Gerum betur í húsnæðismálum

Ólafur Þór Gunnarsson býður sig fram í 1. sæti VG í Kópavogi.

Öruggt húsnæði er ein af frumþörfunum. Sveitarfélögin hafa ríkulegar skyldur í þessu efni og þeim ber að tryggja að allir íbúar fái þessa þörf uppfyllta. Biðlistar eftir félagslegu húsnæði, ákall um fleiri almennar leiguíbúðir, og ákall um fleiri íbúðir fyrir hlutdeildarlán og fyrstu kaup benda til þess að þarna þurfi að gera betur. Kostnaður vegna húsnæðis fer einnig síhækkandi og raunar er hækkandi húsnæðisverð einn af meginþáttunum í því að verðbólga mælist nú hærri en áður.

Sveitarfélögin geta leikið lykilhlutverk við að leysa þennan vanda. Sveitarfélögin geta að töluverðu leiti stýrt húsnæðiskostnaði, bæði þeirra sem velja að kaupa sér húsnæði, og þeirra sem eru á leigumarkaði til skemmri eða lengri tíma.  Kópavogsbær á um yfir 400 íbúðir sem eru til leigu í félagslega kerfinu, auk þess sem bærinn veitir húsnæðisstuðning í formi húsaleigubóta og sérstaks húsnæðisstuðnings.

Mín sýn á þessi mál er sú að bærinn eigi að tryggja að enginn þurfi að nota meira en þriðjung af ráðstöfunartekjum sínum til að tryggja sér öruggt húsnæði. Það er hægt að gera í gegnum húsaleigubætur, með ívilnunum á fasteignagjöldum til tekjulágra (svipað og er gert í tilfelli eldri borgara), með afsláttum á lóðaverði eða með hlutdeildarlánum. Hvað þetta varðar ættu sömu reglur að gilda um þá sem eru á almennum leigumarkaði, og þá sem eru í félagslegu húsnæði. Með þessu jöfnum við stöðu fólks, og beinum stuðningi þangað sem hans er mest þörf. 

Við eigum líka að tryggja að lóðaframboð til að byggja hagkvæmt leiguhúsnæði, og íbúðir sem henta fyrir hlutdeildarlán verði nægt. Bærinn á að skoða af fullri alvöru að taka þátt í, og hafa frumkvæði að, stofnun óhagnaðardrifins leigufélags líkt og verkalýðshreyfingin hefur kallað eftir.  Þá er ekki síst mikilvægt að Kópavogsbær hafi frumkvæði að aukinni samvinnu á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að húsnæðismálum og lausnum á þeim.

Við getum haldið áfram að gera Kópavog enn betri.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að