Fyrstur Íslendinga í meistaranám í klassískum gítarleik við Yale

Miðvikudaginn 12. ágúst klukkan 20:00 í leikhúsinu Funalind 2 í Kópavogi mun gítarleikarinn og tónskáldið Gunnlaugur Björnsson halda tónleika. Með honum mun Steinar Már Unnarsson sjá um myndbönd og Hafdís Vigfúsdóttir spila á flautu.

Gunnlaugur fékk nýverið inngöngu í meistaranám við Yale School of Music og mun halda til Bandaríkjana þetta haust. Gunnlaugur fékk fullan styrk frá Yale ásamt Fulbright styrk en hann er jafnframt fyrsti Íslendingurinn til að fara í nám í þessum eftirsótta skóla en einungis 7% þeirra sem sækja þar um inngöngu eru samþykktir. 

Tónleikarnir eru tvískiptir; sá fyrri klassískur og sá seinni verkefni Gunnlaugs og Steinars við Skapandi Sumarstörf Kópavogs en verkefnið kalla þeir „Ghoul Bear.“  Á tónleikunum stjórnar Steinar sjónrænum myndböndum af ýmsum toga sem spilast með flutningi tónlistarinnar.

https://www.youtube.com/watch?v=_kOM2zRxrAw

Aðgangseyrir á tónleikana er 1500kr en tónleikarnir munu vera rétt rúmlega klukkutíma langir.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um tónleikana í gegnum hlekkinn hér að neðan:
https://www.facebook.com/events/1449453795361705/

gítar og vídjó mynd

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar