Miðvikudaginn 12. ágúst klukkan 20:00 í leikhúsinu Funalind 2 í Kópavogi mun gítarleikarinn og tónskáldið Gunnlaugur Björnsson halda tónleika. Með honum mun Steinar Már Unnarsson sjá um myndbönd og Hafdís Vigfúsdóttir spila á flautu.
Gunnlaugur fékk nýverið inngöngu í meistaranám við Yale School of Music og mun halda til Bandaríkjana þetta haust. Gunnlaugur fékk fullan styrk frá Yale ásamt Fulbright styrk en hann er jafnframt fyrsti Íslendingurinn til að fara í nám í þessum eftirsótta skóla en einungis 7% þeirra sem sækja þar um inngöngu eru samþykktir.
Tónleikarnir eru tvískiptir; sá fyrri klassískur og sá seinni verkefni Gunnlaugs og Steinars við Skapandi Sumarstörf Kópavogs en verkefnið kalla þeir „Ghoul Bear.“ Á tónleikunum stjórnar Steinar sjónrænum myndböndum af ýmsum toga sem spilast með flutningi tónlistarinnar.
https://www.youtube.com/watch?v=_kOM2zRxrAw
Aðgangseyrir á tónleikana er 1500kr en tónleikarnir munu vera rétt rúmlega klukkutíma langir.
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um tónleikana í gegnum hlekkinn hér að neðan:
https://www.facebook.com/events/1449453795361705/