Gísli Marteinn: „Bið til Guðs að einhver túristi lendi ekki í því að vera á einhverju glötuðu hóteli í Kópavogi.“

Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík.
Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík.

Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavik, var á meðal ræðumanna á fjölmennri ráðstefnu Landsbankans um ferðamál sem haldin var nýverið. Gísli benti á að ef litið væri á hversu margir ferðamenn kæmu til Reykjavíkur miðað við íbúafjölda, þá væri Reykjavík meðal helstu ferðamannaborga í heimi. Og ef Reykvíkingar pössuðu sig ekki væri „dálítil hætta“ á að Reykjavík yrði túristagildra.

Gísli Marteinn sagði nauðsynlegt að stækka miðborgina og fá fleiri Íslendinga til að búa vestan Elliðaáa. Þannig væri hægt að stækka það svæði sem ferðamenn sækja og koma í veg fyrir að miðborgin breyttist í eina stóra túristagildru.

Hann vísaði síðan til þess að utan miðborgarinnar væri fátt að gera fyrir ferðamenn.

„Ég bið til guðs að einhver túristi lendi ekki í því að vera á einhverju glötuðu hóteli í Kópavogi, fyrirgefið þið. Vegna þess að hann verður bara brenndur af því. Það er ekki gaman þar.“

Sjá má upptöku af ræðu Gísla á vef Landsbankans hér. 

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn