Gamansögur úr Kópavogi

Í tilefni af 60 ára Kópavogsbæjar þann 11. maí næstkomandi mun Bókasafn Kópavogs gangast fyrir söfnun gamansagna úr bænum frá þessum sex áratugum. Biðlað er til Kópavogsbúa, fyrr og síðar, að rifja upp minningar um fólk og viðburði, sem glatt geta sinnið og vakið bros.

Einnig er vonast til að burtfluttir Kópavogsbúar láti í sér heyra.

Hugmyndin er að úr þessum skemmtisögum verði til dagskrá sem flutt verður á 16. maí í Bókasafni Kópavogs, sem hluti af dagskrá Kópavogsdagsins.

Myndir mega fylgja sögunum og verða þær sýndar á Hlaðvarpanum í Bókasafninu.

Sögurnar sendist á netfangið ingak@kopavogur.is. 

Nánari upplýsingar veitir Inga Kristjánsdóttir og Hrafn A. Harðarson í síma 4416800.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn