• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Gildi tómstunda

Gildi tómstunda
ritstjorn
18/03/2014

 

Hildur Lovísa Rúnarsdóttir Nemi í tómstunda - og félagsmálafræði

Hildur Lovísa Rúnarsdóttir
Nemi í tómstunda – og félagsmálafræði

Tómstundir hafa mikið vægi lífi unglinga en tómstundir eru skilgreindar sem það sem fólk gerir í frítíma sínum. Margt telst til tómstundastarfs. Meðal annars er hægt að nefna íþróttastarf, æskulýðsstarf og annað sem fólk hefur áhuga á að gera á sínum forsendum. Tómstundir geta bæði verið skipulagðar og óskipulagðar. Skipulagðar tómstundir eru til dæmis, íþróttastarf, listnám og tónlistarnám. Óskipulagðar tómstundir eru hins vegar sá tími sem maður eyðir með vinum, til dæmis að horfa á sjónvarpið í takmarkaðan tíma eða að fara í sund.

Tómstundastarf snýst um andlega vellíðan og að vera þátttakandi í skipulögðu tómstundastarfi snýst um félagslega virkni. Það er fjölbreytt, margbreytilegt og mismunandi allt eftir því hvernig tómstundastarfið er.

Tómstundir hafa jákvæð áhrif á líf unglinga og hafa jafnframt mikið forvarnargildi. Tómstundir geta þannig komið í veg fyrir að unglingar rati á óheppilega braut í lífinu. Unglingar eru áhrifagjarnir á þessum árum og sjálfsmynd þeirra mótast af félags – og tómstundastarfi, skóla og fjölskyldutengslum.

Unglingur sem stundar tómstundastarf eftir skóla er félagslega virkur og veit hvað hann hefur fyrir stafni í lok skóladagsins. Félagsleg virkni fer til dæmis fram í tónlistarnámi eða á íþróttaæfingu. Hins vegar er líklegt að unglingur sem er ekki er í tómstundarstarfi fari heim eftir skóla og eyði óþarflega miklum tíma við sjónvarpgláp og tölvunotkun.

Tómstunda- og íþróttastarf hefur áhrif á einstaklinginn sjálfan. Hann lærir að fara eftir reglum, að vinna með öðrum og sjá sig sem hluta af hópi. Íþróttaiðkun stuðlar að bættri heilsu unglingsins. Með þátttöku í íþróttastarfi lærir unglingur einnig að takast á mótlæti þegar árangurinn er ekki eins og að var stefnt.

Að taka þátt í tómstundastarfi hefur mikil áhrif á daglegt líf og félagslega virkni unglings. Tómstundastarf er jákvæð reynsla sem hefur jákvæð áhrif á einstaklinginn og er reynsla sem nýtist í nútíð og framtíð.

Hildur Lovísa Rúnarsdóttir
Nemi í tómstunda – og félagsmálafræði.

Efnisorð
Aðsent
18/03/2014
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Að þiggja hjálp

    Predikun sr. Sunnu Dóru Möller, sóknarprests í Hjallakirkju þann 20. janúar hefur vakið mikla athygli. Við fengum...

    ritstjorn 26/01/2019
  • Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Mynd: Alþingisvefurinn.
    Lesa meira
    Umhverfisvænna og manneskjuvænna nýtt ár

    Um áramót lítum við flest um öxl og förum yfir hvað var gott á árinu og hvað...

    ritstjorn 12/01/2019
  • Lesa meira
    Helmingum flugeldana núna

    Síðustu áramót var sett óformlegt Evrópumet í svifryki í Dalsmáranum þegar styrkur svifryks (PM10) í andrúmslofti var...

    ritstjorn 31/12/2018
  • Lesa meira
    Ljós, líf og kærleikur

    Kirkja Wilhjálms keisara í Berlín í Þýskalandi var sprengd upp að stærstum hluta í seinni heimstyrjöldinni. Sá...

    ritstjorn 29/12/2018
  • Lesa meira
    Jólakveðja frá bæjarstjóra

    Kæru íbúar. Árið sem nú er senn á enda hefur verið gott ár í Kópavogi. Verkefni sveitarfélags eru...

    ritstjorn 29/12/2018
  • Lesa meira
    Lýðheilsa og íbúalýðræði í fjárhagsáætlun 2019

    Lýðheilsa er eins og jarðvegurinn undir fótum okkar og er undirstaða í velgengni okkar og líðan. Á...

    ritstjorn 29/12/2018
  • Lesa meira
    Vaktin fullmönnuð

    Í síðasta tölublaði Kópavogsblaðsins fullyrðir Margrét Júlía Rafnsdóttir fyrrverandi bæjarfulltrúi Vinstri grænna að enginn standi vaktina í...

    ritstjorn 29/12/2018
  • Lesa meira
    Píratar standa vaktina í umhverfismálum í Kópavogi

    -Svar við aðsendri grein Í síðasta tölublaði Kópavogsblaðsins birtist grein Margrétar Júlíu, fyrrverandi bæjarfulltrúa í Kópavogi. Yfirskriftin...

    ritstjorn 29/12/2018
  • Lesa meira
    Samvinna í verki

    Fjórða árið í röð vinna bæjarfulltrúar sameiginlega að gerð fjárhagsáætlunar hér í bæ. Verkefnið er krefjandi þar...

    ritstjorn 29/12/2018
  • Lesa meira
    Enginn í bæjarstjórn stendur vaktina í umhverfismálum í Kópavogi

    „Hver mun nú standa vaktina í umhverfismálum í Kópavogi“ spurði ég sjálfa mig á kosninganótt í vor...

    ritstjorn 29/12/2018
  • Lesa meira
    Hvað vill Samfylkingin gera í húsnæðismálum?

    Húsnæðismál hafa alla tíð verið eitt af meginverkefnum jafnaðarmanna þar sem húsnæðisöryggi óháð efnahag eða félagslegri stöðu...

    ritstjorn 26/12/2018
  • Lesa meira
    Tungumál er lykillinn að góðri menntun og framtíð.

    Síðustu misserin hefur mikið verið talað um menntamál. Með skelfingu horfum við á versnandi árangur íslenskra nemenda...

    ritstjorn 24/05/2018
Scroll for more
Tap

Facebook

  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Frítt í sund
    Fréttir05/01/2019
  • Að þiggja hjálp
    Aðsent26/01/2019
  • Aðsóknarmet í Salnum
    Fréttir30/11/2018
  • Helmingum flugeldana núna
    Aðsent31/12/2018
  • Íbúar ánægðir með Kópavog
    Fréttir15/02/2019
  • Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka
    Fréttir13/02/2019
  • 10 ára kraftlyftingadeild
    Íþróttir12/02/2019
  • Breiðablik á afmæli í dag
    Íþróttir12/02/2019
Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Íbúar ánægðir með Kópavog
    Fréttir15/02/2019
  • Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka
    Fréttir13/02/2019
  • 10 ára kraftlyftingadeild
    Íþróttir12/02/2019
  • Breiðablik á afmæli í dag
    Íþróttir12/02/2019

Facebook

© 2019 Kópavogsblaðið slf.