Fyrsti fundur bæjarstjórnar og bæjarráðs

Bæjarstjórn Kópavogs.
Ný bæjarstjórn í Kópavogi er tekin til starfa.
Ný bæjarstjórn í Kópavogi er tekin til starfa. Á myndinni eru frá vinstri Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Margrét Friðriksdóttir, Sverrir Óskarsson, Karen E. Halldórsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Ása Richardsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Pétur Hrafn Sigurðsson, Theódóra Þorsteinsdóttir og Ármann Kr. Ólafsson.

Ný bæjarstjórn Kópavogs fundaði í vikunni í fyrsta sinn. Á þessum fyrsta fundi  var Ármann Kr. Ólafsson ráðinn bæjarstjóri, Margrét Friðriksdóttir var kjörinn forseti bæjarstjórnar og Theódóra Þorsteinsdóttir var kjörinn formaður bæjarráðs.

Á fundinum var kynntur nýr málefnasamningur nýs meirihluta Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks en hann má nálgast hér á heimasíðu Kópavogsbæjar, www.kopavogur.is.

Ellefu sitja í bæjarstjórn Kópavogs, þeir sem náðu kjöri í sveitarstjórnarkosningunum 31. maí eru:

Sverrir Óskarsson og Theódóra Þorsteinsdóttir, Bjartri framtíð.

Ármann Kr. Ólafsson, Guðmunur Geirdal, Hjördís Ýr Johnson, Karen E. Halldórsdóttir, Margrét Friðriksdóttir, Sjálfstæðisflokki,

Birkir Jón Jónsson, Framsóknarflokki.

Ása Richardsdóttir og Pétur Hrafn Sigurðsson, Samfylkingu.

Ólafur Þór Gunnarsson, Vinstri grænum og félagshyggjufólki.

Þess má geta að fyrir utan Ármann og Ólaf Þór eru allir bæjarfulltrúar nýir í bæjarstjórn Kópavogs.

Theodóra S. Þorsteinsdóttir hefur tekið við lyklavöldum að skrifstofu formanns bæjarráðs í Kópavogi í dag. Það var fráfarandi formaður bæjarráðs, Rannveig Ásgeirsdóttir, sem afhenti Theodóru lyklana.

Theodóra S. Þorsteinsdóttir tekur við lyklunum að skrifstofu formanns bæjarráðs úr höndum Rannveigar Ásgeirsdóttur, fráfarandi formanns bæjarráðs.
Theodóra S. Þorsteinsdóttir tekur við lyklunum að skrifstofu formanns bæjarráðs úr höndum Rannveigar Ásgeirsdóttur, fráfarandi formanns bæjarráðs.

Theodóra stýrði einnig sínum fyrsta fundi sem formaður bæjarráðs í morgun. Í bæjarráði Kópavogs sitja auk Theodóru, sem er í Bjartri framtíð, Karen E. Halldórsdóttir og Hjördís Ýr Johnson Sjálfstæðisflokki,  Ólafur Þór Gunnarsson Vinstri grænum og Pétur Hrafn Sigurðsson Samfylkingu. Þá situr bæjarstjóri, Ármann Kr. Ólafsson, fundina án atkvæðisréttar, og Birkir Jón Jónsson, Framsóknarflokki, er áheyrnarfulltrúi.

Bæjarráð Kópavogs.
Fyrsti fundur bæjarráðs Kópavogs.

„Það eru mörg spennandi verkefni framundan í Kópavogi og mér líst vel á starfið og fólkið sem vinnur með mér,“ segir Theodóra.

Þess má geta að Theodóra er þriðja konan í röð sem gegnir formennsku í bæjarráði í Kópavogi, hún tekur við af Rannveigu sem tók við af Guðríði Arnardóttur. Þá er meirihluti bæjarráðs Kópavogs skipaður konum í fyrsta sinn.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,