Fyrsti fundur bæjarstjórnar og bæjarráðs

Bæjarstjórn Kópavogs.
Ný bæjarstjórn í Kópavogi er tekin til starfa.
Ný bæjarstjórn í Kópavogi er tekin til starfa. Á myndinni eru frá vinstri Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Margrét Friðriksdóttir, Sverrir Óskarsson, Karen E. Halldórsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Ása Richardsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Pétur Hrafn Sigurðsson, Theódóra Þorsteinsdóttir og Ármann Kr. Ólafsson.

Ný bæjarstjórn Kópavogs fundaði í vikunni í fyrsta sinn. Á þessum fyrsta fundi  var Ármann Kr. Ólafsson ráðinn bæjarstjóri, Margrét Friðriksdóttir var kjörinn forseti bæjarstjórnar og Theódóra Þorsteinsdóttir var kjörinn formaður bæjarráðs.

Á fundinum var kynntur nýr málefnasamningur nýs meirihluta Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks en hann má nálgast hér á heimasíðu Kópavogsbæjar, www.kopavogur.is.

Ellefu sitja í bæjarstjórn Kópavogs, þeir sem náðu kjöri í sveitarstjórnarkosningunum 31. maí eru:

Sverrir Óskarsson og Theódóra Þorsteinsdóttir, Bjartri framtíð.

Ármann Kr. Ólafsson, Guðmunur Geirdal, Hjördís Ýr Johnson, Karen E. Halldórsdóttir, Margrét Friðriksdóttir, Sjálfstæðisflokki,

Birkir Jón Jónsson, Framsóknarflokki.

Ása Richardsdóttir og Pétur Hrafn Sigurðsson, Samfylkingu.

Ólafur Þór Gunnarsson, Vinstri grænum og félagshyggjufólki.

Þess má geta að fyrir utan Ármann og Ólaf Þór eru allir bæjarfulltrúar nýir í bæjarstjórn Kópavogs.

Theodóra S. Þorsteinsdóttir hefur tekið við lyklavöldum að skrifstofu formanns bæjarráðs í Kópavogi í dag. Það var fráfarandi formaður bæjarráðs, Rannveig Ásgeirsdóttir, sem afhenti Theodóru lyklana.

Theodóra S. Þorsteinsdóttir tekur við lyklunum að skrifstofu formanns bæjarráðs úr höndum Rannveigar Ásgeirsdóttur, fráfarandi formanns bæjarráðs.
Theodóra S. Þorsteinsdóttir tekur við lyklunum að skrifstofu formanns bæjarráðs úr höndum Rannveigar Ásgeirsdóttur, fráfarandi formanns bæjarráðs.

Theodóra stýrði einnig sínum fyrsta fundi sem formaður bæjarráðs í morgun. Í bæjarráði Kópavogs sitja auk Theodóru, sem er í Bjartri framtíð, Karen E. Halldórsdóttir og Hjördís Ýr Johnson Sjálfstæðisflokki,  Ólafur Þór Gunnarsson Vinstri grænum og Pétur Hrafn Sigurðsson Samfylkingu. Þá situr bæjarstjóri, Ármann Kr. Ólafsson, fundina án atkvæðisréttar, og Birkir Jón Jónsson, Framsóknarflokki, er áheyrnarfulltrúi.

Bæjarráð Kópavogs.
Fyrsti fundur bæjarráðs Kópavogs.

„Það eru mörg spennandi verkefni framundan í Kópavogi og mér líst vel á starfið og fólkið sem vinnur með mér,“ segir Theodóra.

Þess má geta að Theodóra er þriðja konan í röð sem gegnir formennsku í bæjarráði í Kópavogi, hún tekur við af Rannveigu sem tók við af Guðríði Arnardóttur. Þá er meirihluti bæjarráðs Kópavogs skipaður konum í fyrsta sinn.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar