Gallerí Portið opnar með glæsilegri samsýningu.

Undirbúningur er í fullum gangi fyrir samsýninguna.

Nýtt gallerí, Gallerí Portið, verður opnað í dag, fimmtudaginn 4. september, klukkan 18:00 með stórri samsýningu rúmlega tuttugu listamanna þar sem áhersla er lögð á fjölbreytileika. Á sýningunni er teflt saman þjóðþekktum núlifandi listamönnum og goðsögnum íslenskrar listasögu í bland við aðrar minna þekktar listaspírur á öllum aldri.

Gallerí Portið opnar með glæsilegri samsýningu.
Gallerí Portið opnar með glæsilegri samsýningu.

Galleríið er staðsett í portinu þar sem Toyota hafði áður aðstöðu á Nýbýlaveginum þar sem fjöldi fyrirtækja hefur nú komið sér fyrir. Salurinn sem galleríið hefur til umráða er um 600 fermetrar.

Segja má að sýningin skiptist í þrjá meginflokka: það eru listamenn sem standa að Anarkíu listasal, verk í einkaeigu og síðan samsafn ólíkra listamann sem hafa verið virkir í listalífi landsins síðstu ár og áratugi. Hugmyndin er að gefa breiða sýn á fjölbreytta flóru íslenskrar myndlistar. Eitt af einkennum íslensks myndlistarheims er hve hann virðist margskiptur: tilteknir listamenn eru þekktir innan ákveðins þjóðfélagshóps þótt aðrir listamenn séu þar lítt kunnir – en þeir eru þá ef til vill vel þekktir hjá öðrum.

Tilgangur sýningarinnar er meðal annars að brúa þetta bil. Það hefur ávallt verið tilgangur Anarkíu að losa listina undan hverskyns mælstikum listræns rétttrúnaðar og virða sérvisku hvers og eins, hvort sem um er að ræða geranda í listum eða áhorfanda.

Eftirtaldir listamenn verða með verk á sýningunni:
Jón Óskar, Hulda Hákon, Sigurbjörn Jónsson, Kristján Jónsson, Jóhann Ludwig Torfason, Ragnhildur Jóhannsdóttir, Erling Kingenberg, Kristinn Már Pálmason, Ómar Stefánsson, Daníel Magnússon, Erla Þórarinsdóttir, Anarkía, Anna Hanson, Elísabet Hákonardóttir, Guðmunda Kristinsdóttir, Guðlaug FriðriksDóttir, Kristín Tryggvadóttir, Finnbogi Helgason, Aðalsteinn Eyþórsson, Ásta R Ólafsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Jóhanna Þórhallsdóttir, Hrönn Björnsdóttir, Hanna Pálsdóttir, Helga Ástvaldsdóttir, Þorgeir Helgason, Bjarni Sigurbjörnsson og fleiri. Sýnd verða einnig verk eftir gömlu meistarana; Ásgrím Jónsson, Eirík Smith, Jóhannes Kjarval, Gunnlaug Blöndal, Svavar Guðnason, Flóka, Stórval og fleiri.

Sjá nánar hér á Facebook síðu.

Undirbúningur er í fullum gangi fyrir samsýninguna.
Undirbúningur er í fullum gangi fyrir samsýninguna.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar