Gengið gegn einelti

Föstudaginn 7. nóvember verður gengið gegn einelti í öllum skólahverfum bæjarins. Leik- og grunnskólabörn ganga saman í fylgd kennara og starfsfólks skólanna. Markmið göngunnar eru að stuðla að jákvæðum samskiptum, vekja athygli á því ofbeldi sem einelti er og að það sé aldrei liðið. Í tilefni göngunnar fá leik- og grunnskólabörn afhent endurskinsmerki með merki bæjarins öðrum megin og orðunum: Gegn einelti, hinum megin. Kópavogsbær efndi í fyrsta sinn til svona göngu í fyrra og tókst svo vel til að ákveðið var að endurtaka leikinn í ár.

Níu skólahverfi eru í Kópavogi og verður lagt af stað í göngu gegn einelti á tímabilinu 9.30 til 10.00. Meðfylgjandi er tímatafla yfir dagskrá í hverfum bæjarins, þar kemur fram hvar lagt er af stað, hvar gangan endar og hvað tekur við hjá skólabörnunum.

Dagskrá 7. nóvember 2014 í hverfum bæjarins í tilefni af degi eineltis                 
Hverfi Aðilar Dagskrá
Miðbærinn Kjarninn, Kópavogsskóli, Skólatröð Gangan hefst kl. 9:30 við Kópavogsskóla og haldið að Hlíðargarði áætlað að vera þar kl 9:50. Þar sameinast tvö hverfi með sameiginlega dagskrá. Að lokinni dagskrá ganga allir saman að Kópavogsskóla.
Smárahverfi Þeba, Smáraskóli, Lækur, Arnarsmári Gangan hefst kl. 9:30 við Smáraskóli og haldið að  Hlíðargarði áætlað að vera þar kl 9:50. Þar sameinast tvö hverfi með sameiginlega dagskrá. Að lokinni dagskrá ganga allir saman að Smáraskóli.
Snælandshverfi Igló, Snælandsskóli, Furugrund, Grænatún, Álfatún Gangan hefst kl. 10:00 við Snælandsskóla og gengið er saman í Fossvogsdalnum. Eftir gönguna verður farið í sal Snælandsskóla þar sem sungnir verða nokkrir vinasöngvar.
Álfhólfsskólahverfi Pegasus, Álfhólfsskóli, Álfaheiði, Efstihjalli, Fagrabrekka, Kópahvoll Gangan hefst kl. 10:00 við Álfhólsskóla (Hjalla), nemendur marsera út í leikkólana til að sækja leiksskólabörnin. Gangan endar í íþróttahúsinu Digranesi þar sem fram fer fjöldasöngur og sameiginlegur frumsaminn dans..
Lindahverfi Jemen, Lindaskóli, Dalur, Núpur Gangan hefst kl. 8:55 frá Lindaskóla og liggur leiðin fyrst í leikskólann Dal þar sem unglingar para sig við börnin og leiða þau í göngunni, haldið í leikskólann Núp (kl.9.30)og sama fyrirkomulag þar sem unglingar para sig við leikskólabörnin. Endað á planinu/íþróttahúsinu í Lindaskóla.
Kórahverfi Kúlan, Hörðuvallaskóli, Baugur Gangan hefst kl. 9:40 við Hörðuvallaskóla, þar sem leik- og grunnskólabörn ganga saman í Kórinn. Þar verður skipt upp í hópa og farið í hópeflisleiki við allra hæfi.
Vatnsendahverfi Dimma, Vatnsendaskóli, Aðalþing, Sólhvörf Gangan hefst kl. 10:00 frá útsýnisskífunni í Grandahvarfi. Gengið verður upp í Vatnsendaskóla þar sem allir taka þátt í Zumba- dansi.
Kársneshverfi Ekkó, Kársnesskóli, Urðarhóll, Kópasteinn, Undraland, Marbakki. Nemendur í 9. og 10. bekk fara með endurskinsmerki í leikskólana sem Kópavogsbær gefur öllum leik – og gunnskólabörnum. Unglingarnir munu sjá um samverustund og lesa fyrir börnin í leikskólunum. Auk þess verður unnið í öllum árgöngum grunnskólans í ákveðnum verkefnum sem tengjast yfirskrift dagsins
Salahverfi Fönix, Salaskóli, Rjúpnahæð, Fífusalir Nemendurnir 9. og 10. bekkjar fara í heimsókn í leikskólana og vinna með börnunum að ýmsum verkefnum sem tengjast verkefninu Vinir úr Salaskóla sem er samstarfsverkefni við leiksskólana Fífusali og Rjúpnahæð. Nemendur í 7. og 8. bekk Salaskóla sjá um útivist með yngri nemendum.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn