Geitungarnir hafa verið það sjaldséðir í sumar að Bókasafn Kópavogs heldur nú sérstaka sýningu á þeim. Um er að ræða svokallaða „smásýningu“ á munum í eigu starfsmanna og velunnara safnsins.
Nú er átaksverkefninu „sumarlestri barna“ að ljúka á Bókasafni Kópavogs. Í dag kl. 16:30 verður uppskeruhátið í Aðalsafni í Hamraborg. Verður dregið úr happamiðunum sem börnin hafa fyllt út á allt sumar og skilað í Lukkupottinn. Þá fá 10 heppnir krakkar vinning og allir sem mæta fá glaðning.
http://www.bokasafnkopavogs.is/