Gagnvirk vísindasýning í Smáralind

Stórskemmtileg sýning hófst í Smáralind í dag sem ber heitið Vatn – Hið fljótandi Undur.

Vísindasýningin er fyrir börn og fullorðna.
Vísindasýningin er fyrir börn og fullorðna.

Sýningin er framhald af sýningunni Undur vísindanna sem sett var upp í Smáralind í febrúar síðastliðnum en í þetta sinn er þema sýningarinnar vatn.

Tilgangur sýningarinnar er að fræða fólk og leyfa því að kynnast á eigin forsendum áður óþekktum tengslum og áhrifum vatns. Eðlisfræðin er með þessu móti sett upp á einfaldan og skemmtilegan hátt fyrir alla aldurshópa til fróðleiks og skemmtunar.

Meðal þess sem gestir munu kynnast er yfirborðsspenna vatns, hvernig vatn býr til form og hreyfing vatns. Á sýningunni fá gestir að skemmta sér og gera uppgötvanir upp á eigin spýtur, enda er það þannig sem þekking verður til.

Sýningin kemur frá Þýskalandi og er sérstaklega gerð fyrir verslunarmiðstöðvar. Undir slagorðinu „Science on Tour“ er ferðast með sýninguna á milli landa og hún sett upp á fjölförnum stöðum til þess að sem flestir fái tækifæri til að prófa og kynnast ótrúlegum og heillandi fyrirbærum úr heimi vísindanna. En þetta er ekki sýning þar sem gestum er bannað að snerta heldur verða þeir þvert á móti hvattir til að snerta.

Sýningin stendur yfir dagana 15. – 29. október.

Coke light Risandi_loftbolur

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar