Gengið gegn einelti

Tæplega átta þúsund tóku þátt í göngu gegn einelti í Kópavogi fyrir hádegi í dag. Eineltisgangan fór fram í öllum skólahverfunum níu og tóku nemendur leik- og grunnskóla þátt auk kennara og starfsfólks skólanna. Á skiltum sem börnin héldu á mátti sjá slagorð á borð við: „Við líðum ekki einelti,“ „öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir,“ „allir eru vinir,“ og „stöðvum einelti.“

Markmið göngu gegn einelti er að stuðla að jákvæðum samskiptum og vekja athygli á mikilvægi vináttu og virðingar. Gangan eflir samstöðu og vináttu barna og hefur þannig jákvæð áhrif á skólastarf í bænum.

Þetta er í annað sinn sem gengið er gegn einelti í Kópavogi. Í ár var bryddað upp á þeirri nýjung í tilefni göngunnar að afhenda leik- og grunnskólabörnum endurskinsmerki með merki bæjarins öðrum megin og orðunum: Gegn einelti, hinum megin.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við Hörðuvallaskóla í morgun. Á þeim má sjá nemendur í skólanum og bæjarstjóra Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson sem tók þátt í göngunni rétt eins og í fyrra.

Gegneinelti2013 Gegneinelti2014_Hörðuvallaskóli Gegneinelti2014_Hörðuvallaskóli2 Gegneinelti2014_Hörðuvallaskóli3

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér