Gáfu Kópavogsbæ hvíldarbekk.

bekurinn
Systkinin Petrína Rós, Jóhannes og Pétur Karlsbörn færðu Kópavogsbæ bekk til minningar um foreldra sína, þau Ólöfu P. Hraunfjörð, bókavörð, og Karl Árnason, forstjóra Strætisvagna Kópavogs, á afmælisdegi bæjarins 11. maí. Margrét Björnsdóttir, forseti bæjarstjórnar, tók við bekknum fyrir hönd bæjarins. Bekkurinn er á göngustígnum við Kópavogstún. Á honum er áletrun til minningar um Ólöfu og Karl.
Karl var einn af frumbyggjum Kópavogs, en foreldrar hans keyptu sér erfðafestuland, Kópavogsblett 136, árið 1943. Þá var þar engin byggð og engin þjónusta. Engin var vatnsveitan og útvegaði Árni faðir Karls hreppnum lán frá styrktarsjóði bifvélavirkja til að stofna Vatnsveitu Kópavogs gegn ríkisábyrgð.

Karl og Ólöf giftu sig 14. maí 1955, árið sem Kópavogur fékk kaupstaðarréttindi,  og stofnuðu þau heimili þar. Þar fæddist þeim fyrsta barnið síðar sama ár. Þau hjónin bjuggu í Kópavogi alla sína ævi, en Ólöf lést 6. desember  2011 og Karl 28. desember 2012.

Karl hóf störf hjá Kópavogsbæ árið 1961. Í desember sama ár bað Hulda Jakobsdóttir bæjarstjóri hann um að sinna verkstjórn og sjá um rekstur Áhaldahúss Kópavogs. Karl varð forstjóri Strætisvagna Kópavogs árið 1972 og gegndi því starfi þar til þeir voru lagðir niður árið 1992. Hann var forstöðumaður Vélamiðstöðvar Kópavogs þar til hann lét af störfum árið 2002.

Þau hjónin létu félagsmál til sín taka, Ólöf var m.a. varabæjarfulltrúi fyrir Alþýðubandalagið og í kvenfélaginu, og Karl var í hafnarstjórn, atvinnueflingarnefnd  og bæjarmálaráði.

Systkinin vonast til að sem flestir njóti útiveru í Kópavogi og tylli sér á bekkinn.

Margrét Björnsdóttir forseti bæjarstjórnar tók við bekknum fyrir hönd bæjarins og var bekkurinn afhentur að viðstöddum fjölskyldu, vinum, vinnufélögum og aðilum úr umhverfis- og samgöngunefnd bæjarins, ásamt Katrínu Júlíusdóttur, starfandi fjármálaráðherra.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

bjorn
Íþróttahús HK í Kórnum.
file-3
1477442_710660849047524_2619883636756732780_n
Sólstöðuhátíð leikskólanna Núps og Dals.
vatnsendi
kosnvaa
2013-02-16_-_Wien_-_Demo_Gleiche_Rechte_für_alle_(Refugee-Solidaritätsdemo)_-_Refugees_are_human_beings
WP_20140717_20_49_15_Pro