Á ljósmyndavef Kópavogsbæjar, sem opnaður var á 60 ára bæjarins, kennir ýmissa grasa. Þessi mynd var tekin við vígsluathöfn gömlu sundlaugar Kópavogs 2. desember árið 1967. Þá stungu sér fyrst til sunds Ásta Síríusdóttir, Vilborg Jónasdóttir og Hjálmar Ólafsson, bæjarstjóri.
