Gagnvirk vísindasýning í Smáralind

Stórskemmtileg sýning hófst í Smáralind í dag sem ber heitið Vatn – Hið fljótandi Undur.

Vísindasýningin er fyrir börn og fullorðna.
Vísindasýningin er fyrir börn og fullorðna.

Sýningin er framhald af sýningunni Undur vísindanna sem sett var upp í Smáralind í febrúar síðastliðnum en í þetta sinn er þema sýningarinnar vatn.

Tilgangur sýningarinnar er að fræða fólk og leyfa því að kynnast á eigin forsendum áður óþekktum tengslum og áhrifum vatns. Eðlisfræðin er með þessu móti sett upp á einfaldan og skemmtilegan hátt fyrir alla aldurshópa til fróðleiks og skemmtunar.

Meðal þess sem gestir munu kynnast er yfirborðsspenna vatns, hvernig vatn býr til form og hreyfing vatns. Á sýningunni fá gestir að skemmta sér og gera uppgötvanir upp á eigin spýtur, enda er það þannig sem þekking verður til.

Sýningin kemur frá Þýskalandi og er sérstaklega gerð fyrir verslunarmiðstöðvar. Undir slagorðinu „Science on Tour“ er ferðast með sýninguna á milli landa og hún sett upp á fjölförnum stöðum til þess að sem flestir fái tækifæri til að prófa og kynnast ótrúlegum og heillandi fyrirbærum úr heimi vísindanna. En þetta er ekki sýning þar sem gestum er bannað að snerta heldur verða þeir þvert á móti hvattir til að snerta.

Sýningin stendur yfir dagana 15. – 29. október.

Coke light Risandi_loftbolur

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,