Gengið gegn einelti

Tæplega átta þúsund tóku þátt í göngu gegn einelti í Kópavogi fyrir hádegi í dag. Eineltisgangan fór fram í öllum skólahverfunum níu og tóku nemendur leik- og grunnskóla þátt auk kennara og starfsfólks skólanna. Á skiltum sem börnin héldu á mátti sjá slagorð á borð við: „Við líðum ekki einelti,“ „öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir,“ „allir eru vinir,“ og „stöðvum einelti.“

Markmið göngu gegn einelti er að stuðla að jákvæðum samskiptum og vekja athygli á mikilvægi vináttu og virðingar. Gangan eflir samstöðu og vináttu barna og hefur þannig jákvæð áhrif á skólastarf í bænum.

Þetta er í annað sinn sem gengið er gegn einelti í Kópavogi. Í ár var bryddað upp á þeirri nýjung í tilefni göngunnar að afhenda leik- og grunnskólabörnum endurskinsmerki með merki bæjarins öðrum megin og orðunum: Gegn einelti, hinum megin.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við Hörðuvallaskóla í morgun. Á þeim má sjá nemendur í skólanum og bæjarstjóra Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson sem tók þátt í göngunni rétt eins og í fyrra.

Gegneinelti2013 Gegneinelti2014_Hörðuvallaskóli Gegneinelti2014_Hörðuvallaskóli2 Gegneinelti2014_Hörðuvallaskóli3

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar