Fyrstur Íslendinga í meistaranám í klassískum gítarleik við Yale

Miðvikudaginn 12. ágúst klukkan 20:00 í leikhúsinu Funalind 2 í Kópavogi mun gítarleikarinn og tónskáldið Gunnlaugur Björnsson halda tónleika. Með honum mun Steinar Már Unnarsson sjá um myndbönd og Hafdís Vigfúsdóttir spila á flautu.

Gunnlaugur fékk nýverið inngöngu í meistaranám við Yale School of Music og mun halda til Bandaríkjana þetta haust. Gunnlaugur fékk fullan styrk frá Yale ásamt Fulbright styrk en hann er jafnframt fyrsti Íslendingurinn til að fara í nám í þessum eftirsótta skóla en einungis 7% þeirra sem sækja þar um inngöngu eru samþykktir. 

Tónleikarnir eru tvískiptir; sá fyrri klassískur og sá seinni verkefni Gunnlaugs og Steinars við Skapandi Sumarstörf Kópavogs en verkefnið kalla þeir „Ghoul Bear.“  Á tónleikunum stjórnar Steinar sjónrænum myndböndum af ýmsum toga sem spilast með flutningi tónlistarinnar.

https://www.youtube.com/watch?v=_kOM2zRxrAw

Aðgangseyrir á tónleikana er 1500kr en tónleikarnir munu vera rétt rúmlega klukkutíma langir.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um tónleikana í gegnum hlekkinn hér að neðan:
https://www.facebook.com/events/1449453795361705/

gítar og vídjó mynd

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn