Gengið gegn einelti

Tæplega átta þúsund tóku þátt í göngu gegn einelti í Kópavogi fyrir hádegi í dag. Eineltisgangan fór fram í öllum skólahverfunum níu og tóku nemendur leik- og grunnskóla þátt auk kennara og starfsfólks skólanna. Á skiltum sem börnin héldu á mátti sjá slagorð á borð við: „Við líðum ekki einelti,“ „öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir,“ „allir eru vinir,“ og „stöðvum einelti.“

Markmið göngu gegn einelti er að stuðla að jákvæðum samskiptum og vekja athygli á mikilvægi vináttu og virðingar. Gangan eflir samstöðu og vináttu barna og hefur þannig jákvæð áhrif á skólastarf í bænum.

Þetta er í annað sinn sem gengið er gegn einelti í Kópavogi. Í ár var bryddað upp á þeirri nýjung í tilefni göngunnar að afhenda leik- og grunnskólabörnum endurskinsmerki með merki bæjarins öðrum megin og orðunum: Gegn einelti, hinum megin.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við Hörðuvallaskóla í morgun. Á þeim má sjá nemendur í skólanum og bæjarstjóra Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson sem tók þátt í göngunni rétt eins og í fyrra.

Gegneinelti2013 Gegneinelti2014_Hörðuvallaskóli Gegneinelti2014_Hörðuvallaskóli2 Gegneinelti2014_Hörðuvallaskóli3

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á