Gengið gegn einelti

Föstudaginn 7. nóvember verður gengið gegn einelti í öllum skólahverfum bæjarins. Leik- og grunnskólabörn ganga saman í fylgd kennara og starfsfólks skólanna. Markmið göngunnar eru að stuðla að jákvæðum samskiptum, vekja athygli á því ofbeldi sem einelti er og að það sé aldrei liðið. Í tilefni göngunnar fá leik- og grunnskólabörn afhent endurskinsmerki með merki bæjarins öðrum megin og orðunum: Gegn einelti, hinum megin. Kópavogsbær efndi í fyrsta sinn til svona göngu í fyrra og tókst svo vel til að ákveðið var að endurtaka leikinn í ár.

Níu skólahverfi eru í Kópavogi og verður lagt af stað í göngu gegn einelti á tímabilinu 9.30 til 10.00. Meðfylgjandi er tímatafla yfir dagskrá í hverfum bæjarins, þar kemur fram hvar lagt er af stað, hvar gangan endar og hvað tekur við hjá skólabörnunum.

Dagskrá 7. nóvember 2014 í hverfum bæjarins í tilefni af degi eineltis                 
Hverfi Aðilar Dagskrá
Miðbærinn Kjarninn, Kópavogsskóli, Skólatröð Gangan hefst kl. 9:30 við Kópavogsskóla og haldið að Hlíðargarði áætlað að vera þar kl 9:50. Þar sameinast tvö hverfi með sameiginlega dagskrá. Að lokinni dagskrá ganga allir saman að Kópavogsskóla.
Smárahverfi Þeba, Smáraskóli, Lækur, Arnarsmári Gangan hefst kl. 9:30 við Smáraskóli og haldið að  Hlíðargarði áætlað að vera þar kl 9:50. Þar sameinast tvö hverfi með sameiginlega dagskrá. Að lokinni dagskrá ganga allir saman að Smáraskóli.
Snælandshverfi Igló, Snælandsskóli, Furugrund, Grænatún, Álfatún Gangan hefst kl. 10:00 við Snælandsskóla og gengið er saman í Fossvogsdalnum. Eftir gönguna verður farið í sal Snælandsskóla þar sem sungnir verða nokkrir vinasöngvar.
Álfhólfsskólahverfi Pegasus, Álfhólfsskóli, Álfaheiði, Efstihjalli, Fagrabrekka, Kópahvoll Gangan hefst kl. 10:00 við Álfhólsskóla (Hjalla), nemendur marsera út í leikkólana til að sækja leiksskólabörnin. Gangan endar í íþróttahúsinu Digranesi þar sem fram fer fjöldasöngur og sameiginlegur frumsaminn dans..
Lindahverfi Jemen, Lindaskóli, Dalur, Núpur Gangan hefst kl. 8:55 frá Lindaskóla og liggur leiðin fyrst í leikskólann Dal þar sem unglingar para sig við börnin og leiða þau í göngunni, haldið í leikskólann Núp (kl.9.30)og sama fyrirkomulag þar sem unglingar para sig við leikskólabörnin. Endað á planinu/íþróttahúsinu í Lindaskóla.
Kórahverfi Kúlan, Hörðuvallaskóli, Baugur Gangan hefst kl. 9:40 við Hörðuvallaskóla, þar sem leik- og grunnskólabörn ganga saman í Kórinn. Þar verður skipt upp í hópa og farið í hópeflisleiki við allra hæfi.
Vatnsendahverfi Dimma, Vatnsendaskóli, Aðalþing, Sólhvörf Gangan hefst kl. 10:00 frá útsýnisskífunni í Grandahvarfi. Gengið verður upp í Vatnsendaskóla þar sem allir taka þátt í Zumba- dansi.
Kársneshverfi Ekkó, Kársnesskóli, Urðarhóll, Kópasteinn, Undraland, Marbakki. Nemendur í 9. og 10. bekk fara með endurskinsmerki í leikskólana sem Kópavogsbær gefur öllum leik – og gunnskólabörnum. Unglingarnir munu sjá um samverustund og lesa fyrir börnin í leikskólunum. Auk þess verður unnið í öllum árgöngum grunnskólans í ákveðnum verkefnum sem tengjast yfirskrift dagsins
Salahverfi Fönix, Salaskóli, Rjúpnahæð, Fífusalir Nemendurnir 9. og 10. bekkjar fara í heimsókn í leikskólana og vinna með börnunum að ýmsum verkefnum sem tengjast verkefninu Vinir úr Salaskóla sem er samstarfsverkefni við leiksskólana Fífusali og Rjúpnahæð. Nemendur í 7. og 8. bekk Salaskóla sjá um útivist með yngri nemendum.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór