
Okkur er annt um vellíðan íbúa okkar og leggjum við mikla áherslu á að efla geðheilbrigði. Það er mörgum hlýtt til gamla Hressingarhælisins sem teiknað var af Guðjóni Samúelssyni og verður nú Geðræktarhús. Það er alveg ljóst að víða munu eftirköst Covid-krísunar koma í ljós. Vakin hefur verið athygli á því að allir þjóðfélagshópar munu glíma við afleiðingar félagslegrar einangrunar, kvíða, þunglyndis og atvinnumissis. Nú þegar erum við að sjá þess merki að mikið álag er á heimilum. Slíkt greinum við t.d. á auknum fjölda tilkynninga til barnaverndar og er aukinn þungi í ýmsum málaflokkum á velferðarsviði. Það er eðlilegt að spyrja í ljósi fordæmalausra tíma hvar skóinn kreppir að þegar Covid-ástandi linnir? Í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins var lagt til að laða inn frjáls félagasamtök sem sérhæfa sig í ýmsum stuðningi til geðhjálpar. Í málefnasamningi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar er áhersla lögð á að opna Geðheilsumiðstöð.
Ég geri fyrirvara á tillögu um að Geðræktarhús ætti að einblína á börn á grunnskólaaldri og leigja út aðstöðu til sérfræðinga. Ýmsar vísbendingar eru um hverjir eru að fara höllum fæti úr faraldrinum. Má sérstaklega nefna framhalds- og háskólaskólanema sem ættu að vera upplifa sín bestu ár en hafa setið heima lengi án sérstakt stuðnings. Hættan er að þeir hætti námi og dragi sig í hlé á meðan við höfum fjölmörg tækifæri til að styðja grunnskólabörn innan skólanna sjálfra.
Það er ljóst að helsti vandi mikilvægara frjálsra félagasamtaka er húsnæðisskortur. Álagið eykst stöðugt á ýmis samtök og líklega hefur þörfin á þeirra starfi og núna aldrei verið meiri. Má sérstaklega nefna Pieta samtökin, Rauða krossinn Geðhjálp og Hugarafl.
Ég tel að hið opinbera eigi að skapa frjálsum félagasamtökum umhverfi þar sem að þau geta hjálpað sem flestum en ekki keppa við þau um þjónustu sem þau sinna betur en við. Félagasamtök eru iðulega fyrsta hjálp fjölbreytts hóps fólks sem leitar sér aðstoðar og hafa yfir að búa sérfræðingum og áhugafólki um geðrækt. Nauðsynlegt er að fara í nánari þarfagreiningu á hvernig Geðræktarhúsið nýtist best til framtíðar til dæmis með stofnun starfshóps sem leitar ráðlegginga sérfræðinga, félagasamtaka og greinir betur þörfina á geðhjálp í samfélagi sem vonandi er að rísa úr Covid- kreppunni.