• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • 2021
  • Dreifingastaðir
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Dreifingastaðir
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Geðrækt og líðan barna

Geðrækt og líðan barna
ritstjorn
26/02/2020
Theodóra S. Þorsteinsdóttir

Ágúst 2015 markaði þau tímamót í lífum okkar Kópavogsbúa að þá voru teknar ákvarðanir um að við yrðum heilsueflandi samfélag. Af því tilefni var mótuð metnaðarfull lýðheilsustefna eftir mikla þarfagreiningu. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var innleiddur í framhaldi í samstarfi við Unicef en stefnumótun bæjarins tekur mið af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og gildum Kópavogs sem eru umhyggja, framsækni, virðing og heiðarleiki. Í kjölfar stefnumótunar voru svo skilgreind verkefni sem m.a. fela í sér viðurkenningu á því að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi.

Stefna sveitarfélags auðveldar kjörnum fulltrúum að taka upplýstar ákvarðanir, byggðar á hlutlægum mælingum og hefur því bein áhrif á líðan barna.

Eitt af meginmarkmiðum lýðheilsustefnu Kópavogsbæjar og algjört forgangsmál sveitarfélagsins er aukin geðrækt. Fjölmörg geðræktarverkefni eru í gangi hverju sinni þar sem áhersla er lögð á að vinna markvisst með kvíða, einelti og uppbyggileg samskipti. Velferðar- og menntasvið bæjarins halda úti ýmsum verkefnum, fræðslu og forvörnum fyrir börn, ungmenni og foreldra ungra barna. Má þar t.d. nefna námskeið til að hjálpa fólki að takast á við kvíða. Markmiðið er að taka snemma á kvíðavanda með því að fræða börn og foreldra um eðli kvíða og læra aðferðir til að takast á við kvíðatengda hegðun og efla sjálfstraust.

En hvernig vitum við að við höfum náð árangri? 2014 settum við okkur markmið um að þróa mælikvarða í tengslum við heildarstefnumótun Kópavogsbæjar og nú er sú vinna komin vel á veg. Þannig er að verða til, í samvinnu við Unicef, vísitala barnvænna sveitarfélaga sem gerir okkur kleift að fylgjast með lífsgæðum barna og ungmenna í Kópavogi. Það þarf nefnilega fleira en byggingavísitölu og vísitölu neysluverðs. Vísitalan mun birtast í mælaborði sem hefur að geyma safn 80 mismunandi mælinga úr rannsóknum á velferð og stöðu barna og ungmenna í Kópavogi. Í því felst m.a. að fylgst er með kvíðaeinkennum, þunglyndi, sjálfskaða o.fl. Mælaborðið köllum við NIGHTINGALE eftir Florence Nightingale, breskri hjúkrunarkonu, rithöfundi, tölfræðingi og brauðryðjanda í nútíma hjúkrun og notkun tölfræðilegra gagna.

Mælaborðið er nú aðgengilegt á heimasíðu Kópavogsbæjar sem má segja að sé fyrsti áfangi og á næstu mánuðum birtum við fleiri mælikvarða sem eru beintengdir stefnumótun Kópavogsbæjar. Áfram vinnum við að bættri líðan og heilsu okkar en nú með mælanlegum árangri í samræmi við nútíma stjórnarhætti.

Ný skýrsla frá Embætti Landlæknis sýnir að talsvert skortir á til að byggja upp þekkingu og færni starfsfólks á sviði geðræktar því geðræn vandamál eru að verða ein af stærstu viðfangsefnum lýðheilsu í heiminum. Við hjá Kópavogsbæ erum þar ekki undanskilin og tökum ábyrgð okkar alvarlega enda þykir sýnt að sveitarfélögin séu góður vettvangur til að vinna að þessari eflingu. Ákveðið var við gerð síðustu fjárhagsáætlunar að klára gamla Hressingarhælið og koma þar inn starfsemi Geðræktarhúss sem þjóna á þeim tilgangi að vera miðstöð þekkingar þar sem sköpuð verði aðstaða til að takast á við áskoranir, teikna upp og framkvæma úrræði og stunda mannrækt og hugrækt. Hlutverk okkar kjörinna fulltrúa er að tryggja þessa starfsemi og styðja hana með ráðum og dáð. Það á í alvöru að vera gott að búa í Kópavogi.

Efnisorðefst á baugigeðræktTheodóra S. Þorsteinsdóttir
Aðsent
26/02/2020
ritstjorn

Efnisorðefst á baugigeðræktTheodóra S. Þorsteinsdóttir

Meira

  • Lesa meira
    Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár

    Leikfélag Kópavogs var stofnað árið 1957 og er því elsta menningarfélag í Kópavogi. Árið 2007 flutti leikfélagið...

    ritstjorn 12/05/2022
  • Lesa meira
    Forræðishyggja í 100 skrefum

    Allir flokkar sem bjóða fram þann 14. maí vilja gera vel fyrir samfélagið. Það bera auglýsingar þeirra...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Látum skynsemina ráða

    Kannanir hafa sýnt að stór hluti kjósenda gerir upp hug sinn síðustu daga fyrir kosningar. Nú þegar...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka

    Í auglýsingu vegna sölu eignanna í Fannborg frá því í ágúst 2017 segir:  „Kópavogsbær auglýsir eftir áhuga...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Áfram Kópavogur

    Kópavogur er eftirsóknarverður bær að búa í og þannig á það að vera áfram. Eitt af því...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Veljum Kópavog fyrir okkur öll

    Kosningarnar 14. maí snúast um hvernig samfélagi við viljum búa í. Hvort við veljum samfélag jöfnuðar og...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Þess vegna bjóðum við okkur fram

    Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Ég á mér draum

    Mig dreymir um að geta gengið útí búð á Kársnesinu. Hitt fólk á leiðinni, ekki bara sjá...

    ritstjorn 11/05/2022
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Geir Ólafs lofar stemningu í Kópavogi
    Fréttir02/05/2022
  • Hversu löng eru fjögur ár?
    Aðsent20/04/2022
  • Reykjanesbraut verði sett í stokk
    Fréttir24/04/2022
  • Knattspyrnufélagið Augnablik 40 ára
    Fréttir24/04/2022
  • CrossFit XY flytur starfsemi sína í Kópavog
    Fyrirtæki23/06/2022
  • Málefnasáttmáli nýs meirihluta í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Nýr meirihluti í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri
    Fréttir27/05/2022
Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Ritstjóri: Auðun Georg Ólafsson Umbrot: Guðmundur Árnason Kópavogsblaðið slf, kt: 6205131800 Sími: 8993024 kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • CrossFit XY flytur starfsemi sína í Kópavog
    Fyrirtæki23/06/2022
  • Málefnasáttmáli nýs meirihluta í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Nýr meirihluti í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri
    Fréttir27/05/2022

Facebook

© 2022 Kópavogsblaðið slf.