Geir Ólafs lofar stemningu í Kópavogi

Geir Ólafsson skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Kópavogi. Mynd: Facebook.

Stórsöngvarinn Geir Ólafsson ætlar sér stóra hluti í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hann skipar 2. sæti á lista Miðflokksins og óháðra í Kópavogi en fyrsta sæti listans skipar Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi. Una María Óskarsdóttir, fyrrum varaþingmaður Miðflokksins og Framsóknarflokksins, skipar það þriðja.

Í 1. maí kaffiboði Miðflokksins, sem fram fór í höfuðstöðvum flokksins í Hamraborg, ræddu frambjóðendur við gesti og gangandi og kynntu helstu áherslumál sín. Að sjálfsögðu tók Geir Ólafs lagið Summer Wind með Frank Sinatra með skemmtilegum texta í anda kosninganna sem eru framundan.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn