Gagnvirk vísindasýning í Smáralind

Stórskemmtileg sýning hófst í Smáralind í dag sem ber heitið Vatn – Hið fljótandi Undur.

Vísindasýningin er fyrir börn og fullorðna.
Vísindasýningin er fyrir börn og fullorðna.

Sýningin er framhald af sýningunni Undur vísindanna sem sett var upp í Smáralind í febrúar síðastliðnum en í þetta sinn er þema sýningarinnar vatn.

Tilgangur sýningarinnar er að fræða fólk og leyfa því að kynnast á eigin forsendum áður óþekktum tengslum og áhrifum vatns. Eðlisfræðin er með þessu móti sett upp á einfaldan og skemmtilegan hátt fyrir alla aldurshópa til fróðleiks og skemmtunar.

Meðal þess sem gestir munu kynnast er yfirborðsspenna vatns, hvernig vatn býr til form og hreyfing vatns. Á sýningunni fá gestir að skemmta sér og gera uppgötvanir upp á eigin spýtur, enda er það þannig sem þekking verður til.

Sýningin kemur frá Þýskalandi og er sérstaklega gerð fyrir verslunarmiðstöðvar. Undir slagorðinu „Science on Tour“ er ferðast með sýninguna á milli landa og hún sett upp á fjölförnum stöðum til þess að sem flestir fái tækifæri til að prófa og kynnast ótrúlegum og heillandi fyrirbærum úr heimi vísindanna. En þetta er ekki sýning þar sem gestum er bannað að snerta heldur verða þeir þvert á móti hvattir til að snerta.

Sýningin stendur yfir dagana 15. – 29. október.

Coke light Risandi_loftbolur

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn