Theódóra Þorsteinsdóttir og Ármann Kr. Ólafsson.

Ný bæjarstjórn Kópavogs fundaði í vikunni í fyrsta sinn. Á þessum fyrsta fundi  var Ármann Kr. Ólafsson ráðinn bæjarstjóri, Margrét Friðriksdóttir var kjörinn forseti bæjarstjórnar og Theódóra Þorsteinsdóttir var kjörinn formaður bæjarráðs.

Á fundinum var kynntur nýr málefnasamningur nýs meirihluta Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks en hann má nálgast hér á heimasíðu Kópavogsbæjar, www.kopavogur.is.

Ellefu sitja í bæjarstjórn Kópavogs, þeir sem náðu kjöri í sveitarstjórnarkosningunum 31. maí eru:

Sverrir Óskarsson og Theódóra Þorsteinsdóttir, Bjartri framtíð.

Ármann Kr. Ólafsson, Guðmunur Geirdal, Hjördís Ýr Johnson, Karen E. Halldórsdóttir, Margrét Friðriksdóttir, Sjálfstæðisflokki,

Birkir Jón Jónsson, Framsóknarflokki.

Ása Richardsdóttir og Pétur Hrafn Sigurðsson, Samfylkingu.

Ólafur Þór Gunnarsson, Vinstri grænum og félagshyggjufólki.

Þess má geta að fyrir utan Ármann og Ólaf Þór eru allir bæjarfulltrúar nýir í bæjarstjórn Kópavogs.

Theodóra S. Þorsteinsdóttir hefur tekið við lyklavöldum að skrifstofu formanns bæjarráðs í Kópavogi í dag. Það var fráfarandi formaður bæjarráðs, Rannveig Ásgeirsdóttir, sem afhenti Theodóru lyklana.

Theodóra S. Þorsteinsdóttir tekur við lyklunum að skrifstofu formanns bæjarráðs úr höndum Rannveigar Ásgeirsdóttur, fráfarandi formanns bæjarráðs.
Theodóra S. Þorsteinsdóttir tekur við lyklunum að skrifstofu formanns bæjarráðs úr höndum Rannveigar Ásgeirsdóttur, fráfarandi formanns bæjarráðs.

Theodóra stýrði einnig sínum fyrsta fundi sem formaður bæjarráðs í morgun. Í bæjarráði Kópavogs sitja auk Theodóru, sem er í Bjartri framtíð, Karen E. Halldórsdóttir og Hjördís Ýr Johnson Sjálfstæðisflokki,  Ólafur Þór Gunnarsson Vinstri grænum og Pétur Hrafn Sigurðsson Samfylkingu. Þá situr bæjarstjóri, Ármann Kr. Ólafsson, fundina án atkvæðisréttar, og Birkir Jón Jónsson, Framsóknarflokki, er áheyrnarfulltrúi.

Bæjarráð Kópavogs.
Fyrsti fundur bæjarráðs Kópavogs.

„Það eru mörg spennandi verkefni framundan í Kópavogi og mér líst vel á starfið og fólkið sem vinnur með mér,“ segir Theodóra.

Þess má geta að Theodóra er þriðja konan í röð sem gegnir formennsku í bæjarráði í Kópavogi, hún tekur við af Rannveigu sem tók við af Guðríði Arnardóttur. Þá er meirihluti bæjarráðs Kópavogs skipaður konum í fyrsta sinn.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér