Gísli Marteinn: „Bið til Guðs að einhver túristi lendi ekki í því að vera á einhverju glötuðu hóteli í Kópavogi.“

Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík.
Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík.

Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavik, var á meðal ræðumanna á fjölmennri ráðstefnu Landsbankans um ferðamál sem haldin var nýverið. Gísli benti á að ef litið væri á hversu margir ferðamenn kæmu til Reykjavíkur miðað við íbúafjölda, þá væri Reykjavík meðal helstu ferðamannaborga í heimi. Og ef Reykvíkingar pössuðu sig ekki væri „dálítil hætta“ á að Reykjavík yrði túristagildra.

Gísli Marteinn sagði nauðsynlegt að stækka miðborgina og fá fleiri Íslendinga til að búa vestan Elliðaáa. Þannig væri hægt að stækka það svæði sem ferðamenn sækja og koma í veg fyrir að miðborgin breyttist í eina stóra túristagildru.

Hann vísaði síðan til þess að utan miðborgarinnar væri fátt að gera fyrir ferðamenn.

„Ég bið til guðs að einhver túristi lendi ekki í því að vera á einhverju glötuðu hóteli í Kópavogi, fyrirgefið þið. Vegna þess að hann verður bara brenndur af því. Það er ekki gaman þar.“

Sjá má upptöku af ræðu Gísla á vef Landsbankans hér. 

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar